Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 37 ljós að þetta er alltaf rétt!“ Það er, ef við veljum að túlka hegðun annarra á kærleiksríkan hátt, og það um leið veldur okkur gleði og hamingju frekar en gremju og pirringi, er líklegra að sú túlkun sé sannari en ella. Þetta er svo djúpt hugsað að ég fann fyrir svima þegar ég las það. Ég vitnaði í Predikarann hér á undan. Hann segir einnig: „Ver þú eigi fljótur til að láta þér gremjast, því að gremja hvílir í brjósti heimskra manna.“ Það er, gremjan gerir mann heimskan. Kærleikur opinberar sannleikann en gremja hylur hann. Hjúkrun snýst um að sinna veiku fólki eða aðstoða það við að halda heilsu. Hvernig getur þessi boðskapur komið að gagni hér? Hvaða áhrif hefur það á veikindi að velja óhamingju eða að sjá sig vera fórnarlamb? Um þetta fjallar höfundurinn í kafla sem heitir Hver er ég? og svo áfram í næstu köflum. Það er staðreynd að hugsanir fólks um sjálft sig hafa lífeðlisfræðileg áhrif á líkama þess. Það er vel þekkt að andlegt álag getur valdið til dæmis blóðþrýstingshækkun. Kay Pollak heldur því fram að neikvæðar hugsanir og óhamingja hafi beinlínis áhrif á hverja frumu í líkamanum. Hjúkrunarfræðingar geta því gert mikið gagn með því að aðstoða fólk við að breyta hugsanagangi sínum. Þegar þetta allt leggst á eitt getur það haft mikil lýðheilsuáhrif. Frávarp og fyrirgefning Allt sem hér hefur verið sagt kemur fram í fyrri hluta bókarinnar en höfundur kallar hann grunnnámskeiðið. Bókin er hins vegar í fimm hlutum. Í öðrum hluta er fjallað um það sem hann nefnir frávarp, að varpa frá sér ábyrgðinni á eigin hugsunum og tilfinningum. Þegar við veltum ábyrgðinni yfir á aðra er það í raun árás á þá manneskju og því eins konar ofbeldi, segir höfundur. Slík árás býr þó alltaf til sektarkennd en sektarkennd og hamingja eiga ekki saman. Kay Pollak heldur svo áfram að byggja á grunninnum með því að bæta við fleiri atriðum eins og sjálfsmati, fyrirlitningu og einelti og listinni að fyrirgefa sjálfum sér. Að lokum er komið að framhaldsnámskeiðinu en það snýst um að gera upp við óttann við refsingu. Þegar lesandinn hefur með æfingum náð að vera hamingjusamur að verulegu leyti finnst honum að hljóti að koma að því að honum verði refsað fyrir. Á eftir hamingju verði að koma óhamingja. „Svona vel getur manni ekki liðið án þess að hegnast fyrir það.“ Flest könnumst við við þennan ótta því okkur finnst að við eigum varla skilið að vera svona óendanlega hamingjusöm. Þegar okkur tekst að frelsa okkur undan þessum ótta erum við útskrifuð og þurfum ekki lengur leiðsagnar Kays Pollaks með. Góð sjálfshjálparbók Sem ritstjóri hnýt ég um val þýðanda þegar kemur að því að setja fram kynbundin orð. Áráttan að forðast kynjamisrétti veldur stundum því að textinn verður óþarflega þungur, og leiðigjarnt er að lesa aftur og aftur: „Ég ein/n get valið hugsanir mínar um sjálfa/n mig“, „Á þann hátt er ég skapari sjálfrar/ sjálfs mín“ eða „... þú ert vön/vanur að vera pirruð/aður eða öskureið/ur ...“. Betra væri að velja eitt kyn og halda sig við það. Höfundurinn er karlmaður og ég held að allir sem lesa bókina séu fullfærir um að hugsa þessar setningar út frá eigin kyni. En þetta eru smámunir sem mega ekki skyggja á boðskapinn í bókinni. Ég hef því valið að horfa fram hjá þessu við lestur bókarinnar og nefni þetta mest til umhugsunar fyrir lesendur sem hyggjast skrifa leiðbeiningar til sjúklinga eða þess háttar texta. Þetta er nefnilega sjálfshjálparbók sem vit er í að lesa. Bókin er auðlesin og vel upp sett. Röksemdafærslan er skýr og lesandinn skilur strax hvernig allt í bókinni hangir saman. Hver kafli leiðir lesandann áfram en sumt getur vakið ófyrirséð viðbrögð. Þá er um að gera að staldra við, láta hugann reika og fara sér svo hægt við lesturinn. Bókin fjallar um að breyta gömlum grundvallarhugsunum sem við höfum alist upp við frá fæðingu en það er ekki gert á einni kvöldstund. Best er að líta á bókina sem námskeið og gera ráð fyrir að það taki vikur eða mánuði. Uppskeran gæti hins vegar orðið stórfengleg. Fr ét ta pu nk tu r Stjórn Rannsóknasjóðs Ingibjargar R. Magnús dóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til doktorsnema í hjúkrunar- og ljós móðurfræðum. Heildar upphæð styrkja er 1 milljón króna. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2013. Rafræn umsóknar eyðu blöð er að finna á heimasíðu Rann- sókna stofnunar í hjúkrunar fræði, www. rsh.hi.is. Markmið sjóðsins er að efla rann- sóknir í hjúkrunar- og ljós móður- fræðum. Styrkir verða veittir til rann sóknaverkefna hjúkrunar - fræðinga og ljósmæðra í doktors- námi. Nánari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, verkefnisstjóri RSH, á netfanginu margbjo@hi.is. Hægt er að styrkja sjóðinn með ýmsu móti, til dæmis vegna árgangs afmæla eða útskriftar. Einnig er hægt að senda minningar - kort og tækifæriskort. Fjár hæðir má leggja inn á banka reikning 0513-26-004057 hjá Íslandsbanka. Kennitala styrktar sjóða HÍ er 571292-3199. STYRKIR TIL DOKTORSNEMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.