Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 11
10 Þjóðmál VOR 2012 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Jóhanna ræður ekki við meginmálin þrjú I . Stuðningsmenn Jóhönnu Sigurðardótt­ur innan Samfylkingarinnar segja að ekki megi hrófla við henni eða ríkisstjórn hennar fyrr en þremur meginmarkmiðum stjórnarsamstarfsins sé náð: 1 . Samþykkt hafi verið ný lög um stjórn fiskveiða . 2 . Samin hafi verið ný stjórnarskrá . 3 . Samið hafi verið um aðild að Evrópusambandinu . Stundum er einnig minnst á nauðsyn þess að ljúka rammaáætlun um nýtingu orkugjafa sem árum saman hefur valdið togstreitu . Hér verður ekki vikið að vandræðum vegna áætlunarinnar . Þegar ríkisstjórnin settist að völdum 1 . febrúar 2009 einsetti hún sér að slá skjald­ borg um heimilin og sjá til þess að hin sanngjarnasta leið yrði fundin til að bjarga þeim sem best út úr rústum fjármálakerfisins eftir hrun þess haustið 2008 . Sett hafa verið lög með þetta markmið að leiðarljósi en þau hafa verið því marki brennd að vekja meiri deilur en þau áttu að leysa . Síðasta skjól þingmanna ríkisstjórnarinnar, sem staðið hafa lagasetningunni, er að vísa til þess að leita þurfi til dómara til að fá úr efni laganna skorið . Ummæli af þessu tagi af hálfu ráðherra og þingmanna staðfesta úrræðaleysi . Stjórn­ mála mennirnir setja sig í stellingar þeirra sem þvo hendur sínar og vísa á niðurstöður annarra, skorast með öðrum orðum undan ábyrgð sinni . Aðferðirnar sem beitt er til að skella skuldinni á aðra eru margar . Jóhanna Sigurðardóttir velur sjálf þann kost að láta helst ekki ná tali af sér eða neita að verða við óskum um að hún láti ljós sitt skína á mannamótum . Óánægju einstaklinga og samtaka yfir þessu skeytingarleysi hennar leyfir hún sér síðan að túlka á þann hátt að um sé að ræða óskilgreinda þrá eftir að heyra hana og sjá, fyrir það sé hún óumræðilega þakklát . Hér skal sú skoðun áréttuð að lélegri for­ sætisráðherra gátu Íslendingar ekki valið til að takast á við vandann eftir hrunið en Jó­ hönnu Sigurðardóttur . Er þakkarvert að hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.