Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 19
18 Þjóðmál VOR 2012 þeir með þessu viljað koma í veg fyrir að forsetinn freistaðist til inngripa í þau mál með vísan til lagaheimilda sem ef til vill mátti hártoga . Smám saman jókst togstreitan á milli Davíðs og Ólafs Ragnars . Tengdist það átökum í stjórnmálum og viðskiptalífi á sama tíma . Forsætisráðherra og margir nánir samstarfsmenn hans upplifðu það svo að forsetinn drægi taum stjórnar and­ stöðuflokkanna og hóps kaupsýslu manna sem vildu stokka upp spilin í viðskipta lífinu og komast sjálfir þar til áhrifa . Það var í þessu andrúmslofti ákveðinnar tortryggni og vaxandi andúðar sem farið var að skoða hvaða fyrirbyggjandi ráðstafnir mætti gera til að Ólafur Ragnar gæti ekki misbeitt forsetavaldinu . Eitt af því sem þá var staldrað við var orðalag drengskapar heits ráðherra sem minnst var á í upphafi . Drengskaparheitið hafði verið nær óbreytt frá því Ísland laut Danakonungi . Nýr ráðherra undirritaði svohljóðandi texta við embættistöku á ríkisráðsfundi: „Ég undirritaður sem skipaður er ráðherra í ríkisstjórn Íslands lofa hér með og heiti því að vera forseta Íslands trúr og hlýðinn, halda stjórnskipunarlög landsins og gegna trúlega og dyggilega skyldum þeim, er framannefnt embætti og veitingarbréf leggja mér á herðar .“ Slíkan texta hafði Davíð Oddsson sjálfur undirritað alla sína ráðherratíð, síðast við skipan ráðuneytis síns eftir þingkosningarnar vorið 2003 . En einhverjar efasemdir hafa sótt á hann þetta sama ár; hefur hann kannski hugsað með sér að þetta gamla orðalag gæti einn daginn orðið uppspretta einhverra æfinga eða tilraunastarfsemi á vegum forsetans . Þegar haldinn var ríkisráðsfundur á Bessastöðum á gamlaársdag, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skyldi taka við embætti menntamálaráðherra, mætti forsætisráð­ herra með breytt skjal á fundinn . Ekki mun hann hafa kynnt Ólafi Ragnari hinn nýja texta fyrr en komið var á Bessastaði . Drengskaparheitið, sem Þorgerði Kat­ rínu var falið að undirrita, hljóðaði svo: „Ég undirrituð sem skipuð er ráðherra í ríkis stjórn Íslands lofa hér með og heiti því að halda stjórnskipunarlög landsins og gegna trúlega og dyggilega skyldum þeim, er framan nefnt embætti og veitingarbréf leggja mér á herðar .“ Hér höfðu orðin „heiti því að vera forseta Íslands trúr og hlýðinn“ verið felld á brott . Ólafur Ragnar Grímsson gerði athuga­ semd við þessa breytingu, en ókunnugt er hvort það var á fundinum sjálfum eða áður en gengið var til hans . Davíð Odds­ son svaraði með því að benda á að dreng­ skaparheitið byggðist á ákvæði í 20 . grein stjórnarskrárinnar . Þar segir „Embættis mað­ ur hver skal vinna eið eða dreng skap ar heit að stjórnarskránni .“ Hvergi væri kveðið á um að embættismenn, þ .m .t . ráð herrar, hétu því að vera forsetanum trúir og hlýðnir . Þar við sat . Forseti Íslands mun ekki hafa gert frekari rekistefnu út af þessu máli, en vafalaust hugsað sitt . Davíð Oddsson lét af embætti for­sætisráðherra haustið 2004 . Þá um sumarið hafði Ólafur Ragnar beitt laga­ synjunarvaldi í fyrsta sinn í sögu for seta­ embættisins og varð af því mikið írafár eins og flestum er í fersku minni . Vorið 2007 var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar . Og fyrir þremur árum myndaði Jóhanna Sigurðardóttir nýja stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna . En Ólafur Ragnar sat áfram á forsetastól á Bessastöðum . Þá vaknar sú spurning hvort eftirmenn Davíðs á forsætisráðherrastóli hafi horfið aftur til fyrra horfs með orðalag drengskaparheitsins . Vel má hugsa sér að forsetinn hefði beitt sér fyrir því . En í svari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.