Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 39

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 39
38 Þjóðmál VOR 2012 viðurkenning fyrir Kaupþing“ og að þau sýndu „styrk Kaupþings“ .6 Þegar því var velt upp í fjölmiðlum nokkru eftir fall Kaupþings að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða sendi Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, frá sér yfirlýsingu . Þar kom fram að við­ skiptin hafi verið „eðlileg og bankanum sér stakt fagnaðarefni“ . Sagði Sigurður að sjeik inn hafi verið persónulega ábyrgur fyrir kaup unum .7 Síðar hefur komið í ljós að svo var ekki . Með kaupum jafnfjársterks aðila og Al­ Thani á hlut í Kaupþingi voru send þau skilaboð út á markaðinn að hann áliti bréfin verðugan fjárfestingarkost . Hin meintu kaup sjeiksins mátti líta á sem traustsyfirlýsingu við Kaupþing, líkt og Hreiðar Már Sigurðs­ son, forstjóri bankans, sagði raunar sjálfur í samtali við Morgunblaðið þegar viðskiptin voru kunngjörð . Þá lá ekki fyrir hversu litla áhættu sjeikinn bar og hvernig Ólafur Ólafsson hafði fjármagnað kaupin til helminga með láni frá Kaupþingi án nokkurrar persónulegrar ábyrgðar .8 S­hópurinn A l­Thani­fléttan minnir um margt á aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S­hópsins á kjölfestuhlut ríkisins í Búnaðarbanka í ársbyrjun 2003, en Ólafur Ólafsson var í fararbroddi S­hópsins . S­hópurinn samanstóð af félögum og einstaklingum sem flestir höfðu tengst Sambandi íslenskra samvinnufélaga og höfðu einnig haft ítök 6 Ákæra sérstaks saksóknara samkvæmt lögum nr . 135/2008 á hendur Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni, Ólafi Ólafssyni og Magnúsi Guð­ mundssyni, dags . 16 . febrúar 2012 . 7 „Leitað í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar“ . Fréttir Stöðv ar 2, 24 . maí 2009 . 8 „Sheik Al­Thani er með ástríðu fyrir veðhlaupahest­ um“ . visir.is, 22 . september 2008 . í Framsóknarflokknum . DV sagði frá því nú á dögunum að aðeins skömmu fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans, eða í desember 2002, hefði Ker hf ., þar sem Ólafur réð ríkjum, afsalað sér húseigninni Hverfisgötu 33 til Framsóknarflokksins .9 Rætt var um að virt erlend fjármálastofnun yrði með S­hópnum, en á þeim tíma var ekki greint frá því opinberlega hvaða erlenda fjármálastofnun ætti í hlut . Opinberlega var nefnt að S­hópurinn væri í viðræðum við alþjóðlega bankann Société Générale . Þegar kom að undirskrift samninga reyndist hinn virti erlendi aðili vera lítill þýskur einkabanki, Hauck & Aufhäuser . Fátt bendir til þess að sá banki hafi verið raunverulegur eigandi hlutarins heldur virðist hann einungis hafa verið fjárvörsluaðili, að líkindum fyrir íslenska aðila . Hagnaður vegna sölu bréfanna kom ekki fram í ársreikningum þýska bankans líkt og vera skyldi í tilfelli raunverulegs kaupanda .10 Þá bendir ekkert til þess að áreiðanleikakönnun hafi verið gerð á þýska bankanum . Þátttaka virts erlends fjármálafyrirtækis hafði verið ein af þremur meginástæðum þess að S­hópurinn var talinn hæfastur til að kaupa Búnaðarbankann . Engu að síður fékk þýski bankinn undanþágu frá kaupsamningnum til sölu á hlut sínum og var látið í veðri vaka að þar væri aðeins um léttvæga tilfærslu eigna að ræða . Innan mjög skamms tíma var eignarhlutur þýska bankans kominn í hendur eignarhaldsfélags Ólafs Ólafssonar og Kers, þar sem Ólafur réð sömuleiðis ríkjum .11 Margvísleg viðmið, sem stjórnvöld höfðu sett, voru þverbrotin við einkavæðingu Bún­ aðarbankans . S­hópurinn flutti ekkert erlent 9 „Enginn kaupsamningur milli Ólafs og Fram sókn­ ar“ . dv.is, 18 . febrúar 2012 . 10 Ársreikningur Hauck & Aufhäuser fyrir árin 2003 og 2005 . 11 Bréf Kristins Hallgrímssonar til viðskiptaráðu­ neytis, dags . 27 . febrúar 2004 . Skjalasafn viðskipta­ ráðuneytis .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.