Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201314 Þórdís situr einnig í stjórn rannsóknarinnar en þar voru hinir ýmsu prófessorar og þvagfæralæknar. „Það sem eykur gildi rannsóknar er að stjórnendurnir tveir eru ekki þvagfæralæknar heldur annars vegar almennur skurðlæknir og hins vegar rannsóknarlæknir. Það er alltaf hætt við að rannsókn verði lituð af þeim sem gera hana en hér standa þau tvö fyrir utan þær tvær fylkingar sem eru kringum opnar aðgerðir annars vegar og aðgerðir með aðgerðaþjark hins vegar. Það er svolítið stríð þar á milli. Það geta orðið mjög fjörugir fundir,“ segir hún. Þórdís tekur áfram þátt í starfi rannsóknar­ hópsins og nú er hópurinn með tvær greinar í smíðum, aðra um þvagleka einu ári eftir aðgerð og hina um skammtímafylgikvilla þrem mánuðum eftir aðgerð. Leynd hvílir enn yfir niðurstöðunum og áhugavert verður að sjá hvor skurðaðferðin kemur betur út. Sumir hafa líkt aðgerðaþjarkinum við að fara til tannlæknis en ekki er enn ljóst hvort til dæmis þvagleki og kynlífsvandamál eru minna áberandi en með opinni aðferð. Þórdís hefur einnig hug á að vinna enn frekar með gögnin sem hafa safnast. „Þegar ég hef fengið greinarnar mínar um íþyngjandi hugsanir og hugsanir um dauðann birtar get ég vonandi farið að vinna frekari upplýsingar úr gögnunum. Þarna er fjöldi spurninga tengdur hjúkrun og annarri reynslu sem aðrir geta haft áhuga á, eins og hvernig vinnumarkaðurinn tekur á móti fólki sem hefur farið í þessar aðgerðir.“ Gögnin úr rannsókninni eru geymd á læstu svæði á krabbameinsmiðstöð í Gautaborg. „Þetta er allt unnið mjög formlega,“ segir Þórdís. „Ef ég hef tilgátu, sem ég vil greina, þá sendi ég beiðni til stjórnenda rannsóknarinnar og þeir taka afstöðu til hvort maður megi greina það og fylgjast líka með ef aðrir vilja gera það sama. Úrvinnslan er svo unnin meira og minna af tölfræðingi.“ Starfið á Landspítala Þórdís og fjölskylda hennar fluttust heim til Íslands í fyrrasumar og hún fór að vinna sem verkefnastjóri á rannsóknastofu í bráðafræðum. „Starfið var auglýst um sama leyti og ég varði doktorsritgerðina mína. Vinkona mín sá það og sagði að ég ætti að sækja um og ég hlýddi því. Enda er þetta ótrúlega spennandi starf. Við sinnum þverfaglegum rannsóknum í bráðafræðum á Landspítala. Þetta er nýtt starf og ég hef getað byggt það upp dálítið eftir mínu höfði. Það eina sem var fast í hendi var að vera í forsvari fyrir bráðadaginn sem er ráðstefna haldin einu sinni á ári á vegum bráðasviðs. Ég var formaður undirbúningsnefndar í ár en það var mjög skemmtilegt starf. Ég hef komist að því að það er afskaplega virkt og duglegt fólk hér í vinnu og mikið í gangi og enn meiri áhugi á að gera meira. Ég hef smám saman komið inn í þó nokkur rannsóknarverkefni hér á sviðinu,“ segir Þórdís. Hún er í samstarfi við lækna, hjúkrunarfræðinga, lyfjafræðinga og meistaranema í lýðheilsuvísindum og margt spennandi að gerast. Sviðið fékk nýlega sjö styrki úr vísindasjóði Landspítalans og þar af tekur Þórdís þátt í fjórum verkefnum. „Mér finnst að rannsóknir eigi að snúast um að gera heiminn betri fyrir einhvern, helst fyrir skjólstæðingana okkar, það ætti að vera meginmarkmiðið. Leiðin að því er oft í gegnum betri og skilvirkari starfsemi en líka líðan og ánægju starfsfólksins,“ segir hún. Þórdís segir mikinn feng vera að því að hafa aðgang að rafrænni sjúkraskrá og þær samtölur sem kerfið býr til. „Þetta stórkostlega rafræna kerfi, sem við erum með, er ótrúlegur brunnur af alls konar upplýsingum og það er bara spurning um að vinna úr því. Svo sér maður líka að það þarf að bæta hvernig er skráð inn í kerfið til þess að geta nýtt upplýsingarnar betur. Það er til dæmis mjög spennandi að nota hjúkrunarskráninguna meira og hafa hana betur staðlaða. Það væri gaman ef það væri gert og fólk gæti séð betur til lengra tíma litið hvaða áhrif allt það sem hjúkrunarfræðingar gera hefur fyrir sjúklingana,“ segir hún. Nú fer bráðum af stað rannsókn á sjálfssköðum og sjálfsvígstilraunum eftir efnahagshrun en erlendis hafa sést merki um fjölgun sjálfsvíga. „Ég hef í framhaldinu sjálf áhuga á að kafa enn þá betur í einstaklingana sem koma inn vegna sjálfsvígstilrauna eða sjálfsskaða. Það eru merki um það úr erlendum rannsóknum að meira sé um sjálfsskaðandi hegðun meðal aðstandenda fólks sem hefur dáið úr krabbameini, til dæmis börn þess. Stúlkur, sem voru unglingar þegar foreldri dó úr krabbameini, skera sig eða brenna oftar heldur en almennt gerist. Slíkt á ekki endilega bara við um aðstandendur krabbameinsveikra heldur einnig aðra langtímaveika. Til langs tíma gæti það að vera aðstandandi einhvers sem fremur Omron M6 Comfort Nemur óreglulegan hjartslátt Auðveldara að koma armborðanum fyrir Nemur rétta staðsetningu armborðans Nemur hvort hreyfing trufli mælingu Minni fyrir 2 notendur - 100 mælingar fyrir hvorn Tveir þrýstinemar sem tryggja nákvæma mælingu Birtir þrýstisvið á skjánum Stillir réttan hraða og þrýsting við dælingu og hjöðnun Armborði fyrir upphandlegg með ummál á bilinu 22-42 cm Nemur rétta staðsetningu armborðans Nemur óreglulegan hjartslátt Birtir þrýstisvið á skjánum Stillir réttan hraða og þrýsting við dælingu og hjöðnun Omron M2 Armborði fyrir upphandlegg með ummál á bilinu 22-32 cm Gjöf s em h ittir be int í hj art ast að www.hbv.is Blóðþrýstingsmælar Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO. Omron blóðþrýstingsmælar fást í flestum apótekum Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði tækisins mestu máli. C M Y CM MY CY CMY K Heilsida Omron_A4.pdf 1 26/11/12 1:15 AM

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.