Þjóðmál - 01.03.2012, Side 66

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 66
 Þjóðmál VOR 2012 65 þau voru orðin örsnauð og höfðu viðurværi sitt af þvottum fyrir hjálparsamtök gyðinga . Hendrik og Henný höfðu spurnir af frekari ofsóknum gegn gyðingum í Þýskalandi, og loks tókst Hendrik að fá sænska sendiráðið í Reykjavík til að veita vilyrði fyrir land­ vistarleyfi í Svíþjóð fyrir Siegbert, konu hans og barn . En þegar sænska sendiráðið í Berlín spurðist fyrir um þau í mars 1943, var bréf þess endursent . Fjölskyldan hafði hálfum mánuði áður verið flutt til ókunns dvalar staðar .7 Ekki kom í ljós fyrr en eftir stríð, hver hinn ókunni dvalarstaður var: Auschwitz . Siegbert M . Rosenthal, Erna og Denny komu með 36 . flutningalestinni til Auschwitz 13 . mars 1943 . Með þeim í lestinni voru 343 karlar og 618 konur og börn, allt gyðingar . Í Auschwitz voru fang­ arnir reknir út úr lestunum undir svipu­ höggum SS­varðmanna og skipað í tvær raðir, karla annars vegar og kvenna og barna hins vegar . SS­læknar, þar á meðal hinn illræmdi Josef Mengele, völdu úr Henný Goldstein, sem flúið hafði með son og móður undan nasistum til Íslands sumarið 1934, í heimsókn í Berlín, sennilega sumarið 1936, með bræðrum sínum, Harry t . v . og Siegbert t . h . Harry slapp til systur sinnar á Íslandi, en Siegbert varð fórnarlamb rannsóknarstofnunar SS, Ahnenerbe, og var myrtur á hryllilegan hátt .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.