Þjóðmál - 01.03.2012, Side 39

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 39
38 Þjóðmál VOR 2012 viðurkenning fyrir Kaupþing“ og að þau sýndu „styrk Kaupþings“ .6 Þegar því var velt upp í fjölmiðlum nokkru eftir fall Kaupþings að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða sendi Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, frá sér yfirlýsingu . Þar kom fram að við­ skiptin hafi verið „eðlileg og bankanum sér stakt fagnaðarefni“ . Sagði Sigurður að sjeik inn hafi verið persónulega ábyrgur fyrir kaup unum .7 Síðar hefur komið í ljós að svo var ekki . Með kaupum jafnfjársterks aðila og Al­ Thani á hlut í Kaupþingi voru send þau skilaboð út á markaðinn að hann áliti bréfin verðugan fjárfestingarkost . Hin meintu kaup sjeiksins mátti líta á sem traustsyfirlýsingu við Kaupþing, líkt og Hreiðar Már Sigurðs­ son, forstjóri bankans, sagði raunar sjálfur í samtali við Morgunblaðið þegar viðskiptin voru kunngjörð . Þá lá ekki fyrir hversu litla áhættu sjeikinn bar og hvernig Ólafur Ólafsson hafði fjármagnað kaupin til helminga með láni frá Kaupþingi án nokkurrar persónulegrar ábyrgðar .8 S­hópurinn A l­Thani­fléttan minnir um margt á aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S­hópsins á kjölfestuhlut ríkisins í Búnaðarbanka í ársbyrjun 2003, en Ólafur Ólafsson var í fararbroddi S­hópsins . S­hópurinn samanstóð af félögum og einstaklingum sem flestir höfðu tengst Sambandi íslenskra samvinnufélaga og höfðu einnig haft ítök 6 Ákæra sérstaks saksóknara samkvæmt lögum nr . 135/2008 á hendur Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni, Ólafi Ólafssyni og Magnúsi Guð­ mundssyni, dags . 16 . febrúar 2012 . 7 „Leitað í sumarhúsi Ólafs Ólafssonar“ . Fréttir Stöðv ar 2, 24 . maí 2009 . 8 „Sheik Al­Thani er með ástríðu fyrir veðhlaupahest­ um“ . visir.is, 22 . september 2008 . í Framsóknarflokknum . DV sagði frá því nú á dögunum að aðeins skömmu fyrir einkavæðingu Búnaðarbankans, eða í desember 2002, hefði Ker hf ., þar sem Ólafur réð ríkjum, afsalað sér húseigninni Hverfisgötu 33 til Framsóknarflokksins .9 Rætt var um að virt erlend fjármálastofnun yrði með S­hópnum, en á þeim tíma var ekki greint frá því opinberlega hvaða erlenda fjármálastofnun ætti í hlut . Opinberlega var nefnt að S­hópurinn væri í viðræðum við alþjóðlega bankann Société Générale . Þegar kom að undirskrift samninga reyndist hinn virti erlendi aðili vera lítill þýskur einkabanki, Hauck & Aufhäuser . Fátt bendir til þess að sá banki hafi verið raunverulegur eigandi hlutarins heldur virðist hann einungis hafa verið fjárvörsluaðili, að líkindum fyrir íslenska aðila . Hagnaður vegna sölu bréfanna kom ekki fram í ársreikningum þýska bankans líkt og vera skyldi í tilfelli raunverulegs kaupanda .10 Þá bendir ekkert til þess að áreiðanleikakönnun hafi verið gerð á þýska bankanum . Þátttaka virts erlends fjármálafyrirtækis hafði verið ein af þremur meginástæðum þess að S­hópurinn var talinn hæfastur til að kaupa Búnaðarbankann . Engu að síður fékk þýski bankinn undanþágu frá kaupsamningnum til sölu á hlut sínum og var látið í veðri vaka að þar væri aðeins um léttvæga tilfærslu eigna að ræða . Innan mjög skamms tíma var eignarhlutur þýska bankans kominn í hendur eignarhaldsfélags Ólafs Ólafssonar og Kers, þar sem Ólafur réð sömuleiðis ríkjum .11 Margvísleg viðmið, sem stjórnvöld höfðu sett, voru þverbrotin við einkavæðingu Bún­ aðarbankans . S­hópurinn flutti ekkert erlent 9 „Enginn kaupsamningur milli Ólafs og Fram sókn­ ar“ . dv.is, 18 . febrúar 2012 . 10 Ársreikningur Hauck & Aufhäuser fyrir árin 2003 og 2005 . 11 Bréf Kristins Hallgrímssonar til viðskiptaráðu­ neytis, dags . 27 . febrúar 2004 . Skjalasafn viðskipta­ ráðuneytis .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.