Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201336 Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Segja má að bókin byggist á löngun höfundar til að losna úr fórna rlambshlut­ verkinu. Einhvers staðar las ég að hann fáist núorðið mest við að halda erindi um nýandlega stjórnunarsálfræði. Þetta seinna orð hefur á sænsku dálítið niðrandi blæ, managementpsykologi, hvernig á að snúa á starfsfólkið. Það má svo sem segja að ef allir starfsmenn tækju ábyrgð á neikvæðum hugsunum og tilfinningum sínum þá slyppi vinnuveitandinn undan því að taka ábyrgð á vinnuandanum. En þannig er bókin ekki hugsuð og hún fjallar lítið sem ekkert um aðstæður á vinnustöðum. Hins vegar hafa mörg fyrirtæki viljað fá höfundinn til að halda fyrirlestra og þannig hefur speki hans líklega fengið þennan management­ stimpil. Bókin gæti eins heitið Að velja hamingju en höfundur segir í einum kaflanum að þetta orð sé kannski of sterkt fyrir marga. Erfitt eða óþægilegt getur verið að takast á við hugsunina um að ef hamingjan er í mínu valdi þá hef ég kannski alla tíð valið óhamingju og valið að vera fórnarlamb. „Að taka saman margar bækur, á því er enginn endir, og mikil bókiðn þreytir líkamann,“ segir Predikarinn. Eflaust eru sjálfshjálparbækurnar fleiri nú en allar bækur samanlagðar í heiminum fyrir þrjú þúsund árum þegar höfundur Predikarans var uppi. Flest höfum við lesið einhverja sjálfshjálparbók og sumir hafa lesið margar. Er vit í því að lesa enn eina slíka bók? Hraðinn er mikill í lífi okkar og við teljum okkur varla hafa tíma til þess að lifa, hvað þá lesa. Helst þurfum við að fara á hraðlestrarnámskeið til þess að geta lesið bækur. En þetta er ekki bók til þess að lesa hratt heldur er það ætlun höfundar að lesendur staldri við, endurtaki mikilvægar málsgreinar og íhugi þær vel. Vandamálið er kannski að fáir gera æfingarnar sem mælt er með í sjálfshjálparbókum. Ef menn gerðu þær væri nóg að skrifa eina slíka bók og málið væri dautt. Valfrelsi Margir hugsa þannig, meðvitað eða ómeðvitað: Ef mér líður illa þá er það aðstæðunum eða öðru fólki að kenna. Mín líðan er undir öðrum komin. Af því leiðir að aðstæður þurfa að breytast eða aðrir þurfa að breyta sinni hegðun til þess að mér geti liðið vel. En Kay Pollak segir að við höfum alltaf val. Þetta er að vísu engin ný speki. Menn hafa sagt þetta frá örófi alda og æ oftar á síðustu öldum. Valfrelsið er til dæmis kjarninn í tilvistarstefnunni og í raun í allri frjálshyggju en þá með öðrum formerkjum. Að velja gleði fjallar um valfrelsi á sviði hugsana og tilfinninga. Við getum valið, segir Kay Pollak, að túlka atburði eða hegðun fólks á annan hátt en við erum vön. Um leið og við gerum það uppgötvum við eitthvað nýtt um umhverfi okkar. „Heimurinn breytist þegar ég breyti skynjun minni á honum.“ Þetta eru einföld orð en mikil speki. Ný túlkun þarf ekki endilega að vera sannleikurinn en hún er enn eitt stykki í pússluspilinu. En Kay Pollak gengur lengra: „Af hugsunum mínum um aðra mann eskju eru aðeins þær kærleiksríku sannar (...) Hugsa sér ef það kemur í BÓKARKYNNING FÓRNARLAMBIÐ KVATT Út er komin á íslensku bók sem hefur vakið mikla athygli á frummálinu og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Höfundur bókarinnar, Kay Pollak, er vel þekktur í Svíþjóð sem kvikmyndaleikstjóri en einnig sem fyrirlesari. Að velja gleði. Bók um að öðlast betra líf. Höfundur: Kay Pollak. Útgefandi: Draumsýn, Reykjavík. ISBN: 978-9935- 444-36-3. Bókin er 215 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.