Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201316 sjálfsvíg eða deyr með skyndilegum hætti haft afdrifaríkar afleiðingar sem mætti koma í veg fyrir ef gripið er nógu fljótt inn í. Spurningin er hvort við getum hugsað betur um þessa hópa,“ segir Þórdís. Rannsóknir á Íslandi Þórdís segir rannsóknarumhverfið á Íslandi vera að mörgu leyti gott. „Við fáum ekki stór úrtök í mörgum rannsóknum en eigum hins vegar auðvelt með að fá allt þýðið. Við fáum til dæmis hér á bráðamóttöku fólk af öllu landinu og stærðin á bráðamóttökunni er alveg á stærð við bráðamóttökur erlendis. Það ásamt rafræna sjúkraskrárkerfinu, stuttum boðleiðum og vel menntuðu og áhugasömu starfsfólki veitir okkur tækifæri til þess að gera mjög góðar rannsóknir sem eiga erindi í alþjóðlegu samhengi.“ Það sem Þórdísi finnst helst skorta í rannsóknum á Íslandi er aðgangur að tölfræðingum. „Það er alveg lýsandi hér og eitthvað sem mér finnst að spítalinn ætti að huga að. Við sækjum um styrki í vísindasjóð spítalans til þess að borga utanaðkomandi tölfræðingum. Betra væri að hafa aðgang að klínískum tölfræðingi tengdum spítalanum sem hefur áhuga á rannsóknum í heilbrigðisvísindum. Þetta er nú einu sinni háskólasjúkrahús. Þetta fyndist mér að ætti að koma inn í samstarfssamning milli spítalans og háskólans þannig að háskólinn útvegaði okkur tölfræðing, sem aftur hagnast af reynslunni og birtingum. Til þess að komast að í góðum tímaritum þarf helst að vera stimpill tölfræðings á greininni,“ segir hún. Margir hjúkrunarfræðingar vilja rannsaka en stundum er erfitt að útvega fé og rými til rannsókna. „Sjóðir eru til hjá hjúkrunarfélaginu og á Landspítala. Svo eru doktorssjóðir fyrir nema í HÍ og þá þarf að búa til doktorsnemastöður. Maður hefur heyrt að fólk flosni upp og hætti eftir eitt eða tvö ár þannig að þetta er barátta. Það sem ég sé framtíð í er til dæmis Evrópusamvinna. Landlæknir er til dæmis í evrópsku slysaskráningarverkefni. Ég veit ekki hvaða möguleikar eru þar fyrir doktorsnema en það má alveg huga að fleiri slíkum verkefnum. Þar þurfa menn að búa til heildaráætlanir. Þá myndum við kannski samþætta allar rannsóknir sem við erum að gera hér í eina áætlun um bráðaþjónustu og búa til stöður. Ég get alveg séð fyrir mér að þannig gæti maður sótt um peninga í framtíðinni. Það er margt hægt að gera þó að ég sé bara á byrjunarreit hér. Ég hef notað þennan vetur til þess að kynna mér hvað er að gerast og koma ákveðnum rannsóknum í gang og svo eru allir velkomnir með hugmyndir og ég vil hvetja sem flesta til þess að rannsaka,“ segir Þórdís. Þórdís hefur kennt svolítið í hjúkrunar fræðideild og tekið þátt í að móta nýtt meistaranám í hjúkrun bráðveikra sem er að byrja í haust. Hún hefur áhuga á að starfa meira við háskólann en segir að hún vilji leggja mesta áherslu á þverfaglegar rannsóknir. „Það þarf að brjóta niður deildarmúra innan háskólans og vinna með öllum sem koma að heilbrigðisþjónustu, sama hvaðan þeir koma. Við fengum til dæmis fyrirspurnir hingað frá íþróttafræðingum sem höfðu áhuga á höfuðáverkum í boltaíþróttum. Ég er vön því frá Svíþjóð að sitja í kaffitímum með mismunandi fagstéttum, velta upp hlutunum frá ýmsum hliðum og fá nýjar hugmyndir,“ segir Þórdís. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST POWERCARE A/S Sønderhøj 16 DK-8260 Viby J Tlf.: (+45) 45 540 540 www.powercare.dk Hjúkrunarfræðingar á skurðdeild Hjúkrunarfræðingar á lyflækningadeild Svæfingahjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar á skilunardeild Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Hjúkrunarfræðingar á nýburðardeild Hjúkrunarfræðingar á blóð- og krabbameinslækningadeild Hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild Ljósmæður Við borgum fyrir allt og skipuleggjum ferð þína og dvöl. Við erum félagi þinn! Með jöfnu millibili verðum við með ráðningarviðtöl í danska sendiráðinu í Reykjavík. Nánari upplýsingar: Sími: (+45) 45 540 540 Hægt er að fylla út umsóknar- eyðublað á heimasíðu okkar: www.powercare.dk Leitað er að hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðrum til Noregs – á mjög eftirsóknarverðum kjörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.