Þjóðmál - 01.03.2012, Síða 45
44 Þjóðmál VOR 2012
Ásgeir Jóhannesson
Ron Paul — öðlingur,
hugsjónamaður,
bylt ingarsinni
Þann 20 . ágúst 1940 var söguleg ræða haldin í breska þinginu . Baráttuglaður
og keikur forsætisráðherra lét þá þau merku
orð falla að „aldrei fyrr hafi jafnmargir
staðið í jafnmikilli þakkarskuld við jafn
fáa“ . Forsætisráðherrann var að sjálfsögðu
Winston Churchill og tilefnið var frækileg
framganga fáliðaðra breskra orrustu
flugmanna gegn lofther þýskra þjóðernis
sósíalista í orrustunni um Bretland . Ef til vill
hefur ræðan hljómað í útvarpi á heimili einu
í úthverfi Pittsburgh í Pennsylvaníufylki
í Bandaríkjunum þar sem lítill snáði hélt
upp á fimm ára afmæli sitt . Foreldrar hans,
afkomendur þýskra og írskra innflytjenda,
hafa líklega ekki gert sér í hugarlund að orð
Churchills ættu eftir að einkenna lífshlaup
afmælisbarnsins, að sonur þeirra, Ronald
Ernest Paul, yrði brautryðjandi í baráttu fyrir
frelsi einstaklinga og friði í heiminum; ötull
baráttumaður gegn miðstýringu, kúgun
og ofbeldi; hugaður leiðtogi andófsmanna
gegn meintu ofurefli, sem ylli vitundar
vakningu um aðsteðjandi hættu .
Öfugt við orrustuna um Bretland eru yfir
standandi átök um Bandaríkin og Vestur
lönd ekki háð gegn erlendum óvinaher .
Höfuð andstæðingarnir eru ekki heldur
þeir fáu spellvirkjar sem hafa murkað lífið
og hrætt líftóruna úr saklausum borgurum
á undanförnum árum . Slíkir ódæðismenn
eiga skilið makleg málagjöld fyrir að ráða
örlögum fórnarlamba sinna, en þeir ráða
ekki örlögum fólks í stærra samhengi, alla
vega ekki til lengdar . Hinir raunverulegu
samfélagslegu ógæfuvaldar um þessar
mundir eru annars eðlis: málsvarar óábyrgra
ríkisfjármála og ríkisafskipta, hvort sem slík
afskipti birtast í forræðishyggju, persónu
njósnum, eignaupptöku, skatt píningu eða
stríðsrekstri . Slíkir ógæfu valdar urðu skot
spónn snáðans frá Pittsburgh og barátta
hans beindist gegn hugmynda fræði þeirra
— og gilti einu hvaða nafni hún nefndist,
hvort hún til dæmis bæri merkimiðann
„þjóðernishyggja“, „félags hyggja“, „kristileg
íhaldsstefna“ eða „lýð ræðis leg jafnaðar
stefna“ .
Ron Paul er margbrotinn maður . Hann
er slyngur stjórnmálamaður og víðsýnn
heimspekingur líkt og Markús Árelíus,
ósérhlífinn læknir og góðhjartaður