Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 73
72 Þjóðmál VOR 2012 fyrsta sinn eftir stríð . Förunautur hans var annar austur­þýskur norrænufræðingur, Walter Baetke, sem kenndi trúarsögu í Háskólanum í Leipzig, skildi íslensku og hafði verið á Al þingis hátíðinni 1930 . Baetke hafði verið flokksbundinn 1926–1932 í Þýska þjóð ernis flokknum, Deutschnationale Volks partei, DNVP, en hann fylgdi um margt svipaðri stefnu og nasistar og átti aðild að fyrstu stjórn Hitlers 1933 . Síðar tók Baetke þátt í hliðarsamtökum Nasista flokksins, Hjálpar samtökum þýskrar alþýðu, National­ soziali stische Volkswohlfahrt, NSV . Hann gekk hins vegar árið 1946 í Sam ein ingar­ flokk sósíalista á hernámssvæði Rússa, SED, en þar höfðu kommúnistar tögl og hagldir .37 Fagnaði Þjóðviljinn þeim Baetke og Kress vel .38 Eftir ferðinni skilaði Baetke skýrslu um hana til austur­þýskra yfirvalda . Þar kvað hann þá Kress hafa rætt við marga Íslendinga um alþjóðas tjórnmál . Hefðu þeir varað við hern aðar stefnu Þýska sambandslýðveldisins og sagt frá hinum mikla árangri, sem náðst hefði í austurhlutanum . „Það þjónar hags­ mun um okkar að hafa náið samband við Sósíalista fl okkinn . Ísland er nú veikasti hlekk urinn í keðju NATO­ríkja,“ skrifaði Baetke .39 Sextugsafmæli Brynjólfs Bjarnasonar Ámeðan Bruno Kress var á Íslandi vorið 1958, átti Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra og áhrifa­ maður í Sósíalistaflokknum, sextugsafmæli . Var Kress boðið í afmælisveisluna, sem haldin var í Skíða skál anum í Hveradölum á annan í hvítasunnu, 26 . maí 1958, og sóttu hana allir helstu vinir og samherjar Brynjólfs frá liðnum árum . Einn þeirra var gamall bekkjarbróðir Brynjólfs, Hendrik Ottósson, í fylgd konu sinnar, Hennýar Goldstein­Ottósson . Í ráðherratíð Brynjólfs 1944–1947 hafði Hendrik verið ráðinn fréttamaður á Ríkisútvarpinu og reist sér og fjölskyldu sinni hús að Langholtsvegi 139 . Þegar Henný, kona hans, litaðist um í hlýlegum sal Skíðaskálans, þar sem íslenskir sósíalistar fögnuðu glaðir og reifir afmæli Brynjólfs Bjarnasonar, rak hún allt í einu augun í kunnuglegt andlit: Bruno Kress! Í þessari veislu hefur Henný eflaust ekki búist við því að sjá skyndilega aftur einn ákafasta nasistann í Reykjavík fyrir stríð, þegar hún og aðrir flóttamenn frá Hitlers­Þýskalandi börðust hér í bökkum . Víst er, að hún komst í mikla geðshræringu, þegar hún sá Kress, og urðu einhverjir forystumenn sósíalista varir við það . Tókst Henný þó að hafa hemil á tilfinningum sínum og olli engum veisluspjöllum eða vandræðum fyrir mann sinn . Fóru þessir óvæntu endurfundir hljótt að sinni, og var hvergi minnst á þá í Reykjavíkurblöðunum . Næstu ár héldu íslenskir sósíalistar góðu sam bandi við Kress . Einar Olgeirsson kom við í Greifswald í ferð sinni á 5 . þing Sam­ einingarflokks sósíalista (kommúnista) í Berlín sumarið 1958 og hitti Kress .40 Þjóð­ vilj inn birti frétt um það í apríl 1959, að Bruno Kress, sem væri mörgum Íslend ingum „að góðu kunnur“, væri orðinn kennari í ís­ lensku nútímamáli við háskólann í Greifs­ wald .41 Ekkert kvisaðist út um endurfundi þeirra Hennýar Goldstein­Ottósson í sextugs afmæli Brynjólfs Bjarnasonar, fyrr en þýskt blað í Norður­Slésvík í Danmörku, Der Nordschleswiger, birti 5 . september 1959 grein um málið ásamt nokkrum orðum um, að austur­þýskum stjórnvöldum færist lítt að gagnrýna vestur­þýsk fyrir að taka gamla nasista í þjónustu sína . Kvað blaðið gyðingakonu eina frá Þýskalandi hafa borið kennsl á nasistann Kress, þegar hann hefði komið fram opinberlega á Íslandi, og hefði hann gert henni og öðrum flóttamönnum af trúflokki hennar lífið leitt fyrir stríð .42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.