Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 86

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 86
 Þjóðmál VOR 2012 85 og öllum verkfærum mönnum tryggð næg og örugg atvinna . 2 . Að öllum vinnandi mönnum, og þó sér­ staklega þeim, er stunda framleiðslu vinnu til sjávar og sveita, séu tryggðar réttlátar tekjur fyrir vinnu sína, en komið í veg fyrir óeðlileg sérréttindi og spákaupmennsku . 3 . Að neytendur eigi kost á að kaupa neyslu vör­ ur sínar og framleiðendur rekstrar vörur sínar á hagkvæmasta hátt og vöru kaup til landsins og vörudreifing innan lands gerð eins ódýr og hagkvæm og frekast er unnt . 4 . Að áframhald verði á öflun nýrra og full­ kominna framleiðslutækja til landsins, eftir því sem gjaldeyrisástæður og vinnuafl leyfir frekast, enda verði tryggt fé til framkvæmd­ anna jafnóðum . 5 . Að byggðar verði verksmiðjur og iðju ver til þess að vinna sem mest og best úr öllum fram­ leiðsluvörum til lands og sjávar, þannig að þær séu seldar úr landi eins fullunnar og frekast er kostur og við standsetningu verksmiðjanna verði tekið tillit til hvors tveggja í senn, fram­ leiðslu skilyrða og atvinnuþarfa einstakra byggðar laga . 6 . Að bæta starfsskilyrði iðjuvera, sem fram ­ leiða vörur, er spara þjóðinni gjald eyri . 7 . Að atvinnuvegir landsmanna verði rekn ir á sem hagkvæmastan hátt á arð bær um grund velli og stöðvist ekki vegna verð bólgu og dýr tíðar . 8 . Að húsnæðisskorti og heilsuspillandi íbúð ­ um, hvar sem er á landinu, verði útrýmt með byggingu hagkvæmra íbúðar húsa . Með allt þetta fyrir augum skyldi Fjárhagsráð semja „fyrirfram fyrir ár hvert áætlun um heildarframkvæmdir“ . Þar skyldi gerð „grein fyrir kostnaði við allar stærri framkvæmdir, svo og með hverjum hætti fjár skuli aflað, enda skal kveða á um það, í hverri röð framkvæmdir skuli verða, svo að vinnuafl og fjármagn hagnýtist þannig, að sem mest not verði að“ . Auk þess skyldi Fjárhagsráð semja fyrir­ fram „heildaráætlun um útflutning og inn­ flutning“ hvers árs, bæði um „magn og verð­ mæti“ . Átti sú áætlun að „miðast við það að hagnýta sem best markaðsmöguleika og full nægja sem hagkvæmast innflutningsþörf lands manna“ . Leyfi Fjárhagsráðs þurfti „til hverskonar fjár festingar einstaklinga, félaga og opinberra aðila, hvort sem er til stofnunar nýs atvinnurekstrar, til aukningar á þeim sem fyrir er, húsbygginga eða annarra mannvirkja“ og gilti „þetta einnig um framhald þeirra framkvæmda, sem þegar eru hafnar“ . Opinberar stofnanir, félög og „einstaklingar, sem framleiðslu, verslun, iðnað eða annan at­ vinnurekstur hafa með höndum, er fjárfestingu þarf til,“ áttu að „senda Fjárhags ráði fyrir þann tíma, er það ákveður, áætlun um stofnfjárþörf sína, lánsfjárþörf, gjald eyris þörf og vinnuafls­ þörf“ . Síðan skyldi Fjár hags ráð „hafa samvinnu við lánastofnanir í landinu um samningu og fram kvæmd fjár fest ingaráætlunar,“ og bar „þeim að skýra Fjár hagsráði frá fjármagni því“ sem þær hefðu yfir að ráða . Ef Fjárhagsráði fannst „ekki nægilega séð fyrir fjárþörf fyrirtækja,“ sem það taldi „nauðsyn til að stofnsetja“ þá skyldi ráðið „leita samvinnu við ríkisstjórn, lánastofn anir og aðra aðila, er hlut gætu átt að máli, um fjár öflun til þessara fyrirtækja“ . Einnig átti Fjárhagsráð að „gera sérstaka áætlun um framkvæmdir ríkisins áður en fjárlög eru samin ár hvert“ þar sem stefnt skyldi „að því að tryggja landsmönnum öllum næga atvinnu, en koma jafnframt í veg fyrir ofþenslu“ . Þessa áætlun átti ríkisstjórnin og Alþingi að hafa „til hliðsjónar“ við gerð fjárlaga . Loks skyldi Fjárhagsráð „og þeir aðilar, er það felur umboð til þess, hafa með höndum fram kvæmd áætlunarinnar, veiting fjár fest­ ingarleyfa, innflutningsleyfa, gjaldeyris leyfa og verðlagseftirlits“ . Sósíalistar á Alþingi sögðu að stofnun Fjár­ hagsráðs markaði „þýðingarmikið spor í áttina að fullkomnum áætlunarbúskap í landinu“ . Frá þessum tíma er sagt í þessari bók, Þjóð í hafti . Hún er varnaðarrit . Við megum aldrei gleyma því að sá sem ræður yfir atvinnu lífinu og framleiðslu þess ræður yfir sjálfu mannlífinu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.