Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 5 Í fyrsta sinn í tíu ár hefur félagið fengið nýjan formann og því fylgja alltaf einhverjar áherslubreytingar. Hans bíða mörg erfið verkefni eins og kjarasamningar í byrjun 2014. Undirbúningur er þegar hafinn og mun nýtt kjararáð fljótlega taka til starfa. Á nýafstöðnum aðalfundi var samþykkt starfsáætlun stjórnar þar sem kemur fram að tími er kominn til að endurskoða ýmislegt í starfsemi félagsins. Hér eru tækifæri fyrir félagsmenn að taka þátt, segja sína skoðun og móta félagsstarfið. Til stendur einnig að endurskoða lög félagsins. Ýmislegt þarf að færa til betra horfs. Til dæmis er ljóst að svæðisdeildirnar starfa ekki eins og gert var ráð fyrir með lagabreytingum 2008. Stærsta deildin, Reykjavíkurdeild, er í raun hætt störfum. Finna þarf skipulagsgerð þar sem hjúkrunarfræðingar á ákveðnu landssvæði geta komið saman án þess að taka að sér þær rekstrarskyldur sem núverandi lög gera ráð fyrir. Hjúkrunarfræðingar í Vestmannaeyjum hafa til dæmis í mörg ár kallað eftir því að geta myndað samstarfsvettvang en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Annað hvert ár stendur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, ásamt helstu mennta­ stofnunum og vinnustöðum hjúkrunarfræðinga, fyrir vísindaráðstefnu, nú undir heitinu Hjúkrun 2013. Hún fer að þessu sinni fram í Reykjavík dagana 26.­27. september. Tímarit hjúkrunarfræðinga mun í sambandi við ráðstefnuna birta fylgirit með ritrýndum greinum. Það verður, eins og ráðstefnuritið með útdráttum, einungis gefið út rafrænt. Hér fylgjum við fordæmi aðalfundar og spörum pappír eins og hægt er. Í þessu tölublaði er birt ný ásýnd félagsins en hún mun koma fram á veggspjöldum með nýjum gildum félagsins, í bæklingum, í auglýsingum og í öðrum útgáfum félagsins. Hér er tækifæri fyrir félagsmenn og starfsmenn að spýta í lófa og legga sig fram við að kynna félagið fyrir almenningi. Gera má ráð fyrir að þetta efni verði nýtt í vetur til þess að vekja athygli almennings á stöðu og styrk hjúkrunarstéttarinnar. En fyrst er hvíldartími og tækifæri til að endurnærast. Sumarið getur verið annasamt og erfitt á heilbrigðisstofnunum en það er bjart og vonandi hlýtt þegar menn ganga til og frá vinnu. Allir fá svo eitthvert sumarfrí að nýta til hvíldar og afþreyingar. Ég óska öllum félagsmönnum og öðrum lesendum gleðilegs sumars. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Sími skrifstofu 540 6400 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi: Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Ásta Thoroddsen Bergþóra Eyólfsdóttir Dóróthea Bergs Kolbrún Albertsdóttir Oddný S. Gunnarsdóttir Vigdís Hrönn Viggósdóttir Þórdís Þorsteinsdóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson o.fl. Ljósmyndir: Christer Magnusson, Guðmundur Kr. Jóhannesson, Helga Atladóttir o.fl. Próförk og yfirlestur: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Póstdreifing FRÓÐLEGT ÁR FRAM UNDAN Margt er að gerjast í Félagi íslenskra hjúkrunar fræðinga og mun það birtast með ýmsu móti næstkomandi vetur. Nefna má kjara viðræður, ímyndarvinnu, breytingar á innra skipulagi félagsins og aðgengi félags­ manna að upplýsingum um félagið. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • eirberg@eirberg.is • Sími 569 3100 • eirberg.is HJÚKRUNARHEIMILI – LÆKNASTOFUR – SJÚKRAHÚS Gott skipulag skilar árangri Scan Modul birgðastýring • Heildstæðar lausnir fyrir heilbrigðisstofnanir • Sparar tíma, pláss og fjármuni • Aukin hagræðing og betri nýting á vörubirgðum Scan Modul vagnar • Birgðastýring á hjólum einfaldar vinnuferlið • Hreyfanleiki auðveldar aðgengi Guldmann endingargóði lyftarinn • Ný og falleg hönnun • Rafglenna á hjólastelli • Seglupphengi (herðatré) auðvelt í notkun Clean fyrir sturtu og salerni • Léttur og aðgengilegur stóll • Úrval aukahluta • Endingargóður og traustur Taurus göngugrindin • Hæðarstilling með gaspumpu • Hægt að nota í sturtu • Fyrir heimili og stofnanir Vandaðir og þægilegir vinnustólar sóma sér vel þar sem mest á reynir Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífs- gæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.