Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201326 Á þriðja degi göngunnar lá leiðin í átt að Emstrum. Segja má að þarna hafi reynt hvað mest á taugarnar í þessari göngu. Veður var hvasst, rigning á köflum en leiðin frá Álftavatni að Emstrum er einsleit. Það var þarna sem söngkonan Adele studdi við bakið á okkur með sínum fagra söng. Ævintýralegt var að vaða yfir ár og sjá fjölbreytileikann í landslaginu á þessari göngu. Þegar við komum í Emstrur vorum við mjög blautar og sjaldan jafn glaðar að komast í húsaskjól eins og þarna. Við vorum í yndislegum fjallakofa þar sem allt var til alls. Við hituðum okkur kjötsúpu þennan dag og alveg passaði máltíðin við veðrið. Um kvöldið sungum við og höfðum gaman saman. Jæja, nú var komið að því að ljúka göngunni. Upp var risinn lokagöngudagur, ákaflega skýr og fagur. Ja, hérna, sólin sem tók á móti okkur þennan morgun var alveg með eindæmum. Áttum við að hafa með okkur regnfötin þennan dag? Ekki ský á himni! Það átti eftir að fara aðeins öðruvísi en við áttum von á. Við fengum sól og blíðu í hálftíma. Allar búnar að setja á okkur sólarvörn 30­50. Síðan kom rigningin og það hætti ekki að rigna fyrr en við fórum að grilla í Þórsmörk. Það var þegar við gengum yfir Almenninga að þrumur heyrðust nálægt okkur. Svo miklar þrumur og eldingar höfum við hvorki fyrr né síðar séð. Við héldum okkar striki og gengum áfram, fórum fram úr útlendingum sem voru í skjóli frá þrumunum. Nei, okkur fannst ekki þörf á því að fara í skjól út af þrumunum en útlendingarnir vildu bíða. Eftir það fékk gönguhópurinn nafnið Þrumurnar. Áfram héldum við, alltaf jafnglaðlyndar og ákveðnar að ná okkar markmiði að komast í Þórsmörk að grilla. Þröngá fór engum vettlingatökum um okkur heldur lét okkur hafa fyrir því að komast yfir ána áður en við komum að Þórsmörk. Þetta var bara spennandi. Svona blautar eins og við vorum þarna, já, nei, það er ekki hægt að verða blautari. Þegar við vorum búnar að koma okkur fyrir í skála Ferðafélags Íslands í Þórsmörk og fara í sturtu var hafist handa við stórsteik dagsins sem var ekki af lakari endanum. Namminamm, hvað matur er góður þegar maður hefur unnið fyrir honum. Þetta kvöld var jafnyndislegt og hin kvöldin. Það má segja að viss þreyta hafi verið komin í ferðarfélagana, enginn þó með harðsperrur eða aðra vanlíðan fyrir utan smá­fótasærindi. Allt innan eðlilegra marka. Bara eilíf hamingja og gleði. „Bruncharar“ eru nú að undirbúa sig fyrir göngu sumarsins og finnst okkur líklegt að það verði árviss viðburður að fara í göngu saman. Við hittumst núna vikulega til æfinga og látum veðrið ekki stoppa okkur. Við mælum eindregið með því að hjúkrunarfræðingar og aðrir áhugasamir fari þessa skemmtilegu leið. Leiðin er orðin mjög vel stikuð og því vel hægt að fara án leiðsögumanns ef undirbúningur er réttur. Hægt er að fara með allt á bakinu eða njóta þess að láta keyra farangurinn. Við fórum í þessa ferð til að njóta samvista hver við aðra og til að hafa það gott. Við hittum áhugavert fólk á leiðinni og sáum stórfenglega náttúrufegurð. Þessi ferð verður lengi í huga okkar og munum við fá sól í hjarta við að hugsa til baka til þessarar yndislegu göngu. Þrumurnar voru: Helga Atladóttir, Erla Dögg Ragnarsdóttir, Bryndís María Davíðsdóttir, Guðrún Jóna Sigurðardóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ingveldur Erlingsdóttir. Aðrir „Bruncharar“ eru: Halldóra Hálfdánardóttir, Hulda Pétursdóttir, Sólveig Hulda Valgeirsdóttir, Sigríður Erla Sigurðardóttir, Hildur Björk Rúnarsdóttir, Stella Ingigerður Steinþórsdóttir og Elísabet Hlín Adólfsdóttir. Að morgni í Emstrum. Frá vinstri Helga Atladóttir, Bryndís María Davíðsdóttir, Guðrún Jóna Sigurðardóttir, Erla Dögg Ragnarsdóttir, Ingveldur Erlingsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.