Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201348
ÚTDRÁTTUR
Rannsóknir sýna að stjórnunarhættir hafa áhrif á starfsánægju
og þjónustuna sem veitt er á heilbrigðisstofnunum. Enn fremur
hefur verið sýnt fram á að starfsánægja hafi áhrif á heilbrigði
starfsfólks og að skipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir geta
haft neikvæð áhrif á starfsánægju og líðan. Tilgangur þessarar
rannsóknar var að kanna líðan starfsfólks hjúkrunardeilda
meðalstórra heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og viðhorf
þess til stjórnunar. Könnuð voru tengsl starfsánægju, líðanar
starfsfólks og stjórnunarlegra þátta og athugað hvort munur
væri á landshlutum og ólíkum starfsstéttum. Rannsóknin var
lýsandi spurningakönnun meðal allra (410) hjúkrunarfræðinga,
sjúkraliða og aðstoðarfólks í hjúkrun á 14 hjúkrunardeildum utan
höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Svarhlutfall var 74%. Spurt
var um starfsánægju, líðan, samstarf og viðhorf til stjórnunar
og yfirmanna. Líðan í starfi var metin með kulnunarkvarða
Maslachs (MBIGS). Gagnaöflun fór fram frá nóvember 2009
til janúar 2010. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda var ánægður í
vinnunni (90%) og 69% hugðust vera á sama vinnustað næstu
ár. Þrír af hverjum fjórum voru ánægðir með næsta yfirmann
sinn og vinnuaðstöðu, en einungis 47% með æðstu yfirmenn
stofnunar. Langflestir (74%) voru óánægðir með laun sín.
Þriðjungur svarenda hafði orðið var við einelti á vinnustaðnum.
Kulnun mældist lítil, þ.e. tilfinningaþrot 6,79 (±4,5), hlutgerving
5,71 (±4,7) og starfsárangur 22,77 (±5,2). Marktæk tengsl voru
milli líðanar í starfi og viðhorfa til starfs og stjórnunar, einkum
varðandi tilfinningaþrot (R2 = 0,23, p<0,001). Á Suður og
Vesturlandi mældist almennt meiri óánægja og vanlíðan í vinnu
en á Norður og Austurlandi. Munur á starfsstéttum var lítill en
kom þó fram varðandi líðan og afstöðu til stjórnunar í nokkrum
atriðum. Niðurstöðurnar sýna að starfsfólk hjúkrunardeilda
á landsbyggðinni er almennt ánægt í vinnunni og kulnunar
gætir lítið þrátt fyrir mikið vinnuálag, óánægju með laun og
sparnaðartengdar breytingar undanfarin ár. Talsverður munur er
á landshlutum en minni eftir starfsstéttum. Starfsánægja og líðan
tengjast viðhorfum til stjórnunar og huga ber að markvissari
stjórnun, ekki síst í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Lykilorð: Landsbyggð, heilbrigðisstarfsfólk, stjórnun, starfs
ánægja, líðan í starfi.
INNGANGUR
Þegar rannsóknir eru skoðaðar um áhrif starfsánægju á heilsufar
er í flestum tilfellum rætt um sálfélagslega þætti eins og kulnun
og vinnustreitu. Þessir þættir fara oft saman vegna áhrifa
neikvæðs mats á starfi og þeim aðstæðum sem starfsfólk býr
við á vinnustað til lengri tíma. Rannsóknir sýna að vinnuaðstæður
heilbrigðisstarfsfólks, þar á meðal samskipti starfsfólks og
stjórnenda, hafa áhrif á starfsánægju og þá heilbrigðisþjónustu
sem veitt er (Newman og Lawler, 2009). Enn fremur hefur verið
sýnt fram á að starfsánægja hafi áhrif á heilbrigði starfsfólks
(Faragher o.fl., 2005; Fischer og SousaPoza, 2009).
Hallfríður Eysteinsdóttir, Landspítala – háskólasjúkrahúsi
Hermann Óskarsson, Háskólanum á Akureyri
Ragnheiður Harpa Arnardóttir, Háskólanum á Akureyri og Sjúkrahúsinu á Akureyri
HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK HJÚKRUNARDEILDA Á LANDS
BYGGÐINNI: VIÐHORF TIL STJÓRNUNAR OG LÍÐAN Í STARFI
ENGLISH SUMMARY
Eysteinsdottir, H., Oskarsson, H., and Arnardottir, R.H.
THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING (2013), 89 (3), 4856
HEALTH CARE STAFF OF REGIONAL NURSING
UNITS: ATTITUDES TO ADMINISTRATION AND
PROFESSIONAL WELLBEING
Management in healthcare organizations can affect job
satisfaction and the service provided. The literature also
shows a relationship between job satisfaction and wellbeing
of healthcare workers and organizational changes and budget
cuts can affect these factors in a negative way. The aims of this
study were to investigate the attitudes towards management
among healthcare workers in longtermcare wards in rural
Iceland, as well as their wellbeing. Possible relationships
between job satisfaction, wellbeing at work and management,
along with regional and occupational differences, were
explored. A crosssectional survey among nurses, licensed
practical nurses and assisting nursing personnel (410) was
conducted in 14 longterm wards outside the capital area
and Akureyri. Response rate was 74%. Questions were asked
about jobsatisfaction, wellbeing, and attitudes towards the
organization and management. The Maslach’s burnout scale
(MBIGS) was used to measure burnout. Data were collected
between November 2009 and January 2010. A large majority
of participants (90%) was quite satisfied at work and 69%
planned to continue working at their current ward. Three
out of four were satisfied with their supervisor next in line
and working conditions, but only 47% were satisfied with
the supreme management. Most participants (74%) were
unsatisfied with their wages. One third of the participants
had noticed workplace bullying. Burnout was low. Significant
relationship between wellbeing at work and attitudes towards
management was found, especially regarding emotional
exhaustion (R2 = 0.23, p<0.001). Participants working far
away from the capital were more content at work than those
living nearer to Reykjavík. Occupational differences were
scarce. Study findings indicate that healthcare workers in
longterm care in rural Iceland show high work satisfaction
and little signs of burnout, in spite of high workload, low
salary and repeated organizational changes. Job satisfaction
and wellbeing is related to management. Prominent regional
differences show that efficiency management is especially
important in rural regions near the capital town area.
Keywords: Rural area, healthcare workers, management, job
satisfaction, wellbeing at work.
Correspondence: rigoletto@live.com