Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 56

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 56
 Þjóðmál VOR 2012 55 Hlutfallið 82% mun aðeins vaxa og væri verðugt markmið 92% á árinu 2020 . Þetta hlut fall, 82% sjálfbær orkunotkun heils þjóð félags, er nú þegar hið hæsta, sem þekkt er í heiminum á meðal iðnvæddra þjóða, og er tífalt á við það, sem víða er raunin á Vestur löndum . Olíu­ eða gasvinnsla á Drekasvæðinu eða annars staðar mun ekki lækka þetta hlut fall í orkubókhaldi landsmanna, því að notk un þeirra á jarðefnaeldsneyti mun lítið vaxa við þá leit og vinnslu . Nú koma aðeins um 15% af allri nýttri frumorku á Íslandi úr vatnsföllum, en hins vegar heil 67% úr jarðvarma . Á hinn bóginn komu árið 2009 12 300 GWh (7) eða 73% af raforkunni frá vatnsaflsvirkjunum og 4600 GWh eða 27% frá jarðgufuvirkjunum . Hátt hlutfall varmaorku af nýttri frumorku er vegna lélegrar nýtni við orkuvinnslu úr jarðvarmanum og vegna þess, að 90% húsnæðis er hitað upp með jarðvarmaorku, en aðeins tæplega 10% með raforku . Heildarraforkunotkun landsins árið 2009 nam 16 900 GWh . Þetta jafngildir 53 MWh/íb(8) og er heimsmet . Raforkunotkun á íbúa er jafnan talin vera mælikvarði á þróunarstig þjóðar í atvinnulegu tilliti, þ . e . í tæknilegum efnum og hvað framleiðni varðar . Raforkunotkun almenningsveitna eykst nú aðeins um 50 GWh á ári eða 1,5% af notkun almenningsveitna . Í Rammaáætlun 2011(9) er þess getið, að á bilinu 16 614–22 579 GWh/a verði unnt að vinna úr vatnsafli . Þá er augljóslega búið að útiloka ýmsa girnilega virkjunarkosti, en látum það vera . Þessi vinnslugeta jafngildir mögulegri aukningu m . v . 2009 um 4 300–10 300 GWh/a á raforkuvinnslu vatns afls virkj­ ana . Þetta þýðir, að nú þegar sé búið að virkja 54%–74% af „leyfilega virkjanlegu“ vatnsafli . Því ber að halda til haga hér, að samkvæmt alþjóðlega viður kenndum viðmiðunum eru allar íslenzk ar vatnsaflsvirkjanir sjálfbærar, þ . e . endur nýjanlegar, afturkræfar og lítt meng­ andi . Öðru máli gegnir um jarðvarmaorkuna . Hún er í téðri Rammaáætlun sögð námu­ vinnsla, sem er ósjálfbær, af því að hún er óendurnýjanleg, en þar að auki hefur hún mengun í för með sér, þar sem er t . d . koltvíildi og brennisteinsvetni út í and­ rúmsloftið og þungmálmar í jarðvökv anum, sem upp kemur, og farið er að dæla niður aftur . Samkvæmt Rammaáætlun er þessi forði áætlaður geta gefið af sér 30 681 GWh/a af raforku í aðeins 50 ár. Þó að þessi orkuforði kunni að verða meiri, ef djúpboranir á 5 km dýpi takast, er hitt alvarlegt, að varanleikinn er aðeins áætlaður hálf öld . Það gerir að verkum, að nýting einvörðungu til raforkuvinnslu er óábyrg og kemur siðferðislega ekki til greina, nema í takmörkuðum mæli, t . d . 10% . Við raforkuvinnslu úr jarðgufu fæst aðeins rúmlega 10% orkunýtni, en með því að nýta afgangsvarmann, t . d . til húshitunar eða í efnaferla, fimmfaldast orkunýtnin hið minnsta . Þess ber að geta, að ESB (Evrópusambandið) skilgreinir jarðvarma sem endurnýjanlega auðlind, en forsendur Ramma áætlunar og ESB í þessu sambandi eru ólíkar . Hér er svo mikið í húfi, að beita ber varfærnislegri skilgreiningunni, enda er henni haldið á lofti í Rammaáætluninni . Hvert er verðmæti innlendrar orku? Svarið er háð því í hvaða mæli og til hvers hún er nýtt . Með því að reikna verðmæti olíu jafn­ gilda, sem fólgin eru í orkulindum landsins, má þó fara nærri um þetta verðmæti og verður þá niðurstaða Rammaáætlunar um orku forðann lögð til grundvallar . Vatnsorku­ nýtinguna mætti þá auka 1,8­falt, upp í 51 PJ, og jarðvarmanýtinguna 6,7­falt, upp í 827 PJ, eða alls upp í 878 PJ. Andvirði þessarar orku er 1890 milljarðar kr. á verðlagi 2011. Þetta er 5,7­földun verð mætis núverandi orkunýtingar innlendra orku gjafa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.