Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2013, Blaðsíða 58
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 3. tbl. 89. árg. 201354 og stjórnunarhætti. Ýmsir fleiri þættir gætu haft áhrif á þetta, þar á meðal það óöryggi og rask sem breytingar á stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar hafa valdið (Elsa B. Friðfinnsdóttir, 2011; Sigrún Gunnarsdóttir, 2010; Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, 2006). Fram kom í niðurstöðum að mikil nýliðun hafði átt sér stað undanfarin ár. Nær helmingur svarenda hafði starfað á viðkomandi deild innan við fimm ár og tæplega þrír af hverjum fjórum skemur en 10 ár. Í þessu sambandi mætti leita skýringa meðal annars í áðurnefndum breytingum í rekstri heilbrigðisþjónustunnar og breyttu skipulagi í kjölfar nýrrar stefnumótunar, ásamt framkvæmd þeirrar stefnumótunar á heilbrigðisstofnunum. Stjórnun, samskipti, samstarf og starfsánægja Langflestir svarendur voru í heildina ánægðir með næsta yfirmann sinn, vinnuaðstöðuna, skipulag og samstarf innan deildar. Flestir voru einnig ánægðir með hvernig þeir höfðu verið settir inn í starf sitt í upphafi þótt innan við helmingur hefði fengið skipulagðan stuðning á fyrsta ári í starfi. Traust til næsta yfirmanns og samstarfsfólks hefur mikla þýðingu fyrir það hversu vel fólki líkar á vinnustað sínum (Matzler og Renzl, 2006). Jafnframt hefur verið sýnt fram á að þeir sem fá góða kennslu og aðlögun í upphafi starfs verða jákvæðari gagnvart vinnustaðnum og ánægðari í starfi (Noelker o.fl., 2009). Líðan og tengsl hennar við viðhorf til starfs og vinnustaðar Langflestir svarendur greindu frá góðum samskiptum og góðri líðan á vinnustað enda mældist kulnun fremur lítil. Þessar niðurstöður sýna mikilvægi góðra samskipta á vinnustað og tengsl starfsánægju við líðan og er það í samræmi við aðrar rannsóknir (Faragher o.fl., 2005; Fischer og Sousa­Poza, 2009). Áhyggjuefni er þó að þriðjungur hafði orðið var við einelti á vinnustað sínum. Skylda stjórnenda til að sporna gegn einelti á vinnustað er skýr (Reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað nr. 1000/2004). Það hefur því skiljanlega áhrif á viðhorf starfsfólks til stjórnenda ef einelti er til staðar (Dagrún Þórðardóttir, 2006). Viss tengsl komu fram milli líðanar og stjórnunarhátta. Atriði, sem tengdust tilfinningaþrotum (MBI­GS) við aðhvarfsgreiningu, sýndu áhrifaþætti varðandi ímynd stofnunar og stjórnunarhætti næsta yfirmanns, en báðir þættir hafa sýnt áhrif á starfsánægju og líðan í öðrum rannsóknum (Matzler og Renzl, 2006). Öll fimm atriðin reyndust þó í sameiningu hafa fremur lítið forspárgildi fyrir tilfinningaþrotum og endurspeglar það að tilfinningaþrot eru ekki auðútskýrt fyrirbæri heldur liggja margslungnar ástæður þar að baki (Maslach o.fl., 2001). Einungis tvö atriði sýndu skýra tengingu við hlutgervingu, þ.e. ákvörðun um að vera áfram á vinnustað næstu tvö árin og „starf mitt er metið að verðleikum“. Þau virtust þó ekki hafa afgerandi áhrif þar sem útskýringargildi þeirra samanlagt var ekki nema 12%. Svipaða sögu var að segja um tengsl hinna almennu spurninga við starfsárangur MBI­kvarðans. Þar komu fram þrír áhrifaþættir en útskýringargildi þeirra samanlagt fyrir gildi starfsánægju var einnig 12%. Þótt útskýringargildið sé ekki hátt er ljóst að það að finnast maður standa sig vel í starfi, þ.e. veiti góða þjónustu og fái viðurkenningu fyrir það frá skjólstæðingum, skiptir máli fyrir starfsánægju. Það að óánægja með laun tengdist hærra mati á starfsárangri kom nokkuð á óvart en mætti skýra með því að innri umbun starfsins vegi þyngra en ytri umbun þess, þ.e. launin. Aðrar rannsóknir hafa einnig sýnt að launin eru ekki mikilvægasti þátturinn fyrir starfsánægju og líðan í starfi (Branham, 2005). Hugsanlegt er einnig að eftir því sem fólk mælist með hærri starfsánægju, þ.e. er ánægðara með sig í starfi, þá vaxi óánægja með umbun fyrir starfið, það sé ekki nægjanlega metið að verðleikum í launum. Starfsstéttaáhrif Enginn marktækur munur kom fram á afstöðu starfsstéttanna til fullyrðinga spurningalistans varðandi starfsánægju, starfsumhverfi og líðan í starfi. Munur starfsstétta kom hins vegar fram í mælingu á líðan þar sem sjúkraliðar mældust með hæst tilfinningaþrot og hjúkrunarfræðingar hæstan starfsárangur, þótt munurinn væri ekki mikill. Þetta er í samræmi við aðrar íslenskar rannsóknir en þó virðist munurinn á starfsstéttum minni en aðrar rannsóknir gefa vísbendingu um. Í meistararannsókn Þóru Ákadóttur (2012) meðal sjúkraliða á öllu Íslandi mældust tilfinningaþrot há (meðaltal 26,8 af 54 mögulegum), en í rannsókn Sigrúnar Gunnarsdóttur (2006) meðal hjúkrunarfræðinga á LSH mælist sá þáttur mun lægri (13,7 af 54 mögulegum). Beinn samanburður á mæligildum milli rannsókna er torveldur þar sem í báðum nefndum rannsóknum var notuð önnur útgáfa af Maslach­kvarðanum þar sem hæsta mögulega gildi tilfinningaþrota er 54 en í MBI­GS er það 30. Sjúkraliðar í rannsókn okkar mældust að meðaltali með 7,8 af 30 mögulegum stigum og virtust því finna minni tilfinningaþrot en sjúkraliðar á Íslandi almennt. Í rannsókn á vinnuálagi í öldrunarþjónustu á Íslandi kemur fram meira vinnuálag hjá sjúkraliðum en hjúkrunarfræðingum og gæti það verið ein af ástæðum meiri tilfinningaþrota hjá þeim fyrrnefndu (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir o.fl., 2004). Hærra gildi starfsárangurs hjúkrunarfræðinga en annarra er í samræmi við aðrar rannsóknir og talið tengjast því aukna sjálfstrausti og sjálfræði sem fylgir aukinni menntun til starfa (Sigrún Gunnarsdóttir, 2006). Landshlutaáhrif Athyglisverður munur á starfsánægju og líðan í starfi kom fram eftir landshlutum. Erlendar rannsóknir sýna að hjúkrunarfræðingar í dreifbýli finna meira fyrir sálrænum áhrifum streitu og kulnunar en heilbrigðisstéttir í þéttbýli því að þeir telja meiri kröfur gerðar til sín í starfi og finna til ábyrgðar sem þeir þurfa oft og tíðum að takast á við einir (Opie o.fl., 2010). Út frá því mætti ef til vill ætla að starfsfólk í strjálbýlustu landshlutum væri óánægðara en aðrir, en óánægja var algengari í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og beindist bæði að yfirstjórn heilbrigðisstofnana og stjórnendum deilda. Þessa óánægju virðist mega að hluta rekja til skipulagsbreytinga og sparnaðar undanfarinna ára en einnig til stjórnunarhátta yfirmanna. Þegar rannsóknin fór fram höfðu sumar stofnanir næst höfuðborgarsvæðinu orðið fyrir töluverðum breytingum á rekstri og skipulagi, meðal annars vegna sparnaðaraðgerða. Skýringar á meiri óánægju starfsfólks í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.