Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201328 Á undanförnum misserum hefur mikil vinna verið lögð í það innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að styrkja ímynd hjúkrunarfræðinga og félagsins. Hér fylgir samantekt á vinnu ímyndarhóps síðastliðið ár. ÍMYND, ÁHRIF OG KJÖR HJÚKRUNARFRÆÐINGA Veggspjald með nýjum gildum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Eldra veggspjaldið með kjörorðum sem nú hefur verið breytt. Vigdís Hallgrímsdóttir, vhallgrimsdottir@gmail.com Á aðalfundi FÍH vorið 2011 var samþykkt ný stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar­ og heilbrigðsmálum til ársins 2020. Stefnan var unnin með þátttöku fjölmargra hjúkrunarfræðinga. Í henni er sett fram stefna í ýmsum málaflokkum og með samþykkt hennar voru gildi félagsins endurnýjuð. Ný gildi, þekking, færni og umhyggja, koma þá í stað eldri gilda, hugur, hjarta og hönd: Þekking stendur fyrir rannsóknir og fagmennsku í hjúkrun Færni stendur fyrir þjálfun og notkun faglegrar þekkingar Umhyggja stendur fyrir virðingu, samheldni og trúnað Á vormánuðum 2012 hrinti stjórn FÍH af stað verkefninu Ímynd, áhrif og kjör. Skipaðir voru þrír vinnuhópar sem unnu tillögur sem voru kynntar á aðalfundi félagsins í maí 2012. Undirrituð fékk það verkefni að vera í forsvari fyrir hóp sem vann tillögur að því hvernig bæta megi ímynd hjúkrunarfræðinga. Í kjölfar þessa verkefnis óskaði stjórn FÍH eftir því að fjórir hjúkrunarfræðingar úr ímyndarhópnum myndu vinna tillögur að útliti á nýju veggspjaldi eða gildum félagsins og útliti á nýrri stefnu. Í vinnuhópnum voru Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, Birna Flygenring, Gyða Baldursdóttir og Vigdís Hallgrímsdóttir. Hópurinn lagði áherslu á að hönnunin myndi höfða til breiðs hóps hjúkrunarfræðinga og miðla þeim áhrifum sem hjúkrunarfræðingar geta haft á líf fólks. Leitað var eftir hugmyndum frá nokkrum hönnuðum og ákvað hópurinn í kjölfar þess að vinna með Magnúsi Loftssyni sem er grafískur hönnuður með áralanga reynslu í auglýsinga­ og ímyndar vinnu. Megin hugsun Magnúsar í þessu verkefni er að kynna hjúkrunar fræðinga og störf þeirra og nýta til þess innihald stefnunnar. Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmyndari, var fengin til að taka myndir af fjölmörgum hjúkrunarfræðingum við störf sín. Myndirnar birtast í nýrri útgáfu af stefnu félagsins ásamt öðru útgefnu efni sem er meðal annars: 1. Veggspjald með nýjum gildum Veggspjaldið kemur í stað eldra veggspjalds með kjörorðum hjúkrunar: hugur, hjarta, hönd. Gert er ráð fyrir að veggspjaldið verði prentað og því dreift á stofnanir þar sem hjúkrunarfræðingar starfa. Gildin eru í aðalhlutverki og táknin fyrir framan þau hafa skírskotun til þeirra og í merki félagsins. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar taki þátt í að skipta nýju veggspjaldi út fyrir það eldra á vinnustöðum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.