Þjóðmál - 01.03.2012, Side 79

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 79
78 Þjóðmál VOR 2012 Það eru gömul sannindi og ný að sagan endur tekur sig . Þegar íslensku bankarnir voru ríkisvæddir í október 2008 höfðu all­ margir samband við mig og hvöttu mig til að endurútgefa bók mína, Þjóð í hafti, sem kom út árið 1988 eða fyrir nær aldarfjórðungi . Og þegar skyndilega var tilkynnt um gjaldeyris­ höft í lok nóvember 2008 fjölgaði mjög slík um áskorunum . Reglugerðin um gjaldeyrishöft er sannarlega eins og endurvarp frá haftaár un­ um svo nefndu, 1930–1960, umfjöllunarefni bók ar innar — þegar öll verslun á Íslandi var hneppt í svo harðar viðjar að ekki mátti flytja bók til landsins án þess að biðja yfirvöld um leyfi; þegar ávext ir sáust ekki árum saman og fólk stóð nætur langt í biðröðum í von um að geta keypt sér skó; þegar innflutningsleyfi fyrir bíl um gengu kaup um og sölum fyrir hærra verð en sjálfur bíll inn kostaði; þegar fangelsi vofði yfir ef menn reistu sér bílskúr í óþökk yfirvalda; þegar ríkið rak prentsmiðju og vélsmiðju og setti á fót ótal einkasölur — bifreiðaeinkasölu, raf­ tækja einkasölu og grænmetiseinkasölu; þegar pólitísk spilling grasséraði, smygl og svarta ­ markaður — og voldug hagsmunasamtök risu upp úr öllum áttum til að tryggja hlut sinn í hafta kerfinu . Óvíst var að betra tilefni gæfist til endur útgáfu bókarinnar . Bókin kom því út á ný í kilju fyrir jól 2008 . Þar sem fátt hefur breyst til batnaðar í íslensku atvinnu­ og stjórn­ málalífi á þeim rúmu þremur árum sem liðin eru frá endurútgáfu bókarinnar er ekki úr vegi að minna á boðskap hennar þegar haftastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fagnar þriggja ára afmæli sínu . Besta svarið við háværum kröfum um höft og síauk in ríkisafskipti er nefnilega að benda á reynsl una af þeim . Það var frjáls verslun og almennt athafna­frelsi sem gerði okkur Íslendinga að velmegunarþjóð . Loks þegar við tókum að nýta okkar gjöfulu fiskimið gátum við aflað gjaldeyris með út flutn ingi sjávarafurða til að kaupa það sem aðrar þjóðir kunnu að framleiða betur og ódýrar en við . Á undra skömmum tíma hurfum við frá sjálfsþurftarbúskap liðinna alda og íslenskt mannlíf varð sambærilegt við það sem best þekkist hjá ríkustu þjóðum . Og þetta gerðist án þess nokkur áætlun væri samin, án þess að nokkur nefnd væri skipuð . Á heimastjórnarárunum komst yfir 90% allra verslana í landinu á íslenskar hendur og með símasambandi við útlönd færðist heild­ Jakob F . Ásgeirsson Saga haftanna — víti til varnaðar Um bókina Þjóð í hafti

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.