Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201342 sjúklingar sem fóru í slíkar aðgerðir frá janúar til nóvember 2010 á þeim þrem íslensku sjúkrahúsum sem framkvæma gerviliðaaðgerðir (Landspítala (LSH), Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (HVE)) og uppfylltu þau þátttökuskilyrði að vera eldri en 18 ára, skilja íslensku og vera ekki með hugrænar truflanir samkvæmt greiningu. Rannsóknaferlið og spurningalistar voru prófaðir með þátttöku 30 sjúklinga. Ekki reyndist þörf á breytingum og voru þeir sjúklingar með í úrtakinu. Matstæki Gögnum var safnað með þremur matstækjum. Tvö þeirra eru samhliða og meta annars vegar væntingar sjúklinga til fræðslu fyrir aðgerð (Hospital Patients’ Knowledge Expectations (HPKE)) og hins vegar fengna fræðslu (Hospital Patients’ Received Knowledge (HPRK)) og var sá listi lagður fyrir á tíma 2 og 3. Matstækin voru útbúin af hópi finnskra rannsakenda í samvinnu við sjúklinga og hjúkrunarfræðinga í klíník (Leino­Kilpi o.fl., 2005; Rankinen o.fl., 2007) og hafa verið notuð í Finnlandi áður. Þau innihalda sömu 40 efnisþættina og skiptast í sex undirsvið samkvæmt þekkingarsviðum eflandi fræðslu: 1) lífeðlisfræðilegt (8 spurningar um til dæmis sjúkdóm, einkenni og fylgikvilla), 2) færni (8 spurningar um til dæmis hreyfingu, næringu og svefn), 3) reynsla (3 spurningar um tilfinningar og fyrri reynslu), 4) siðfræði (9 spurningar um t.d. réttindi og skyldur, þagnarskyldu og trúnað), 5) félagslegt (6 spurningar um til dæmis fjölskyldu og sjúklingasamtök) og 6) fjárhagslegt (6 spurningar um til dæmis tryggingar og kostnað vegna meðferðar). Hver spurning í HPKE byrjar á „ég vænti fræðslu um …“ og hver spurning í HPRK byrjar á „ég fékk fræðslu um …“. Dæmi um innihald eru hvaða fylgikvillar geti fylgt meðferðinni, hvaða mataræði sé ákjósanlegast, hvaða tilfinningum sjúkdómur og meðferð geti komið af stað, aðgang að eigin sjúkraskrá, hvernig aðstandandi geti lagt sitt af mörkum við umönnun og réttindi í sjúkratryggingakerfinu. Svarmöguleikar hafa tölugildin 1­4, alveg sammála, sammála að hluta, ósammála að hluta, alveg ósammála og svarmöguleikinn á ekki við fær tölugildið 0. Lágt meðaltal gefur til kynna miklar væntingar (HPKE) og mikla fengna fræðslu (HPRK). Áreiðanleikastuðull (Cronbachs­alfa) íslensku spurningalistanna á tíma 1­3 var 0,96, 0,98 og 0,96 fyrir heildarlista og fyrir undirsviðin 0,68­0,88 (tími 1), 0,88­0,94 (tími 2) og 0,83­0,93 (tími 3). Heilsutengd lífsgæði voru metin með EQ­5D­matstækinu sem í eru fimm spurningar og einn kvarði, EQvas. EQ­5D­ spurningarnar eru um hreyfigetu, sjálfsumönnun, venjubundin störf og athafnir, verki/óþægindi og kvíða/þunglyndi. Svarmöguleikar eru þrír, auðvelt, nokkuð erfitt og erfitt/mjög mikið. Færri stig á EQ­5D táknar meiri lífsgæði. EQvas er 20 cm lóðréttur kvarði merktur frá 0­100 og táknar 0 „versta hugsanlega heilsuleysi“ og 100 „besta hugsanlega heilsufar“. Sjúklingar meta heilsu sína á kvarðanum „í dag“, þ.e. á þeim tíma sem þeir svara (EQ­5D, 2004; Szende o.fl., 2007). Bakgrunnsupplýsinga var aflað með spurningum um aldur, kyn, menntun, starf, hvort sjúklingur hefði starfað innan félags­ eða heilbrigðisþjónustu, hefði langvinnan sjúkdóm, tegund aðgerðar og hvort hann hefði áður farið í liðskiptaaðgerð. Enn fremur var spurt á tíma 2 hvort sjúkrahúsdvölin hefði verið eins og sjúklingur vænti. Þýðing matstækja Matstækið EQ­5D var þegar til á íslensku. Alþjóðlegum reglum um þýðingu matstækja var fylgt við þýðingu HPKE/HPRK­lista (Mapi­Institute, e.d.). Spurningalistar voru þýddir úr ensku yfir á íslensku af rannsakendum og síðan bakþýddir yfir á ensku af þýðanda með ensku sem móðurmál. Þýðingarnar voru bornar saman og örfáum atriðum breytt eftir bakþýðingar. Forprófun á mælitækjum var gerð meðal fimm einstaklinga á aldrinum 70 til 80 ára. Rannsakendur rýndu svör úr forprófun og tveim spurningum var örlítið breytt. Gagnasöfnun Innritunarstöðvar FSA og HSV sendu fyrsta spurningalistann ásamt kynningarbréfi og samþykkisbréfi í pósti með þeim fræðslugögnum sem venjan var að senda til sjúklinga sem fara í skipulagðar gerviliðaaðgerðir. Sjúklingar Landspítala fengu send rannsóknargögn þegar lá fyrir hvenær aðgerð var fyrirhuguð. Þeir sjúklingar, sem þáðu boð um þátttöku, skrifuðu undir samþykkisblað og sendu til rannsakanda ásamt útfylltum spurningalista. Rannsakandi skráði sjúklinginn í rannsóknina og sendi tengiliðum á sjúkrahúsunum kóðanúmer sjúklings. Þeir sáu síðan um að afhenda sjúklingi annan listann eftir útskriftarviðtal en fyrir útskrift. Sjúklingar voru beðnir um að fylla út listann fyrir heimferð og skila í lokuðu umslagi til hjúkrunarfræðings viðkomandi deildar. Síðasti listinn var sendur heim til sjúklinga, sem svarað höfðu fyrsta listanum, 6­7 mánuðum eftir aðgerðina. Mismunandi er eftir sjúkrahúsunum þremur hvernig sjúklingafræðslu er háttað. Skriflegt fræðsluefni er ýmist sent heim til sjúklinga við innköllun (FSA og HVE) eða afhent á innskriftarmiðstöð (LSH). Á Landspítala er sjúklingum ásamt aðstandanda boðið á hópfræðslufund nokkrum vikum fyrir aðgerð en misjafnt er hversu stór hluti sjúklinga þiggur það boð. Á öllum sjúkrahúsunum fá sjúklingar einstaklingsbundna fræðslu þegar þeir mæta í innritun stuttu fyrir aðgerð og hitta þá hjúkrunarfræðing, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og lækna. Fyrir þessa rannsókn var fræðsluaðferðum, sem tíðkuðust á sjúkrahúsunum, ekki breytt. Á öllum sjúkrahúsunum er formleg útskriftarfræðsla stuttu fyrir útskrift sjúklings. Siðfræði Vísindasiðanefnd veitti rannsókn leyfi (VSNb2009080003/03.7) og Persónuvernd var tilkynnt um rannsóknina. Tölfræðileg úrvinnsla Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa einkennum úrtaksins. Reiknað var meðaltal, staðalfrávik og spönn fyrir allar samfelldar breytur og tíðni og hlutföll fyrir flokkabreytur. Kí­kvaðratspróf var notað til að bera saman tvíkosta bakgrunnsbreytur. Fyrir hverja spurningu í EQ­5D­ og EQvas­kvarðann var reiknað meðaltal svara. Meðaltal var reiknað fyrir heildarlista og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.