Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Síða 43
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 39 er ávallt haft að leiðarljósi. Reynslan og þekkingin er mikilvæg en ekki síður umhyggjan fyrir fjölskyldunni og barninu. Það er ætíð vandmeðfarið að nálgast fjölskyldur við þessar aðstæður. Fjölskyldur eru ólíkar og upplifun þeirra getur verið ólík. Fyrir mér er það alltaf mikilvægt að átta mig á fjölskyldunni og sjá hvernig sé best að nálgast hana til þess að samskipti geti verið farsæl. Því þannig tel ég að hægt sé að styðja foreldra í að vera þátttakendur í umönnun og hjúkrun barnsins frá fyrstu stundu. Þegar börn dvelja löngum stundum á spítala vegna veikinda þurfa foreldrar oft að leggja allt sitt traust á þá aðila sem sinna barninu þeirra. Hjúkrunarfræðingurinn hefur það mikilvæga hlutverk að undirbúa fjölskyldur til að takast á við nýtt hlutverk sem oft og tíðum er frábrugðið því sem vonir foreldra stóðu til. Þegar fjölskylda kveður starfsfólkið á vökudeild og heldur heim fyllist ég stolti. Ég er stolt af fjölskyldunni sem hefur öðlast styrk til að takast á við komandi verkefni og ég er stolt af því að vera hjúkrunarfræðingur á vökudeild og hafa fengið að taka þátt í því að fylgja fjölskyldunni þennan veg. Ég skora á Jóhönnu Tryggvadóttur að skrifa næsta þankastrik. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi í aðdraganda alþingis- kosninga fyrirspurn til frambjóðenda þar sem þeir voru beðnir um að svara þrem mikilvægum spurningum um afstöðu þeirra til nokkurra heilbrigðismála. Skemmst er frá því að segja að þeir virtu bréfið að vettugi og svör voru fá og fábrotin. Fyrsta spurningin snérist um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Svo var spurt um jafn launastefnu og að lokum um hjúkrunar þjónustu aldraðra og afstöðu þing mannsefna til yfirfærslu öldrunar stofna til sveitarfélaga. Spurningar voru sendar til efstu manna í öllum sex kjördæmum og á öllum sex listum sem samkvæmt skoðana könnunum þóttu líklegir til að ná inn manni á Alþingi. Vonir stóð því til þess að fá 36 svör. Þau urðu þó ekki nema 11. Samfylkingin virtist við fyrstu skoðun áhugasömust um heil- brigðis mál því þaðan komu svör úr öllum kjördæmum. Svörin reyndust þó öll hljóða eins. Við nánari eftirgrennslan reyndust þau koma frá flokksskrifstofunni og ekki frá frambjóðendum. Fimm frambjóðendur eiga heiður skilið fyrir að taka sér tíma til að skrifa persónuleg svör. Það eru þau Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir frá Vinstri grænum, Róbert Marshall frá Bjartri framtíð, Vigdís Hauksdóttir frá Framsókn og Hanna Birna Kristjánsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum. HEILBRIGÐISMÁL EKKI FORGANGSMÁL ALÞINGISFRAMBJÓÐENDA Fr ét ta pu nk tu r   

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.