Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 24
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201320
Starfsreglur siðaráðs og endurskoðaðar
starfsreglur siða og sáttanefndar voru
einnig samþykktar.
Lagabreytingar
Tillögur stjórnar FÍH um breytingar á
lögum félagsins á 3. grein um fulla aðild,
fagaðild og aukaaðild, 13. grein um
formannskjör og 35. grein (sem verður
37. grein) um allsherjaratkvæðagreiðslu
voru samþykktar. Þá voru samþykktar
tvær nýjar lagagreinar um siða og
sáttanefnd og um styrktarsjóð. Vegna
nýju greinanna hliðrast númeraröð
lagagreinanna til þannig að greinar 27 til
38 verða nú 29 til 40.
Lagabreytingartillaga Aðalheiðar D. Matt
hías dóttur og Evu Hjörtínu Ólafs dóttur
um að fella út svæðisdeild höfuð borgar
svæðisins úr 15. grein um svæðis deildir
var felld svo og tillaga stjórnar svæðis
deildar Suður lands um að bæta við
svæðis deild Vest mannaeyja í 15. greinina.
Líflegar umræður sköpuðust um tilgang og
hlutverk svæðis deilda og var rætt meðal
annars hvort einstaka land svæði gætu
stofnað fagdeild. Bent var á að fundurinn
hefði þegar samþykkt heildarendurskoðun
laga félagsins í starfsáætlun stjórnar og
var ítrekað að taka þessa umræðu inn í
þá endurskoðun.
Kosningar
Kjörnefnd auglýsti eftir framboðum til
formanns félagsins fyrir kjörtímabilið
20132015. Sjö framboð bárust, frá
þeim Elínu Hönnu Jónsdóttur, Herdísi
Gunnarsdóttur, Margréti Guðjónsdóttur,
Ólafi G. Skúlasyni, Ragnheiði Gunnars
dóttur, Sigríði Snæbjörnsdóttur og Vigdísi
Hallgrímsdóttur. Sigríður Snæbjörnsdóttir
dró síðar framboð sitt til baka.
Allsherjaratkvæðagreiðsla fór fram 1.11.
mars síðastliðinn en hún var úrskurðuð ógild
að undangenginni kæru eins frambjóðanda.
Endurtekning á allsherjar atkvæðagreiðslu
fór fram 19.29. apríl 2013. Á kjörskrá voru
3.687. Atkvæði greiddu 2.265 eða 61,4%
atkvæðisbærra félagsmanna og skiptust
atkvæði þeirra þannig:
Nafn Fjöldi atkvæða %
Herdís Gunnarsdóttir 118 5,2
Ólafur G. Skúlason 1097 48,4
Elín Hanna Jónsdóttir 12 0,5
Vigdís Hallgrímsdóttir 845 37,3
Margrét Guðjónsdóttir 120 5,3
Ragnheiður Gunnarsdóttir 69 3,0
Auðir seðlar og ógildir 4 0,2
Formannskjöri lýst
Kjörnefnd lýsti Ólaf G. Skúlason rétt
kjörinn formann Félags íslenskra hjúkr
unar fræðinga fyrir kjörtímabilið 2013
2015. Ólafur ávarpaði fundarmenn og
þakkaði það traust og þann stuðning
sem hann hlaut í kjöri til formanns FÍH og
sagðist hlakka til að takast á við krefjandi
og viðamikið starf formannsins og sagði
það heiður að fá að vinna að málefnum
hjúkrunarfræðinga fyrir hjúkrunar fræðinga.
Hann þakkaði fráfarandi formanni fyrir
sitt ötula starf í þágu hjúkrunarfræðinga
síðastliðinn áratug og sagði erfitt að
feta í þau fótspor. Ólafur sagði mörg
verkefni bíða en helsta verkefnið væri
gerð nýrra kjarasamninga og ljóst að þar
væri á brattann að sækja. Helstu kröfu
hjúkrunarfræðinga sagði hann vera að
jafna laun þeirra við aðrar sambærilegar
stéttir innan ríkisins og að það væri
algerlega ólíðandi að hefðbundnar
kvennastéttir væru ekki með sömu laun
og sambærilegar hefðbundnar karlastéttir.
Hann sagði ákveðinn sigur hafa unnist
síðastliðinn vetur þegar þáverandi
Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, haldinn á Hótel Natura
föstudaginn 31. maí 2013, fagnar því að í stjórnarsáttmála nýrrar
ríkisstjórnar sé tekið fram að bæta eigi árangur á sviði jafnréttismála
og vinna gegn kynbundnum launamun. Félagið minnir á að vinna gegn
kynbundnum launamun er þegar hafin. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
hvetur stjórnvöld til að vinna að aðgerðaráætlun tengdri launamun kynjanna
í samráði við stéttarfélög fyrir 1. október 2013 með það að markmiði að
hægt verði að útfæra hana við gerð næstu kjarasamninga.
Ályktun um kjaramál
Ólafur og Elsa fengu bæði blóm frá stjórn félagsins.