Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 9
8 Þjóðmál VOR 2012
hann samstundis afsökunar opinberlega,
leið réttir missögnina og gefur bókina út á ný
þar sem villan er leiðrétt . Ætti málið þá ekki
að vera úr sögunni? Það er öllum ljóst að hér
var ekki um vísvitandi villu að ræða, heldur
mannleg mistök sem hlutaðeigandi harmaði .
Og það er einmitt kjarni málsins . Var hér
um að ræða missögn sem gerð var af ráðnum
hug til að skaða mannorð einstaklings eða
voru þetta augljós pennaglöp? Í þessu máli
blasir við að um pennaglöp er að ræða . Í raun
skaðaði missögnin miklu fremur höfundinn
sjálfan og heiður hans en Jón Ásgeir Jó
hann es son . Enda höfðaði Baugsmaðurinn
ekki málið vegna mann orðs hnekkis, eins og
lög maður Björns, Jón Magnússon, benti á,
heldur til að reyna að þagga niður í þeim
sem gagnrýna framgöngu hans í ís lensku
viðskipta lífi undanfarin ár . Fróðlegt verður
að vita hvort Rithöfundasamband Íslands
og Hagþenkir, félag fræðihöfunda, láti frá
sér heyra vegna þessa dóms . Rithöfundar og
fræðimenn mega eiga á ýmsu von ef þessi
dómsniðurstaða stendur .
Ótrúlegt er að fylgjast með því hvernig forystumenn Samfylking ari nnar
ganga erinda kínverska ríkisauð mannsins
Huangs Nubos og reyna að hnekkja sköru
leg um ákvörðunum Ögmundar Jónasson ar
innan ríkisráðherra um að fara að ís lensk
um lögum og meina þessum manni, sem
að flestra dómi er leppur kínverskra stjórn
valda, að eignast stóran hluta af íslensku
landi . En einmitt svona gengu for ystu menn
Samfylkingar innar erinda Baugs, Kaup
þings, Jóns Ólafs sonar og Öskju hlíðar
Pálma á útrásartím anum . Erind rekstur
Sam fylkingar forystunnar í þágu nýríkra
auð manna, jafnt innlendra sem erlendra,
hlýt ur að vekja grunsemdir um að ýmislegt í
fjár málum flokksins þoli ekki dagsljósið .
Tveimur öldum áður en Huang Nubo var á ferð á Grímsstöðum á Fjöllum
tjald aði þar skoskur prestur að nafni
Ebenezer Henderson . Hann hreifst þó
meira af ábú endum á Grímsstöðum en
staðháttum og brá upp þessari skemmtilegu
mynd af heimilisfólkinu í ferðabók sinni
frá Íslandi:
„Á jörðinni býr ekkja með aðstoð bróður
hins látna manns síns, gamals manns um
sjötugt . Hún á þrjá syni og sjö dætur, sem
öll eru ung og æskuglöð . Sumir unnu að
heyþurki, aðrir að binda úr sæti og flytja í
garð, en tveir unglingsmenn voru að starfa
að torfi, til þess að þekja með heyið .
Jeg gat ekki annað en dáðst að þeirri gleði
og ánægju, er skein út úr hverju andliti, og
jeg var sannfærðari um það en nokkru sinni
fyr, að hamingjan er ekki bundin við neina
stjett og því færri sem okkar eiginlegu þarfir
eru, því betur njótum við lífsins, ótruflaðir
af þeirri löngu lest, sem áhyggjur og hugarvíl
mynda, en sú fylking herjar á þá, er elta
tilbúinn munað og ruglar rósemi þeirra .
Óskemt af samneyti við þá, er við fágaðar
lífsvenjur lifa, varðveitir fólkið á þessum
afskekta bæ allan hinn frumlega einfaldleik
nátt úru legra lifnaðarhátta . Það hefir ekkert
af að segja þeim klókskap og yfirdrepskap,
þeirri ótrúmensku og þeim brögðum, sem
alt of oft gegnsýrir fjölmennara samfjelag .
Það er í hæsta máta ótortryggið, veglynt
og góðgjarnt . Næstu mannabústaðir eru
í þrjátíu mílna fjarlægð, og það hefir því
ekkert af að segja kotungslegum erjum og
ná granna kryt, og með því að heimilið er
svona vel liðað, þarf það ekki á annara hjálp
að halda .“
Minningu þess konar Íslendinga er Ög
mundur Jónasson að heiðra með staðfestu
sinni gagnvart hinni kínversku ágengni .
Að svo mæltu óska ég lesend um gleðilegra páska — um leið og ég vek athygli
á þeirri gleðilegu staðreynd að með þessu
hefti hefst áttundi árgangur Þjóðmála .