Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 2013 3 Formannspistill Ég vil byrja fyrsta formannspistil minn á að þakka ykkur, kæru félagsmenn, fyrir það traust og þann stuðning sem þið sýnduð mér í nýafstöðnum kosningum til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ég hlakka til að takast á við krefjandi og viðamikið starf formannsins og heiti því að gera mitt allra besta til að tryggja hagsmuni allra hjúkrunarfræðinga og vinna ötullega að eflingu hjúkrunar í íslensku samfélagi. Fram undan eru mörg verkefni sem við hjúkrunarfræðingar munum takast á við. Viðamesta verkefnið verður án efa gerð nýrra kjarasamninga. Stórt skref var stigið sl. vetur þegar fráfarandi ríkisstjórn viðurkenndi að um kynbundinn launamun væri að ræða hjá ríkisvaldinu og hóf aðgerðir til að útrýma honum. Það er algerlega óviðunandi að hefðbundnar kvennastéttir fái ekki sambærileg laun við hefðbundnar karlastéttir með sambærilega menntun og ábyrgð. Það hlýtur því að vera okkar helsta krafa að jafna laun hjúkrunarfræðinga á við laun annarra háskólamenntaðra stétta hjá ríkinu. Launamuni kynjanna verður að útrýma í eitt skipti fyrir öll. Það sem heillaði mig við hjúkrunarstarfið, þegar ég valdi mér starfsvettvang, var hversu fjölbreytt starf hjúkrunarfræðingsins er. Hjúkrunarfræðingar koma alls staðar að heilbrigðiskerfinu hvort sem um ræðir klíníska vinnu, kennslu, stýringu verkefna innan stofnana, stjórnun og stefnumótun eða ákvarðanatöku í stjórnsýslunni. Að auki starfa fjölmargir hjúkrunarfræðingar utan heilbrigðiskerfisins á hinum almenna vinnumarkaði. Þessi fjölbreytti starfsvettvangur, ásamt auknum kröfum um sérhæfingu í hjúkrun, hefur þó gert það að verkum að hjúkrunarfræðingar eiga erfitt með að sjá sig sem eina stóra heild heldur skilgreina sig í smærri hópum í tengslum við vinnuumhverfi sitt. Ég tel afar mikilvægt að við hjúkrunarfræðingar horfum á okkur sem einn stóran og öflugan hóp, hóp fagmanna með framúrskarandi menntun, yfirgripsmikla þekkingu og faglega færni. Við erum hópur fagmanna sem er nauðsynlegur og mikilvægur hlekkur í þeirri þjónustu sem veitt er í heilbrigðiskerfinu, hópur sem með mikilli samstöðu eru allir vegir færir hvort sem um ræðir kjarabaráttu eða eflingu hjúkrunar innan heilbrigðiskerfisins. Eitt langar mig að biðja ykkur, kæru félagsmenn, að taka með ykkur inn í sumarið. Það er sú hugsun að félagið okkar er einungis eins sterkt og þeir félagsmenn sem í því eru. Með því að taka þátt í starfsemi félagsins leggið þið ykkar af mörkum til að gera félagið að öflugu fag­ og stéttarfélagi sem er í stakk búið að vinna að málefnum hjúkrunarfræðinga með breiðri samstöðu. Ég hvet ykkur til að bjóða fram aðstoð ykkar í starfsemi félagsins hvort sem um ræðir nefndarvinnu eða þátttöku í viðburðum á vegum þess. Það er okkar hjúkrunarfræðinga að móta félagið á þann veg að það þjóni okkar hagsmunum og starfi í okkar þágu. Ég fagna allri gagnrýni og tel það vera eina af forsendum þess að efla gott félag að heyra álit félagsmanna á starfseminni. Eitt er víst að hlutirnir breytast einungis ef ábendingum er komið í hendur réttra aðila og hvet ég ykkur til að hafa samband við mig ef eitthvað er, hvort sem um lof eða last er að ræða eða ábendingar um hvað betur megi fara. Að lokum vil ég þakka fráfarandi formanni, Elsu B. Friðfinnsdóttur, fyrir það góða starf sem hún hefur unnið fyrir hönd hjúkrunarfræðinga síðastliðin 10 ár og óska ég henni velfarnaðar í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur. MEÐ MIKILLI SAMSTÖÐU ERU OKKUR ALLIR VEGIR FÆRIR Ólafur Guðbjörn Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.