Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 66
Þjóðmál VOR 2012 65
þau voru orðin örsnauð og höfðu viðurværi
sitt af þvottum fyrir hjálparsamtök gyðinga .
Hendrik og Henný höfðu spurnir af frekari
ofsóknum gegn gyðingum í Þýskalandi, og
loks tókst Hendrik að fá sænska sendiráðið
í Reykjavík til að veita vilyrði fyrir land
vistarleyfi í Svíþjóð fyrir Siegbert, konu
hans og barn . En þegar sænska sendiráðið
í Berlín spurðist fyrir um þau í mars 1943,
var bréf þess endursent . Fjölskyldan hafði
hálfum mánuði áður verið flutt til ókunns
dvalar staðar .7
Ekki kom í ljós fyrr en eftir stríð, hver
hinn ókunni dvalarstaður var: Auschwitz .
Siegbert M . Rosenthal, Erna og Denny
komu með 36 . flutningalestinni til
Auschwitz 13 . mars 1943 . Með þeim í
lestinni voru 343 karlar og 618 konur og
börn, allt gyðingar . Í Auschwitz voru fang
arnir reknir út úr lestunum undir svipu
höggum SSvarðmanna og skipað í tvær
raðir, karla annars vegar og kvenna og
barna hins vegar . SSlæknar, þar á meðal
hinn illræmdi Josef Mengele, völdu úr
Henný Goldstein, sem flúið hafði með son og móður undan nasistum til Íslands sumarið 1934, í heimsókn í
Berlín, sennilega sumarið 1936, með bræðrum sínum, Harry t . v . og Siegbert t . h . Harry slapp til systur sinnar á
Íslandi, en Siegbert varð fórnarlamb rannsóknarstofnunar SS, Ahnenerbe, og var myrtur á hryllilegan hátt .