Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 43 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER Tafla 1. Lýsandi tölfræði yfir það úrtak sjúklinga sem fóru í gerviliðaaðgerðir á mjöðm og hné á tíma 1, n=279. n % Aldur 67 ára og yngri 68 ára og eldri 152 123 55 45 Kyn Konur Karlar 148 130 55 45 Grunnmenntun Grunnskólapróf/fullnaðarpróf Gagnfræðapróf/landspróf Stúdentspróf 125 110 35 46 41 13 Aðalstarf Í launuðu starfi Á eftirlaunum Annað 130 117 29 47 43 10 Hefur starfað innan félags-/heilbrigðisþjónustu? Já Nei 70 206 25 75 Með langvinnan sjúkdóm? Já Nei 110 167 40 60 Ástæða innlagnar: Gerviliðaaðgerð á Hné Mjöðm 141 138 51 49 Fyrsta gerviliðaaðgerð? Já Nei 185 93 67 33 Sjúkrahús Landspítali Heilbrigðisstofnun Vesturlands Sjúkrahúsið á Akureyri 147 48 83 51 17 29 Áður legið á þessu sjúkrahúsi? Já Nei 208 69 75 25 Útskrifast Heim Á aðra stofnun Annað 151 51 6 73 25 3 undirsvið HPKE­ og HPRK­matstækjanna. Aðeins voru notuð gögn frá sjúklingum ef þeir höfðu svarað að minnsta kosti helmingi spurninganna, enda er mælt svo fyrir í leiðbeiningum höfunda (Rankinen o.fl., 2007). Breytur voru gerðar til að mæla mismun á væntingum til fræðslu (HPKE) og fenginni fræðslu (HPRK) á tíma 1 (T1) og 2 (T2) (HPKE­HPRK2) og 1 og 3 (T3) (HPKE­HPRK3). Meðaltöl EQ­5D og EQvas (á T1, T2, T3), HPKE (T1), HPRK (T2), HPRK (T3) og breyta um mismun á væntingum til fræðslu og fenginni fræðslu (T2 og T3) voru borin saman við bakgrunnsbreytur milli tímapunkta (T1, T2, T3) með stikuðum prófum: t­prófi, pöruðu t­prófi og einhliða dreifigreiningu, til að finna mun á meðaltölum. Dreifigreining endurtekinna mælinga var notuð til að athuga áhrif tíma á mat sjúklinga á fenginni fræðslu og heilsutengdum lífsgæðum sínum. Línuleg aðhvarfsgreining var gerð til að finna hvaða frumbreytur hafa sjálfstæð áhrif á mat á heilsufari á tíma 3. Miðað var við marktektarmörkin p<0,05. Gögn voru greind með SPSS, útgáfu 20. NIÐURSTÖÐUR Af 556 sjúklingum, sem uppfylltu þátttökuskilyrði og boðin var þátttaka í rannsókninni, bárust samþykki og spurningalisti 1 frá 279 (50,2%) þeirra. Öðrum spurningalista svöruðu 220 eða 79% af þeim sem svöruðu spuningalista 1 og þeim þriðja 210 sjúklingar eða 75% þeirra sem svöruðu á tíma 1. Meðalaldur þátttakenda var 65,4 ár (sf 10,3), og aldursbilið frá 37 til 87 ára. Til að bera saman niðurstöður við aldurshópa var þátttakendum skipt í tvo nokkuð jafna hópa eða þá sem voru ≤ 67 ára (n=152) og ≥ 68 ára (n=123). Langvinna sjúkdóma höfðu 70 konur og 40 karlar og var marktækur munur á kynjum (p<0,01). Meðallegutími var 6,6 (sf 3,3) dagar, en 73,5% þátttakenda dvöldu 5­8 daga á sjúkrahúsi. Ekki var munur eftir sjúkrahúsum á lengd legu. Flestum (89%) fannst sjúkrahúsdvölin hafa verið eins og þeir áttu von á. Tafla 1 sýnir lýðfræðileg einkenni úrtaksins. Væntingar og fengin fræðsla Meðaltal og staðalfrávik væntinga til fræðslu á tíma 1 var 1,2 (0,3) fyrir heildarlista HPKE. Sjúklingar höfðu mestar væntingar til fræðslu um lífeðlisfræðilega og færnitengda þætti, síðan reynslubundna en minni um fjárhagslega, siðfræðilega og félagslega (sjá töflu 2). Sjúklingar með meiri menntun höfðu minni væntingar til fræðslu, bæði á heildarlista og sviðum færni, reynslu og félagslegra þátta. Ekki kom fram annar munur á væntingum þátttakenda eftir bakgrunni. Meðaltal og staðalfrávik fyrir fengna fræðslu (HPRK) á tíma 2 var 1,8 (0,7) og 1,9 (0,8) á tíma 3. Fengin fræðsla sjúklinga var mest um lífeðlisfræðilega og færnitengda þætti, en síst um fjárhagslega þætti og á það bæði við um tíma 2 og 3. Þeim sem fóru í sína fyrstu gerviliðaaðgerð fannst þeir hafa fengið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.