Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 45
44 Þjóðmál VOR 2012 Ásgeir Jóhannesson Ron Paul — öðlingur, hugsjónamaður, bylt ingarsinni Þann 20 . ágúst 1940 var söguleg ræða haldin í breska þinginu . Baráttuglaður og keikur forsætisráðherra lét þá þau merku orð falla að „aldrei fyrr hafi jafnmargir staðið í jafnmikilli þakkarskuld við jafn fáa“ . Forsætisráðherrann var að sjálfsögðu Winston Churchill og tilefnið var frækileg framganga fáliðaðra breskra orrustu­ flugmanna gegn lofther þýskra þjóðernis­ sósíalista í orrustunni um Bretland . Ef til vill hefur ræðan hljómað í útvarpi á heimili einu í úthverfi Pittsburgh í Pennsylvaníu­fylki í Bandaríkjunum þar sem lítill snáði hélt upp á fimm ára afmæli sitt . Foreldrar hans, afkomendur þýskra og írskra innflytjenda, hafa líklega ekki gert sér í hugarlund að orð Churchills ættu eftir að einkenna lífshlaup afmælisbarnsins, að sonur þeirra, Ronald Ernest Paul, yrði brautryðjandi í baráttu fyrir frelsi einstaklinga og friði í heiminum; ötull baráttumaður gegn miðstýringu, kúgun og ofbeldi; hugaður leiðtogi andófsmanna gegn meintu ofurefli, sem ylli vitundar­ vakningu um aðsteðjandi hættu . Öfugt við orrustuna um Bretland eru yfir­ standandi átök um Bandaríkin og Vestur­ lönd ekki háð gegn erlendum óvinaher . Höfuð andstæðingarnir eru ekki heldur þeir fáu spellvirkjar sem hafa murkað lífið og hrætt líftóruna úr saklausum borgurum á undanförnum árum . Slíkir ódæðismenn eiga skilið makleg málagjöld fyrir að ráða örlögum fórnarlamba sinna, en þeir ráða ekki örlögum fólks í stærra samhengi, alla vega ekki til lengdar . Hinir raunverulegu samfélagslegu ógæfuvaldar um þessar mundir eru annars eðlis: málsvarar óábyrgra ríkisfjármála og ríkisafskipta, hvort sem slík afskipti birtast í forræðishyggju, persónu­ njósnum, eignaupptöku, skatt píningu eða stríðsrekstri . Slíkir ógæfu valdar urðu skot­ spónn snáðans frá Pittsburgh og barátta hans beindist gegn hugmynda fræði þeirra — og gilti einu hvaða nafni hún nefndist, hvort hún til dæmis bæri merkimiðann „þjóðernishyggja“, „félags hyggja“, „kristileg íhaldsstefna“ eða „lýð ræðis leg jafnaðar­ stefna“ . Ron Paul er margbrotinn maður . Hann er slyngur stjórnmálamaður og víðsýnn heimspekingur líkt og Markús Árelíus, ósérhlífinn læknir og góðhjartaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.