Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 83
82 Þjóðmál VOR 2012 Formaður innflutnings­ og gjaldeyris nefnd­ ar sagði réttindi kaupfélaganna ekki önnur en þau að „fá innflutning bara handa eig endum kaupfélaganna“ og ef sama gilti um kaup­ menn þá ættu þeir „aðeins að fá innflutning handa sér og sínum fjölskyldum, því að það er sami réttur og kaupfélögin hafa nú“ . Þeir sem stjórnuðu öllum innflutningi til lands ins litu sem sagt svo á að það væri sann­ gjarnt að maður sem ræki verslun fengi einungis leyfi til að flytja inn helstu vörutegundir til að selja í verslun sinni sem svaraði til þarfa hans sjálfs og fjölskyldu hans, þ .e .a .s . verslun hans þjónaði þá engum öðrum en honum sjálfum, en kaupfélag hins vegar skyldi fá leyfi til inn­ flutn ings fyrir alla sína viðskiptavini! Samkvæmt höfðatölureglunni áttu þeir sem skráðir voru félagar í kaupfélagi engin viðskipti við kaupmenn . Ennfremur var það undirskilið að neysla hinna ýmsu vörutegunda væri jöfn á hvern íbúa, hvort sem hann var karl eða kona, sextugur eða fimm ára og hvar sem hann var búsettur í landinu . Í þennan tíma var þó mikill munur á neysluvenjum sveitafólks og bæjarbúa, eins og stjórnvöld komust að raun um þegar þau tóku upp vöruskömmtun í byrjun heimsstyrjaldarinnar síðari . Og kaupfélagsmenn skiptu auðvitað, ekki síður en aðrir, meira eða minna við hinar fjölmörgu sérverslanir kaupmanna, svo sem byggingarvöru­, búsáhalda­, vefnaðarvöru­ og skóbúðir, þótt þeir keyptu e .t .v . sínar daglegu nauðsynjar í kaupfélaginu . Sökum þess að kaupfélögunum var tryggður aukinn innflutningur eftir því sem meðlimum þeirra fjölgaði, höfðu menn tvímæla lausan hag af því að láta skrá sig í næsta kaupfélag því um leið og neytendur gerðu slíkt fengu kaupfélögin ávísun á inn­ flutnings­ og gjaldeyrisnefnd um aukinn inn­ flutning . Aukningin var svo dregin af kvóta kaupmanna . Ef kaupmenn hins vegar komu til nefndar innar og sögðu að þeir þyrftu dag­ lega að neita tugum og jafnvel hundruðum við skiptavina um vörur sem þeir hefðu haft á boðstólnum í tug ára, þá var ekkert á þá hlustað . Kaupfélögunum voru þannig sköp uð ótakmörkuð vaxtarskilyrði en kaup mönnum sniðin spennitreyja sem lamaði þá því meir sem þeir voru lengur í henni . Enda fór það svo að félagsmönnum kaupfélaganna fjölgaði um nær 76% á árunum 1935–1938, þegar höfðatölureglunni var beitt af mestri hörku, eða úr 8 .684 félagsmönnum í 15 .298 . Fjármálaráðherra landsins, Eysteinn Jóns­ son, sagði á Alþingi: „Ég lít svo á að þetta sé réttlát regla og ég mun ekki frá henni víkja meðan ég ræð nokkru um þessi mál . Það er af þeirri ástæðu að ég mun ekki telja mér fært að taka ábyrgð á því að taka fyrir vöxt kaup­ félagsskaparins í landinu .“ Hlutfallstölur um heildarinnflutning inn segja ekki alla söguna, því höfðatölu­ reglan bitnaði harðast á litlum kaupmanna­ versl unum úti um land . Í fámennum byggðar­ lögum, þar sem var t .d . ein kaupmannsversl un í samkeppni við kaupfélagið á staðnum, áttu kaupmenn mjög undir högg að sækja og urðu margir til að leggja upp laupana . Einkum var það á Austfjörðum sem höfðatölureglan lék kaupmenn grátt; þar lagði kaupfélagsvaldið undir sig hvern fjörðinn á fætur öðrum . Dæmi voru til þess að sjálfstæðir kaupmenn á landsbyggðinni hefðu í lok fjórða áratugarins einungis um 20% af þeirri umsetningu sem þeir höfðu haft af mikilvægum vörutegundum í upphafi kreppunnar . Hin 80% höfðu í skjóli höfðatölureglunnar smám saman runnið yfir til næsta kaupfélags . Í Reykjavík fundu kaupmenn óþyrmilega fyrir höfðatölureglunni þegar KRON var stofnað 1937 . Ári síðar var KRON úthlut að inn flutn ingsleyfum fyrir búsáhöld að upp hæð 31 þús . kr . meðan ein elsta og þekkt asta bús­ áhaldaverslun bæjarins fékk 4 þús . kr . úthlutun . Og undireins varð KRON stærst allra verslana landsins í innflutningi vefnaðar vara, sem mjög voru eftirsóttar; fékk 1938 úthlutað inn flutn­ ings leyfum að upphæð 115 þús . kr . en mesta vefnaðarvöruúthlutun til kaup manna verslunar nam þá 85 þús . kr . Þannig færði innflutnings­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.