Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 20136 FRÉTTAPUNKTUR Á aðalfundi fagdeildar krabbameins hjúkrunar­ fræðinga 7. mars sl. var kynnt ákvörðun stjórnar fagdeildar að gera Kristínu Auði Sophusdóttur að fyrsta heiðursfélaga fagdeildarinnar. Svo vitað sé er það í fyrsta sinn sem fagdeild útnefnir heiðursfélaga en í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga eru þeir núna 10. HEIÐURSFÉLAGI FAGDEILDAR KRABBAMEINSHJÚKRUNAR FRÆÐINGA Í ár barst 21 umsókn í B-hluta vísindasjóðs. Stjórn sjóðsins ákvað að veita 18 styrki til hjúkrunarfræðinga sem stunda rannsóknir á sviði hjúkrunarfræði, samtals að upphæð rúmar 7 milljónir króna. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 8. maí í húsnæði félagsins að Suðurlandsbraut. Veittir voru 9 styrkir til vísindarannsókna, 4 til rannsókna í doktorsnámi og 5 til rannsókna í meistaranámi. Vísindasjóður félagsins styrkir einnig árlega alla félags- menn sína til símenntunar í faginu í gegnum A-hluta 18 hjúkrunarfræðingar hlutu styrk úr B­hluta vísindasjóðs 2013 Kristín Auður Sophusdóttir lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1974. Hún hefur síðan lokið sérnámi í hjúkrun hand­ og lyflækninga frá Nýja hjúkrunarskólanum, sérnámi í krabbameinshjúkrun við Finseninstitutet í Kaupmannahöfn, BS­prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1995 og diplómanám í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá EHÍ. Kristín hefur verið stjórnandi mestallan sinn starfsferil og tekið þátt í stofnun flestra sérhæfðra krabbameinsdeilda Landspítalans. Hún var hjúkrunarframkvæmdastjóri á Landspítalanum frá 1993 og við sameiningu sjóðsins. Nýlega fengu félagsmenn úthlutað úr A-hluta vísindasjóðs án umsóknar. Samtals greiddi félagið út rúmar 132 milljónir úr A-hluta vísindasjóðs til félagsmanna. Þetta er einstakt þar sem mjög fá stéttarfélög eiga vísindasjóð. Flestir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn gáfu eftir slíka sjóði í kjarasamningum 2008 en Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur mikla áherslu á að styðja við vísindavinnu félagsmanna. Með þessum styrkjum leggur félagið sitt af mörkum til þess að efla þekkingu og nýsköpun í hjúkrun og þar með bæta heilbrigðisþjónustuna á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.