Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201338
Sigríður María Atladóttir, s.atla@talnet.is
Mér var falið verkefni! Fyrstu viðbrögðin
voru að afþakka boðið. Hvað hef ég fram
að færa? Leið mín lá í líkamsræktina mína
og fræi hafði verið sáð í huga minn. Á
gráum steinvegg í líkamsræktarsalnum
voru skilaboð sem ég ákvað að taka til
mín. „Ef þú gerir alltaf það sama, hvernig
geturðu þá búist við nýrri niðurstöðu?“
Einhver hafði hugsað til mín og treyst mér
fyrir þessu verkefni og þá var auðvitað
bara að vinda sér í það. Fyrst örlítið hik
en svo ákvað ég að halda áfram og deila
með lesendum hugleiðingum mínum um
fjölskylduhjúkrun á vökudeild.
Hverjum degi í starfi hjúkrunarfræðings
fylgja vandasöm úrlausnarefni. Í starfi
mínu á vökudeild mæti ég fjölskyldum í
gleði og sorg. Fjölskyldan gleðst yfir nýju
lífi, nýju upphafi. Flestir foreldrar hafa
undirbúið komu barnsins í heiminn og
hafa vonir um heilbrigðan nýbura. Fæstir
búast við að upphafið sé á vökudeild.
Það getur þess vegna verið krefjandi
verkefni fyrir mig sem hjúkrunarfræðing
að greina þarfir fjölskyldunnar varðandi
stuðning og fræðslu. Sumar fjölskyldur
hafa fengið undirbúning og vita að
einhverju leyti við hverju er að búast en oft
Sigríður María Atladóttir er
hjúkrunarfræðingur á vökudeild
Barnaspítala Hringsins.
er innlögn barns á vökudeild óundirbúin
eða með stuttan aðdraganda. Það er
tvennt ólíkt að takast á við stór verkefni
undirbúinn eða óundirbúinn. Þess vegna
reynir oft á hjúkrunarfræðinginn að
styðja við fjölskyldur með ólíkar þarfir og
væntingar. Hlutverk hjúkrunarfræðingsins
er svo margþætt og á vökudeild er
hjúkrunarfræðingurinn málsvari barnsins
og fjölskyldunnar á viðkvæmum
tíma í lífi þeirra. Það myndast oft
traust samband á milli fjölskyldu og
hjúkrunarfræðings sem er forsenda
þess að hjúkrunarfræðingurinn geti sinnt
hlutverki sínu sem best. Barn getur
þurft að leggjast inn á vökudeild vegna
ýmissa vandkvæða sem upp koma í
fæðingu eða eftir fæðingu. Stundum
þarf nýburi einungis skammvinnt eftirlit
eftir fæðingu en oft þarf barnið að dvelja
vikum og jafnvel mánuðum saman á
deildinni vegna fæðingar fyrir tímann eða
alvarlegra veikinda.
Eftir fæðingu ætti alltaf að reyna að
komast hjá aðskilnaði móður og barns.
Á fyrstu klukkustundunum og dögunum
fer fram mikilvæg tengslamyndun hjá
móður og barni sem er óneitanlega
trufluð ef barn leggst inn á vökudeild.
Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að
taka barn úr fangi foreldra og flytja
það á vökudeild en stundum er það
nauðsynlegt. Hjúkrunarfræðingur gegnir
þarna mikilvægu hlutverki í að stuðla að
samveru foreldra og barns og minnka
þannig áhrifin sem aðskilnaður getur haft
í för með sér. Með reynslu og þekkingu
öðlast hjúkrunarfræðingurinn færni til að
standa vörð um rétt barna og foreldra
til samveru þar sem öryggi barnsins
ÞANKASTRIK
FJÖLSKYLDUHJÚKRUN Á VÖKUDEILD
Skjólstæðingur hjúkrunarfræðings á vökudeild er ekki einungis litla nýfædda
barnið heldur einnig fjölskylda þess. Hlutverk hjúkrunarfræðingsins er
margþætt og á vökudeild er hjúkrunarfræðingurinn málsvari barnsins og
fjölskyldunnar á viðkvæmum tíma í lífi þeirra.
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. Í þankastriki gefst
hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmislegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta
fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum
til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.