Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 79

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 79
78 Þjóðmál VOR 2012 Það eru gömul sannindi og ný að sagan endur tekur sig . Þegar íslensku bankarnir voru ríkisvæddir í október 2008 höfðu all­ margir samband við mig og hvöttu mig til að endurútgefa bók mína, Þjóð í hafti, sem kom út árið 1988 eða fyrir nær aldarfjórðungi . Og þegar skyndilega var tilkynnt um gjaldeyris­ höft í lok nóvember 2008 fjölgaði mjög slík um áskorunum . Reglugerðin um gjaldeyrishöft er sannarlega eins og endurvarp frá haftaár un­ um svo nefndu, 1930–1960, umfjöllunarefni bók ar innar — þegar öll verslun á Íslandi var hneppt í svo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi; þegar ávext ir sáust ekki árum saman og fólk stóð nætur langt í biðröðum í von um að geta keypt sér skó; þegar innflutningsleyfi fyrir bíl um gengu kaup um og sölum fyrir hærra verð en sjálfur bíll inn kostaði; þegar fangelsi vofði yfir ef menn reistu sér bílskúr í óþökk yfirvalda; þegar ríkið rak prentsmiðju og vélsmiðju og setti á fót ótal einkasölur — bifreiðaeinkasölu, raf­ tækja einkasölu og grænmetiseinkasölu; þegar pólitísk spilling grasséraði, smygl og svarta ­ markaður — og voldug hagsmunasamtök risu upp úr öllum áttum til að tryggja hlut sinn í hafta kerfinu . Óvíst var að betra tilefni gæfist til endur útgáfu bókarinnar . Bókin kom því út á ný í kilju fyrir jól 2008 . Þar sem fátt hefur breyst til batnaðar í íslensku atvinnu­ og stjórn­ málalífi á þeim rúmu þremur árum sem liðin eru frá endurútgáfu bókarinnar er ekki úr vegi að minna á boðskap hennar þegar haftastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fagnar þriggja ára afmæli sínu . Besta svarið við háværum kröfum um höft og síauk in ríkisafskipti er nefnilega að benda á reynsl una af þeim . Það var frjáls verslun og almennt athafna­frelsi sem gerði okkur Íslendinga að velmegunarþjóð . Loks þegar við tókum að nýta okkar gjöfulu fiskimið gátum við aflað gjaldeyris með út flutn ingi sjávarafurða til að kaupa það sem aðrar þjóðir kunnu að framleiða betur og ódýrar en við . Á undra skömmum tíma hurfum við frá sjálfsþurftarbúskap liðinna alda og íslenskt mannlíf varð sambærilegt við það sem best þekkist hjá ríkustu þjóðum . Og þetta gerðist án þess nokkur áætlun væri samin, án þess að nokkur nefnd væri skipuð . Á heimastjórnarárunum komst yfir 90% allra verslana í landinu á íslenskar hendur og með símasambandi við útlönd færðist heild­ Jakob F . Ásgeirsson Saga haftanna — víti til varnaðar Um bókina Þjóð í hafti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.