Þjóðmál - 01.03.2012, Page 46

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 46
 Þjóðmál VOR 2012 45 mannvinur líkt og Albert Schweitzer, staðfastur aðgerðasinni og sannur hug­ sjónamaður líkt og Henry David Thoreau . Margbreytileikinn kemur þó ekki í veg fyrir að Paul sé, eins og sagt var um skáldið Goethe, heill og óskiptur — greinar trésins eru fastar við stofninn og stofninn við ræturnar; hinir ólíku angar mynda lífræna heild þrátt fyrir að teygja sig í allar áttir . En hvernig er fræið sem varð að trénu? Hver er kjarni Rons Paul? Segja má að kjarni hans sé náungakærleikur og frelsi, sem birtist í hugmynd um samfélag byggt á sjálfviljugri þátttöku (e . voluntary society), samfélag ofbeldisleysis í víðum skilningi, þar sem fullveðja einstaklingar eru ekki þvingaðir til athafna á nokkurn hátt, heldur geta verið „ljóðskáld eigin lífs“, svo lengi sem þeir skaða ekki aðra . Með öðrum orðum: siðfræði sem byggist á gullnu reglu Krists og stjórnspeki sem grundvallast á frelsisreglu Mills . Ron Paul hóf hugmyndabaráttu sína fyrir hartnær fjórum áratugum og hann hefur verið iðinn ræðumaður og afkastamikill rithöfundur . Helstu áhrifavaldar hans eru fræðimenn af „Austurríska skólanum“ í hagfræði, einkum Ludwig von Mises, Friedrich von Hayek, Leonard E . Read, Murray N . Rothbard og Hans F . Sennholz, en að auki hefur skáldkonan og heimspekingurinn Ayn Rand veitt honum mikinn innblástur . Nýjustu bækur Pauls eru Liberty Defined: 50 Essential Issues that Affect our Freedom (2012), End the Fed (2010), The Revolution: A Manifesto (2008), Ron Paul Speaks (2008), Pillars of Prosperity: Free Markets, Honest Money, Private Property (2008) og A Foreign Policy of Freedom: Peace, Commerce, and Honest Friendship (2007) . Margar af ræðum Pauls eru aðgengilegar á veraldarvefnum og myndbönd með hon­ um þar hafa notið meiri vinsælda en mynd­ bönd nokkurs annars stjórnmálamanns . Netmyndböndin hafa komið boðskap hans á framfæri með áhrifaríkum hætti og einkum í gegnum þau hefur hann unnið hug og hjörtu fólks, enda hefur málstaðurinn fallið í frjóan jarðveg, sér í lagi meðal ungs fólks . Ýmis grasrótarsamtök og stuðningsfélög hafa sprottið upp eins og gorkúlur — og myndað öfluga hreyfingu fyrir breyttum Sístækkandi grasrótar hreyf ing inn an Repúblikana flokksins er kennd við eldhugann Ron Paul . Þrátt fyrir háan aldur lætur Paul engan bilbug á sér finna . Meðal helstu baráttumála hans er að auka frelsi einstaklinga, minnka miðstýringu, tryggja frið helgi eignarréttar og koma skikki á inn flytj endamál . En þrátt fyrir að vera rót tækur kapítal isti berst hann manna harðast gegn því sem hann álítur vera spillta ríkis­ studda fjármála­elítu, enda sam­ ræmi þar á milli, og þrátt fyrir að vera eindreginn friðar sinni er hann ekki andvígur öflugum landvörnum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.