Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201318 Fjölmennur aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn 31. maí 2013. Á fundinum tók Ólafur G. Skúlason við embætti formanns félagsins. AÐALFUNDUR 2013 Elsa B. Friðfinnsdóttir, fráfarandi formaður, ávarpaði fundarmenn í upphafi fundar. Hún óskaði Ólafi G. Skúlasyni innilega til hamingju með kjörið og óskaði honum velfarnaðar í starfi formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Elsa sagði það hafa verið forréttindi að fá að vera formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga síðastliðin 10 ár þar sem starfið er gefandi og skemmtilegt og einnig vegna þess orðspors sem félagið hefur meðal almennings og hjá stjórnvöldum. Hún sagði gríðarlega margt hafa áunnist síðustu ár og miklar breytingar hafi orðið í öllu skipulagi og starfi félagsins. Brýnustu verkefni félagsins fram undan taldi hún vera að halda áfram að beita Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is sér alls staðar þar sem ákvarðanir um heilbrigðismál eru teknar, undirbúa kjara­ samninga sem eru fram undan og beita sér fyrir auknum fjárveitingum til hjúkrunar­ fræðináms. Hún brýndi hjúkrunar fræðinga til að nýta þau sóknar færi sem fram undan eru í heilsugæslunni og í öldrunar­ þjónustunni. Hjúkrunarfræðingar þyrftu að taka forystu í skipulagi og rekstri hjúkrunar­ móttöku í heilsugæslu og sú umræða sem fram undan er um flutning heilsu­ gæslunnar til sveitarfélaga er kjörið tæki­ færi fyrir hjúkrunar fræðinga til að taka stjórnina í þeim mála flokki. Hið sama gildir um öldrunar þjónustuna. Sam­ kvæmt áætlunum á að færa þjónustu við aldraða yfir til sveitar félaganna um næstu áramót, en undir búningi er hvergi nærri lokið þannig að þeirri yfir færslu seinkar eitthvað. Þá hvatti hún hjúkrunar fræðinga til að gefa kost á sér til setu í sveitar­ stjórnum í kosningunum næsta vor og sagði hjúkrunar fræðinga þurfa að vera pólitíska í hugsun, taka virkan þátt og vera þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Að loknu ávarpi sínu setti Elsa fundinn og lögbundin aðalfundarstörf hófust. Fjármál og félagsgjöld Reikningar félagsins og fjárhagsáætlun næsta starfsárs voru samþykktar. Staða félagssjóðs er góð enda mikil áhersla lögð á kostnaðarstýringu innan félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.