Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 84

Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 84
 Þjóðmál VOR 2012 83 og gjaldeyrisnefnd versl unina til í landinu með geðþóttaákvörð unum . Þetta skapaði náttúrlega mikla reiði meðal fólks en fyrst og fremst meðal stuðningsmanna Sjálf stæðis flokksins . Vinstri flokkarnir lögðu bless un sína yfir þetta framferði Framsóknar­ manna, höfðatöluregluna og afleiðingar hennar . Eftir að samkomulag tókst um hlutfalls­ skiptingu innflutningsins milli SÍS­fyrirtækja og fyrirtækja í Verslunarráði Íslands með mynd un þjóðstjórnarinnar 1939 varð and stað­ an gegn höftunum ekki eins hatrömm og áður . Þá fengu stærstu frjálsu innflytjendurnir innan Verslunarráðsins sinn skerf og þeir fundu visst öryggi í þessu fyrirkomulagi . En nýir aðilar í innflutningi áttu náttúrlega erfitt uppdráttar . Samkeppnin var í föstum skorðum . Pólitísk yfirstjórn haftakerfisins hlaut að leiða af sér mjög almenn afskipti stjórn­ mála manna af hinum hversdagslegustu hlut um . Strax á fyrstu vikum gjaldeyris­ nefndar í október 1932 kom t .d . sjálfur for sætisráðherrann á hennar fund og ræddi um „innflutning á þurrk uðum ávöxtum“ . Einnig mæltist hann til þess „að erindi út­ varps ins um innflutning á grammó f ón ­ plötum yrði vel tekið“ . Á hverju þingi voru fluttar þingsályktunartillögur um aukinn inn flutning á erlendum bókum, ávöxtum, bílum o .s .frv . Ingólfur á Hellu sagði frá því að 1949 hefði verið nánast kapp hlaup milli tveggja þingkvenna, sem tilheyrðu stjórnar­ flokkunum, um að leggja fram tillögur til þingsályktunar um inn flutning á hræri vélum og annars konar heimilis tækjum . Fyrirgreiðsla af ýmsu tagi varð daglegt brauð stjórnmálamanna . Ef útgerðarmann vant aði veiðarfæri og frystihúsið varahlut frá útlönd um, þá var þingmaður byggðarlags­ ins umsvifa laust beðinn um að sjá til þess að leyfi fengist . Bóndinn sem vildi kaupa dráttarvél eða byggja súrheysgryfju, sneri sér fyrst til þingmannsins síns — og það gerði líka maðurinn sem vantaði hálfa krossviðsplötu eða sementspoka til lag fær­ inga heima hjá sér . Þannig var kvabbað í þing mönnum og ráðherrum árið um kring . Ekki var talið fullreynt fyrr en búið var að tala við ráðherra, jafnvel alla ríkisstjórnina ef mikið var í húfi . Víðtæk boð og bönn eru tæpast fram­kvæmanleg í lýðræðisríkjum, þar sem þegnarnir láta ekki bjóða sér hvað sem er og stjórnmálamönnum er annt um að þegnarnir séu ekki mjög óánægðir, a .m .k . þegar dregur að kosningum . Eftir því sem reglurnar urðu strangari, fjölgaði undanþágunum — og það varð daglegt verkefni hæstsettu embættis­ manna, þingmanna og ráðherra að liðsinna ein staklingum og fyrirtækjum sem töldu sig órétti beitt . Fljótlega myndaðist svartamarkaður á leyfum . Einkum voru það leyfi til hús­ bygginga og leyfi til innflutnings á bílum og stærri heimilistækjum sem gengu kaupum og sölum á svörtum markaði . Þeir sem hrepptu leyfi fyrir bíl gátu auðveldlega selt sinn gamla bíl fyrir hærra verð en sá nýi kostaði eða haldið áfram að aka á gamla bílnum og selt leyfið með stórum hagnaði . Leyfi til innflutnings á bíl sem kostaði 20 þús . kr . var t .d . hægt að selja á stundinni fyrir 70 þús . kr . Þeir sem gátu útvegað sér nýja þvottavél fyrir klíkuskap gátu selt hana strax sem „notaða“ með mörg þúsund króna hagnaði o .s .frv . Smám saman myndaðist einhvers konar stétt pólitískra milliliða, sem svo var kölluð . Til hennar töldust þeir sem notuðu pólitísk áhrif sín og aðstöðu til að hagnast persónulega í skjóli haftanna með því að hafa meðalgöngu milli gjaldeyrisyfirvaldanna og þeirra sem vildu fá innflutningsleyfi . „Fyrir þá þjónustu, að vera slíkir milliliðir, er gjarnan tekin meiri eða minni þóknun,“ sögðu Ný tíðindi, málgagn Verslunarráðs Ís­ lands . „Fjöldi manna með pólitíska aðstöðu getur haft drjúgar tekjur af því að annast slíkar fyrirgreiðslur,“ bætti blaðið við — en meðlimir Verslunarráðsins máttu gerst um þetta vita .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.