Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 13

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 13
12 Þjóðmál VOR 2012 gæta þjóðhagslegrar hag kvæmni og lang­ tímasjónarmiða, huga þyrfti að atvinnu­ frelsi í greininni og að hagsmuna aðilar fengju eðlilegan aðlög un ar frest að breyttu fyrirkomulagi . Yrðu gerðir „samningar um nýtingu afla heim ilda og þannig gengið formlega frá því að auðlindinni væri ráðstafað af ríkinu gegn gjaldi og að eignarréttur ríkisins væri skýr“, svonefndir „nýtingarsamningar“ . Afla heimild um yrði skipt í „potta“ þar sem annars vegar væru afla hlu tdeildir og hins vegar bætur og ívilnanir . Tilgangur þeirrar leiðar var að tryggja réttlátari skiptingu og dreifingu afla heim ildanna . Hinn 19 . maí 2011 lagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra, fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða . Eftir að mælt hafði verið fyrir frumvarpinu og það hlotið umræðu var því vísað til sjávar útvegs­ og landbúnaðarnefndar alþingis . Nefndin sendi frumvarpið til umsagnar til fjölda aðila og á fjórða tug þeirra skilaði inn umsögnum . Mikill ágreiningur varð um frumvarpið, sem náði inn í raðir allra þingflokka . Í stuttu máli hlaut frumvarpið hroðalega útreið og stóð ekki steinn yfir steini í því eftir að umsagnir höfðu borist . Var því einfaldlega kastað út af borðinu . Þótt um stjórnarfrumvarp væri að ræða og það því ekki lagt fram án samþykkis allra ráðherra líkti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra frumvarpinu síðar við „bílslys“ . Frumvarpið hlaut meðal annars þá einkunn að það mundi kollvarpa rekstri sjávarútvegsfyrirtækja, eigið fé sjávarútvegs­ fyrirtækja mundi lækka um 181 milljarð yrði frumvarpið að lögum . Eftir að þingnefnd hafði endursent frum varpið til Jóns Bjarnasonar í sept­ ember 2011 setti hann á laggirnar enn einn hópinn . Jón kynnti ríkisstjórninni vinnu skjöl þessa hóps síns þriðjudaginn 22 . nóvember 2011 . Föstudaginn 25 . nóv­ ember 2011 var ákveðið að fela Katrínu Jakobs dóttur menntamálaráðherra og Guð­ bjarti Hannessyni velferðarráðherra að fara yfir vinnuskjölin . Spunaliðum Samfylk­ ingar innar þótti nokkru skipta að setja þessa málsferð í neikvætt ljós fyrir Jón Bjarnason . Í fréttum RÚV sunnudaginn 27 . nóvember 2011 var fullyrt að málið hefði verið „tekið af“ honum . Þess var látið ógetið að það yrði ekki gert nema hann yrði sviptur ráðherraembætti . Jón var rekinn úr ríkisstjórn 31 . desember 2011 . II . Jóhanna Sigurðardóttir sagði í RÚV 27 . nóvember 2011 að Jón Bjarnason hefði haldið allri ríkisstjórninni og þingflokkun­ um utan við gerð þeirra skjala sem hann lagði fyrir ríkisstjórnina þrátt fyrir ítrekaðar óskir Samfylkingarinnar um að koma að þessu máli og Jón hefði hunsað aðkomu annarra úr stjórnarliðinu að þessu verki . „Þetta eru auðvitað vinnubrögð sjávarútvegsráðherra sem eru algjörlega óásættanleg og ekki boðleg í samskiptum flokkanna,“ sagði Jóhanna í RÚV 27 . nóvember 2011 . Taldi hún Jón „kominn ansi fjarri stefnu flokkanna í sjávarútvegsmálum“ og ljóst væri að þetta frumvarp óbreytt yrði aldrei lagt fram sem stjórnarfrumvarp . Í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylk ing­ ar innar 28 . janúar 2012 sagði Jóhanna Sig­ urðar dóttir að frumvarp um breytt fisk veiði­ stjórn unarkerfi yrði lagt fyrir alþingi í febrúar 2012 ef allt gengi eftir . Vaxandi sam staða væri meðal stjórnarflokkanna um út færslur og unnið væri að lokafrágangi málsins, áður en látið yrði „til skarar skríða“ . Ættu breytingarnar að nást í gegn í tíð þessarar ríkisstjórnar, yrði að afgreiða málið á því þingi sem nú situr enda hæfist síðasta fisk­ veiði ár þessa kjörtímabils í september 2012 . Morgunblaðið leitaði álits Steingríms J . Sigfússonar, sjávarútvegs­ og landbúnaðar­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.