Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Side 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 20136 FRÉTTAPUNKTUR Á aðalfundi fagdeildar krabbameins hjúkrunar­ fræðinga 7. mars sl. var kynnt ákvörðun stjórnar fagdeildar að gera Kristínu Auði Sophusdóttur að fyrsta heiðursfélaga fagdeildarinnar. Svo vitað sé er það í fyrsta sinn sem fagdeild útnefnir heiðursfélaga en í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru þeir núna 10. HEIÐURSFÉLAGI FAGDEILDAR KRABBAMEINSHJÚKRUNAR FRÆÐINGA Í ár barst 21 umsókn í B-hluta vísindasjóðs. Stjórn sjóðsins ákvað að veita 18 styrki til hjúkrunarfræðinga sem stunda rannsóknir á sviði hjúkrunarfræði, samtals að upphæð rúmar 7 milljónir króna. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 8. maí í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut. Veittir voru 9 styrkir til vísindarannsókna, 4 til rannsókna í doktorsnámi og 5 til rannsókna í meistaranámi. Vísindasjóður félagsins styrkir einnig árlega alla félags- menn sína til símenntunar í faginu í gegnum A-hluta 18 hjúkrunarfræðingar hlutu styrk úr B­hluta vísindasjóðs 2013 Kristín Auður Sophusdóttir lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1974. Hún hefur síðan lokið sérnámi í hjúkrun hand­ og lyflækninga frá Nýja hjúkrunarskólanum, sérnámi í krabbameinshjúkrun við Finseninstitutet í Kaupmannahöfn, BS­prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1995 og diplómanám í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá EHÍ. Kristín hefur verið stjórnandi mestallan sinn starfsferil og tekið þátt í stofnun flestra sérhæfðra krabbameinsdeilda Landspítalans. Hún var hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítalanum frá 1993 og við sameiningu sjóðsins. Nýlega fengu félagsmenn úthlutað úr A-hluta vísindasjóðs án umsóknar. Samtals greiddi félagið út rúmar 132 milljónir úr A-hluta vísindasjóðs til félagsmanna. Þetta er einstakt þar sem mjög fá stéttarfélög eiga vísindasjóð. Flestir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn gáfu eftir slíka sjóði í kjarasamningum 2008 en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur mikla áherslu á að styðja við vísindavinnu félagsmanna. Með þessum styrkjum leggur félagið sitt af mörkum til þess að efla þekkingu og nýsköpun í hjúkrun og þar með bæta heilbrigðisþjónustuna á Íslandi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.