Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 46

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 46
 Þjóðmál VOR 2012 45 mannvinur líkt og Albert Schweitzer, staðfastur aðgerðasinni og sannur hug­ sjónamaður líkt og Henry David Thoreau . Margbreytileikinn kemur þó ekki í veg fyrir að Paul sé, eins og sagt var um skáldið Goethe, heill og óskiptur — greinar trésins eru fastar við stofninn og stofninn við ræturnar; hinir ólíku angar mynda lífræna heild þrátt fyrir að teygja sig í allar áttir . En hvernig er fræið sem varð að trénu? Hver er kjarni Rons Paul? Segja má að kjarni hans sé náungakærleikur og frelsi, sem birtist í hugmynd um samfélag byggt á sjálfviljugri þátttöku (e . voluntary society), samfélag ofbeldisleysis í víðum skilningi, þar sem fullveðja einstaklingar eru ekki þvingaðir til athafna á nokkurn hátt, heldur geta verið „ljóðskáld eigin lífs“, svo lengi sem þeir skaða ekki aðra . Með öðrum orðum: siðfræði sem byggist á gullnu reglu Krists og stjórnspeki sem grundvallast á frelsisreglu Mills . Ron Paul hóf hugmyndabaráttu sína fyrir hartnær fjórum áratugum og hann hefur verið iðinn ræðumaður og afkastamikill rithöfundur . Helstu áhrifavaldar hans eru fræðimenn af „Austurríska skólanum“ í hagfræði, einkum Ludwig von Mises, Friedrich von Hayek, Leonard E . Read, Murray N . Rothbard og Hans F . Sennholz, en að auki hefur skáldkonan og heimspekingurinn Ayn Rand veitt honum mikinn innblástur . Nýjustu bækur Pauls eru Liberty Defined: 50 Essential Issues that Affect our Freedom (2012), End the Fed (2010), The Revolution: A Manifesto (2008), Ron Paul Speaks (2008), Pillars of Prosperity: Free Markets, Honest Money, Private Property (2008) og A Foreign Policy of Freedom: Peace, Commerce, and Honest Friendship (2007) . Margar af ræðum Pauls eru aðgengilegar á veraldarvefnum og myndbönd með hon­ um þar hafa notið meiri vinsælda en mynd­ bönd nokkurs annars stjórnmálamanns . Netmyndböndin hafa komið boðskap hans á framfæri með áhrifaríkum hætti og einkum í gegnum þau hefur hann unnið hug og hjörtu fólks, enda hefur málstaðurinn fallið í frjóan jarðveg, sér í lagi meðal ungs fólks . Ýmis grasrótarsamtök og stuðningsfélög hafa sprottið upp eins og gorkúlur — og myndað öfluga hreyfingu fyrir breyttum Sístækkandi grasrótar hreyf ing inn an Repúblikana flokksins er kennd við eldhugann Ron Paul . Þrátt fyrir háan aldur lætur Paul engan bilbug á sér finna . Meðal helstu baráttumála hans er að auka frelsi einstaklinga, minnka miðstýringu, tryggja frið helgi eignarréttar og koma skikki á inn flytj endamál . En þrátt fyrir að vera rót tækur kapítal isti berst hann manna harðast gegn því sem hann álítur vera spillta ríkis­ studda fjármála­elítu, enda sam­ ræmi þar á milli, og þrátt fyrir að vera eindreginn friðar sinni er hann ekki andvígur öflugum landvörnum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.