Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201310 Annað atriði, sem mun hafa áhrif á kennslu í hjúkrunarfræði á næstu árum, er að helmingur fastráðinna kennara deildarinnar og stór hópur starfandi hjúkrunarfræðinga mun fara á eftirlaun á næstu 10 árum. Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa í háskólum og á klínískum vettvangi er alþjóðlegt vandamál. Sumar þjóðir hafa þegar brugðist við honum. Óskandi er að íslensk heilbrigðisyfirvöld tileinki sér sambærilegar aðgerðir sem hrint hefur verið af stað í öðrum löndum til að stemma stigu við vandanum, einkum í Bandaríkjum Norður­Ameríku (Committee on the Robert Wood Johnson Foundation Initiative on the Future of Nursing at the Institute of Medicine, 2008). Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á alvarlegri stöðu klínískrar kennslu í grunnnámi í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og fjalla um stöðu mála og til hvaða úrræða er hægt að grípa. Forsagan Nám í hjúkrunarfræði á sér 40 ára sögu í Háskóla Íslands. Á þessum tíma hefur margt og raunar flest breyst. Fjársvelti hefur alla tíð háð starfsemi hjúkrunar­ fræðideildar sem hefur meðal annars gert það að verkum að klíníska kennslan hefur þróast hægar en æskilegt væri. Samþætting fræðilegs og klínísks náms er of stutt á veg komin. Hefur það haft í för með sér að hagnýting þekkingar og þjálfunar í umönnun og annarri framkvæmd á vettvangi er ekki eins skilvirk og verið gæti. Á fyrstu árum námsins voru nær engir fastráðnir kennarar í hjúkrunarfræði. Þá var námið rekið af kennurum sem flestir störfuðu á öðrum vettvangi og réðu þeir með sér stundakennara frá ári til árs í einstök námskeið. Þegar fastráðnum kennurum fjölgaði tóku þeir að sér umsjón námskeiða og kenndu að því marki sem mögulegt var, einkum fræðilega hluta kennslunnar. Fjöldi stundakennara hélst áfram mikill og nemendafjöldinn óx. Klíníska kennslan var að verulegu leyti með þeim hætti að einn kennari var daglega á vettangi með 6­8 nemendur. Námstími í klínísku námskeiði var að minnsta kosti 4 vikur og tíminn dag hvern 4­8 klukkustundir. Þessi kennari leiðbeindi nemendum með beinum hætti við framkvæmd hjúkrunar og ræddi skipulega um viðfangsefnin: fræðilegar forsendur, sérstöðu hvers og eins sjúklings og fjölskyldu hans, ákvarðanatöku, siðferðileg álitamál og flest það sem skiptir máli í tengslum við hjúkrun sérhvers einstaklings. Þetta fyrirkomulag hafði því verulega kosti. Hins vegar gat það verið galli að kennari var oftast utanaðkomandi aðili á sjúkradeild og þekkti þar af leiðandi ekki sjúklinga og starfsemi nægilega vel. Fyrirkomulagið krafðist einnig verulegs fjölda kennara. Þegar fleiri hjúkrunarfræðingar höfðu aflað sér framhaldsnáms var tekið upp það fyrirkomulag að hafa bæði sérfræðikennara og deildarkennara. Sérfræðikennari er hjúkrunarfræðingur sem hefur lokið meistaranámi og starfar að jafnaði í klíník og er ráðinn af háskólanum til að hafa umsjón með klínískri kennslu afmarkaðs hóps nemenda. Verkefni sérfræðikennara eru að fylgjast með viðfangsefnum nemenda og því að þeir vinni að námsmarkmiðum sínum. Hann heldur reglulega umræðufundi þar sem rædd eru fyrirframákveðin viðfangsefni, fer yfir klínískar ritgerðir og prófar í sumum tilvikum nemendur á vettvangi. Samhliða sérfræðikennurum eru skipaðir deildarkennarar úr hópi hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild. Í námi í heilsugæsluhjúkrun kallast þessir kennarar stöðvarkennarar. Deildarkennarar sjá um skipulagningu náms nemenda frá degi til dags. Þeir úthluta hverjum nemanda frá einum til sex sjúklingum til að annast dag hvern. Deildarkennari leggur einnig skriflegt mat á frammistöðu nemenda í lok námstímans samkvæmt hæfniviðmiðum hvers og eins námskeiðs. Þegar um álitamál varðandi frammistöðu nemenda er að ræða sjá sérfræðikennari og umsjónarkennari námskeiðs um matið. Nú hefur námstíma í sumum námskeiðum verið þjappað saman í tvær til þrjár vikur með lengri viðveru dag hvern. Upphaflega greiddi hjúkrunarfræðideild deildarkennurunum laun en því varð að hætta í sparnaðarskyni. Á meðan deildarkennarar þáðu laun fyrir starfið leiðbeindu þeir nemendum umfram aðra hjúkrunarfræðinga á deildunum. Eftir að greiðslur lögðust af eiga allir hjúkrunarfræðingar á vettvangi að deila ábyrgð á leiðsögn nemenda í samræmi við skyldur þeirra sem starfsmanna á háskólasjúkrahúsi. Þrátt fyrir að lengi hafi verið barist fyrir því að hjúkrunarfræðingar, sem leiðbeindu nemendum, hefðu samtímis ábyrgð á færri sjúklingum þá hefur það ekki gengið eftir. Leiðsögn nemenda bætist því ofan á dagleg störf hvers og eins hjúkrunarfræðings. Það er því ástæða til að óttast að nemendur fái ekki nægilega kennslu og eftirlit á klínískum vettvangi. við klínískar aðstæður. „Fjárveiting til starfsemi hjúkrunarfræðideildar dróst saman um þriðjung frá 2007 til 2012.“ Þessi þróun er mjög varasöm og við henni þarf að bregðast með öflugum hætti. Skýringarnar liggja í skorti á fjármagni en því til viðbótar er mjög mikið vinnuálag á hjúkrunarfræðingum á sjúkradeildum og hefur það stórlega dregið úr möguleikum þeirra til að leiðbeina nemendum. Augljóst er að nám við þessar aðstæður samræmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru. Engu að síður er aðdáunarvert hversu margir hjúkrunarfræðingar halda áfram að leiðbeina nemendum eftir bestu getu og á faglegan hátt þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður. Klínískt nám í hjúkrunarfræði Brýnt er að stemma stigu við þeirri þróun sem átt hefur sér stað á klínískri kennslu í grunnámi hjúkrunarfræðinga undanfarin ár. Nemendur þurfa markvissara klínískt nám til að vera í stakk búnir að veita þá umönnun sem skjólstæðingar þurfa. Þekking, mannafli og vilji er til staðar til að gera mun betur. Eftirfarandi er innlegg okkar til endurbóta en nú stendur yfir heildar endurskoðun á námskrá í hjúkrunarfræði í hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Klíníska kennslu þarf að skipuleggja á forsendum hjúkrunar sem starfsmiðaðrar fræðigreinar og þörfum íslensks samfélags fyrir hjúkrunarþjónustu. Leggja þarf áherslu á að samþætta þekkingu, klíníska færni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.