Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 48
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201344 minni fræðslu en þeir sem höfðu reynslu af slíkum aðgerðum, bæði þegar spurt var á tíma 2 og 3. Þessi munur kom fram bæði á heildarlista (HPRK) og undirsviðum lífeðlisfræði, færni, reynslu og siðfræði. Ekki kom fram annar munur eftir bakgrunnsbreytum. Parað t­próf sýndi mun á væntingum (HPEK) og fenginni fræðslu (HPRK) milli heildarlista og allra sex undirsviða, bæði á milli tíma 1 og 2 og tíma 1 og 3. Sjúklingarnir töldu sig hafa fengið minni fræðslu þegar þeir voru spurðir á tíma 3 heldur en á tíma 2 og á það við heildarlista (p= <0,001) og öll undirsviðin. Dreifigreining endurtekinna mælinga leiddi í ljós að breyting, að teknu tilliti til tíma, er í öllum tilvikum marktæk. Sjúklingar sögðust hafa fengið minni fræðslu á öllum þekkingarsviðum en þeir væntu að fá (áhrifastærðin (eta2) var frá 0,23 til 0,77), sjá töflu 2. Breyturnar, sem mæla mismun á væntingum til fræðslu og fenginni fræðslu (HPKE­HPRK2) og (HPKE­HPRK3), sýndu að sjúklingar fengu minni fræðslu en þeir væntu, mælt með pöruðu t­prófi, og mismunur á væntingum og fenginni fræðslu jókst frá tíma 2 til 3, sjá töflu 2. Bakgrunnur sjúklinga hafði ekki áhrif á þessar breytur. Heilsutengd lífsgæði Tafla 3 sýnir mat sjúklinga á hreyfigetu sinni, sjálfsumönnun, venjubundnum störfum og athöfnum, verkjum/óþægindum og kvíða/þunglyndi, metið með EQ5­D á mismunandi tímapunktum. Framfarir verða á öllum þáttum og áhrifastærðin er frá 0,17 fyrir kvíða/þunglyndi í 0,62 fyrir sjálfsumönnun. Hreyfigeta og verkir/óþægindi batna (parað t­próf) milli allra mælinga. Geta til sjálfsumönnunar og venjubundinna starfa skerðist frá tíma 1 til tíma 2 en batnar síðan milli tíma 2 og 3. Kvíði/þunglyndi batnar frá tíma 1 til 2 en helst síðan óbreytt. Fram kom munur á þeim sem fóru í hné­ eða mjaðmaaðgerð. Fyrir aðgerð gátu mjaðmasjúklingar sinnt venjubundum störfum og sjálfsumönnun verr en hnésjúklingar. Á tíma 2 var sami munur á sjálfsumönnun en á tíma 3 voru hnésjúklingar með meiri verki/óþægindi en mjaðmasjúklingar. Konur voru með meiri verki/óþægindi (p<0,001) og kvíða/þunglyndi (p<0,001) á tíma 1 en karlar, en slíkur munur finnst ekki á tíma 2 og 3. Samanborið við fólk án langvinnra sjúkdóma er fólk með langvinna sjúkdóma með meiri kvíða/þunglyndi í öllum þremur mælingum og með meiri verki/óþægindi á tíma 1 og 3. Tafla 4 sýnir mat sjúklinga á heilsufari sínu, metið með EQvas, fyrir aðgerð, við útskrift og 6­7 mánuðum síðar. Heilsufar batnaði frá tíma 1 til tíma 3 (áhrifastærð (eta2) 0,39) og parað t­próf sýndi mun á milli tíma 2 og 3 (p<0,001) en ekki frá tíma 1 til tíma 2. Á tíma 3 merktu 54% sjúklinga við 75 eða hærra á EQvas­kvarðanum en tæp 24% gerðu það á tíma 2. Konur töldu heilsufar sitt verra á tíma 1 en karlar. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma álitu heilsufar sitt verra en þeir sem voru án langvinnra sjúkdóma í öll þrjú skiptin en heilsufar batnaði hlutfallslega jafnt í báðum hópum milli tíma 1 og 3. Aðrar bakgrunnsbreytur höfðu ekki áhrif á mat á heilsufari og ekki var munur á aldurshópunum 67 ára og yngri og þeim sem eldri voru. Gerð var línuleg aðhvarfsgreining til að meta tengsl heilsufars á tíma 3 (háð breyta mæld með EQvas) við mismun á væntingum til fræðslu og fenginnar fræðslu á tíma 3, við aldur, kyn, grunnmenntun, aðalstarf og við það hvort sjúklingurinn hefur langvinnan sjúkdóm (óháðar breytur). Marktæk fylgni var á milli heilsufars og ofangreindra óháðra breyta og útskýrði heildarlíkanið 19% í dreifingu breytunnar sem mælir heilsufar á tíma 3 (F (6,178) = 6,80, p<0,001). Heilsufar mældist betra eftir því sem fræðsluþörfum var betur sinnt, menntun var meiri og hjá sjúklingum án langvinnra sjúkdóma. Tafla 2. Væntingar til fræðslu (HPEK) og fengin fræðsla (HPRK) eftir tíma, mismunur á væntingum og fenginni fræðslu á tíma 2 og 3. Tími 1 (fyrir aðgerð) (n=271) Væntingar Tími 2 (við útskrift) (n=213) Fengin fræðsla Tími 3 (6­7 mán. eftir aðgerð) (n=210) Fengin fræðsla Tími 2 (við útskrift) Mismunur á væntingum og fenginni fræðslu (HPEK, HPRK2) Tími 3 (6­7 mán. eftir aðgerð) Mismunur á væntingum og fenginni fræðslu (HPEK, HPRK3) Dreifigreining endurtekinna mælinga p­gildi áhrifa­ stærð Heildarlisti 1,2 (0,3) 1,8 (0,7) 1,9 (0,8) ­0,51 (0,7) ­0,68 (0,8) <0,001 0,43 Undirsvið Lífeðlisfræði 1,1 (0,2) 1,3 (0,5) 1,5 (0,6) ­0,18 (0,5) ­0,35 (0,7) <0,001 0,23 Færni 1,1 (0,3) 1,4 (1,1) 1,5 (0,6) ­0,24 (0,5) ­0,41 (0,7) <0,001 0,30 Reynsla 1,2 (0,5) 2,0 (0,7) 2,1 (1,2) ­0,60 (1,0) ­0,76 (0,8) <0,001 0,36 Siðfræði 1,3 (0,6) 2,0 (0,9) 2,2 (1,0) ­0,65 (1,0) ­0,88 (1,1) <0,001 0,44 Félagslegt 1,3 (0,5) 2,0 (1,0) 2,2 (1,2) ­0,68 (1,0) ­0,83 (1,2) <0,001 0,77 Fjárhagur 1,3 (0,6) 2,6 (1,2) 2,5 (1,3) ­1,24 (1,2) ­1,20 (1,4) <0,001 0,57 Meðaltöl, staðalfrávik (sf), tölugildi frá 1 til 4. Mismunur á væntingum og fenginni fræðslu sem er mismunur á HPEK og HPRK á tíma 1 og 2 og 1 og 3 með tölugildi frá ­3 til 3. Dreifigreining endurtekinna mælinga, p<gildi, áhrifastærð (eta2) með tölugildi frá 0 til 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.