Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 57
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 53 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER UMRÆÐA Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þrátt fyrir mikið vinnuálag og óánægju með laun var starfsfólk hjúkrunardeilda á landsbyggðinni almennt ánægt í starfi og kulnun mældist lítil. Kynja­ og starfsstéttahlutfall svarenda endurspeglaði veruleikann á hjúkrunardeildum, þ.e. að þar starfa nánast eingöngu konur og að hlutfall aðstoðarfólks og sjúkraliða er mun hærra en hjúkrunarfræðinga. Viðhorf til stofnunar og æðstu yfirmanna Viðhorf til stofnunarinnar, til dæmis ímyndar hennar í samfélaginu og þjónustugæða, voru almennt jákvæð. Meiri óánægju gætti með æðstu stjórnendur, yfirgnæfandi meirihluti var óánægður með launin og einungis um fimmtungur eygði möguleika á starfsframa. Samkvæmt evrópsku starfsánægjuvísitölunni skiptir ímynd stofnunarinnar talsverðu máli fyrir starfsánægju meðal Íslendinga en þó litlu meira en starfsframamöguleikar. Laun og yfirstjórn virðast skipta minna máli (Ómar H. Kristmundsson, 2007). Þar sem laun eru skilgreind sem ytri umbun starfs lýsa þau ekki endilega innri umbun starfsins, svo sem starfsánægju né samskiptum stjórnenda og starfsfólks (Branham, 2005; Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Hversu fáir reiknuðu með að vinna fram til starfsloka og áttu von á starfsframa vekur upp spurningar varðandi starfsumhverfið Tafla 1. Niðurstöður úr viðhorfakvarða Maslachs (MBI­GS), greindar eftir búsetu og starfi. I – Tilfinningaþrot II – Hlutgerving III – Starfsárangur Meðaltal (SD) Spönn Meðaltal (SD) Spönn Meðaltal (SD) Spönn Allir n=237 6,79 (4,5) 0­22 5,71 (4,7) 0­28 22,77 (5,2) 0­34 Austurland n=53 6,46 (4,7) 0­22 5,48 (4,1) 0­15 22,78 (4,5) 7­31 Norðurland n=78 5,93 (4,2)* 0­22 5,67 (5,8) 0­28 24,22 (4,5)* 7­34 Suðurland n=70 7,99 (4,9)* 1­22 5,73 (4,5) 0­21 22,13 (6,2) 0­33 Vesturland n=36 6,84 (3,8) 1­14 6,11 (3,8) 0­15 21,32 (4,9)* 4­29 Hjúkrunarfræðingar n=53 5,92 (3,9) 0­22 5,38 (4,1) 0­18 24,77 (4,2)* 16­34 Sjúkraliðar n=99 7,79 (4,7)* 1­22 6,01 (4,5) 0­21 22,01 (5,1) 0­30 Aðstoðarfólk n=85 6,05 (4,4) 0­17 5,40 (5,4) 0­28 22,64 (5,7) 2­33 * Marktækur munur (p<0,05) samkvæmt eftirprófi (Bonferroni post­hoc) við dreifigreiningu (ANOVA). Marktækur munur var á Norður­ og Suðurlandi hvað varðar tilfinningaþrot og Norður­ og Vesturlandi varðandi starfsárangur. Tilfinningaþrot mældust hæst meðal sjúkraliða og starfsárangur hæstur meðal hjúkrunarfræðinga. Tafla 2. Niðurstöður fjölþáttaaðhvarfsgreiningar fyrir hvern hinna þriggja undirþátta kulnunarkvarða Maslachs; tilfinningaþrot, hlutgervingu og starfsárangur. Hér koma fram þeir þættir úr almenna spurningalistanum um viðhorf til stjórnunar, sem sýndu marktæk tengsl við hvern undirþátt fyrir sig í aðhvarfsgreiningunni. I­Tilfinningaþrot II­Hlutgerving III­Starfsárangur Spurningar/fullyrðingar B (β) p B (β) p B (β) P Ímynd stofnunarinnar í samfélaginu er jákvæð 0,79 (0,16) 0,008 Ég stefni að því vera á núverandi vinnustað næstu tvö árin 0,57 (0,14) 0,029 0,98 (0,22) 0,001 Starf mitt er metið að verðleikum 1,07 (0,23) 0,000 ­1,26 (­0,27) 0,000 Ég er ánægð(ur) með núverandi vinnuaðstöðu mína 0,65 (0,15) 0,024 Ég finn fyrir ágreiningi milli starfsmanna og yfirmanns ­0,47 (­0,13) 0,047 Stjórnunarhættir næsta yfirmanns hafa áhrif á það að mér líður ekki vel í vinnunni ­0,55 (­0,16) 0,018 Ég er ánægð(ur) með laun mín hjá stofnuninni 0,66 (0,16) 0,013 Skjólstæðingar stofnunarinnar eru yfirleitt ánægðir með þjónustu hennar ­1,12 (­0,16) 0,014 R2 = 0,23 F5= 14,9; p = 0,000 R2 = 0,12 F2= 15,9; p = 0,000 R2 = 0,12 F3= 10,9; p = 0,000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.