Þjóðmál - 01.03.2012, Page 73

Þjóðmál - 01.03.2012, Page 73
72 Þjóðmál VOR 2012 fyrsta sinn eftir stríð . Förunautur hans var annar austur­þýskur norrænufræðingur, Walter Baetke, sem kenndi trúarsögu í Háskólanum í Leipzig, skildi íslensku og hafði verið á Al þingis hátíðinni 1930 . Baetke hafði verið flokksbundinn 1926–1932 í Þýska þjóð ernis flokknum, Deutschnationale Volks partei, DNVP, en hann fylgdi um margt svipaðri stefnu og nasistar og átti aðild að fyrstu stjórn Hitlers 1933 . Síðar tók Baetke þátt í hliðarsamtökum Nasista flokksins, Hjálpar samtökum þýskrar alþýðu, National­ soziali stische Volkswohlfahrt, NSV . Hann gekk hins vegar árið 1946 í Sam ein ingar­ flokk sósíalista á hernámssvæði Rússa, SED, en þar höfðu kommúnistar tögl og hagldir .37 Fagnaði Þjóðviljinn þeim Baetke og Kress vel .38 Eftir ferðinni skilaði Baetke skýrslu um hana til austur­þýskra yfirvalda . Þar kvað hann þá Kress hafa rætt við marga Íslendinga um alþjóðas tjórnmál . Hefðu þeir varað við hern aðar stefnu Þýska sambandslýðveldisins og sagt frá hinum mikla árangri, sem náðst hefði í austurhlutanum . „Það þjónar hags­ mun um okkar að hafa náið samband við Sósíalista fl okkinn . Ísland er nú veikasti hlekk urinn í keðju NATO­ríkja,“ skrifaði Baetke .39 Sextugsafmæli Brynjólfs Bjarnasonar Ámeðan Bruno Kress var á Íslandi vorið 1958, átti Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra og áhrifa­ maður í Sósíalistaflokknum, sextugsafmæli . Var Kress boðið í afmælisveisluna, sem haldin var í Skíða skál anum í Hveradölum á annan í hvítasunnu, 26 . maí 1958, og sóttu hana allir helstu vinir og samherjar Brynjólfs frá liðnum árum . Einn þeirra var gamall bekkjarbróðir Brynjólfs, Hendrik Ottósson, í fylgd konu sinnar, Hennýar Goldstein­Ottósson . Í ráðherratíð Brynjólfs 1944–1947 hafði Hendrik verið ráðinn fréttamaður á Ríkisútvarpinu og reist sér og fjölskyldu sinni hús að Langholtsvegi 139 . Þegar Henný, kona hans, litaðist um í hlýlegum sal Skíðaskálans, þar sem íslenskir sósíalistar fögnuðu glaðir og reifir afmæli Brynjólfs Bjarnasonar, rak hún allt í einu augun í kunnuglegt andlit: Bruno Kress! Í þessari veislu hefur Henný eflaust ekki búist við því að sjá skyndilega aftur einn ákafasta nasistann í Reykjavík fyrir stríð, þegar hún og aðrir flóttamenn frá Hitlers­Þýskalandi börðust hér í bökkum . Víst er, að hún komst í mikla geðshræringu, þegar hún sá Kress, og urðu einhverjir forystumenn sósíalista varir við það . Tókst Henný þó að hafa hemil á tilfinningum sínum og olli engum veisluspjöllum eða vandræðum fyrir mann sinn . Fóru þessir óvæntu endurfundir hljótt að sinni, og var hvergi minnst á þá í Reykjavíkurblöðunum . Næstu ár héldu íslenskir sósíalistar góðu sam bandi við Kress . Einar Olgeirsson kom við í Greifswald í ferð sinni á 5 . þing Sam­ einingarflokks sósíalista (kommúnista) í Berlín sumarið 1958 og hitti Kress .40 Þjóð­ vilj inn birti frétt um það í apríl 1959, að Bruno Kress, sem væri mörgum Íslend ingum „að góðu kunnur“, væri orðinn kennari í ís­ lensku nútímamáli við háskólann í Greifs­ wald .41 Ekkert kvisaðist út um endurfundi þeirra Hennýar Goldstein­Ottósson í sextugs afmæli Brynjólfs Bjarnasonar, fyrr en þýskt blað í Norður­Slésvík í Danmörku, Der Nordschleswiger, birti 5 . september 1959 grein um málið ásamt nokkrum orðum um, að austur­þýskum stjórnvöldum færist lítt að gagnrýna vestur­þýsk fyrir að taka gamla nasista í þjónustu sína . Kvað blaðið gyðingakonu eina frá Þýskalandi hafa borið kennsl á nasistann Kress, þegar hann hefði komið fram opinberlega á Íslandi, og hefði hann gert henni og öðrum flóttamönnum af trúflokki hennar lífið leitt fyrir stríð .42

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.