Þjóðmál - 01.03.2012, Blaðsíða 56
Þjóðmál VOR 2012 55
Hlutfallið 82% mun aðeins vaxa og væri
verðugt markmið 92% á árinu 2020 . Þetta
hlut fall, 82% sjálfbær orkunotkun heils
þjóð félags, er nú þegar hið hæsta, sem þekkt
er í heiminum á meðal iðnvæddra þjóða,
og er tífalt á við það, sem víða er raunin á
Vestur löndum .
Olíu eða gasvinnsla á Drekasvæðinu eða
annars staðar mun ekki lækka þetta hlut fall
í orkubókhaldi landsmanna, því að notk un
þeirra á jarðefnaeldsneyti mun lítið vaxa við
þá leit og vinnslu .
Nú koma aðeins um 15% af allri nýttri
frumorku á Íslandi úr vatnsföllum, en hins
vegar heil 67% úr jarðvarma . Á hinn bóginn
komu árið 2009 12 300 GWh (7) eða 73% af
raforkunni frá vatnsaflsvirkjunum og 4600
GWh eða 27% frá jarðgufuvirkjunum .
Hátt hlutfall varmaorku af nýttri frumorku
er vegna lélegrar nýtni við orkuvinnslu
úr jarðvarmanum og vegna þess, að 90%
húsnæðis er hitað upp með jarðvarmaorku,
en aðeins tæplega 10% með raforku .
Heildarraforkunotkun landsins árið 2009
nam 16 900 GWh . Þetta jafngildir 53
MWh/íb(8) og er heimsmet . Raforkunotkun
á íbúa er jafnan talin vera mælikvarði á
þróunarstig þjóðar í atvinnulegu tilliti, þ .
e . í tæknilegum efnum og hvað framleiðni
varðar . Raforkunotkun almenningsveitna
eykst nú aðeins um 50 GWh á ári eða 1,5%
af notkun almenningsveitna .
Í Rammaáætlun 2011(9) er þess getið, að
á bilinu 16 614–22 579 GWh/a verði unnt
að vinna úr vatnsafli . Þá er augljóslega búið
að útiloka ýmsa girnilega virkjunarkosti, en
látum það vera . Þessi vinnslugeta jafngildir
mögulegri aukningu m . v . 2009 um 4 300–10
300 GWh/a á raforkuvinnslu vatns afls virkj
ana . Þetta þýðir, að nú þegar sé búið að virkja
54%–74% af „leyfilega virkjanlegu“ vatnsafli .
Því ber að halda til haga hér, að samkvæmt
alþjóðlega viður kenndum viðmiðunum eru
allar íslenzk ar vatnsaflsvirkjanir sjálfbærar, þ .
e . endur nýjanlegar, afturkræfar og lítt meng
andi .
Öðru máli gegnir um jarðvarmaorkuna .
Hún er í téðri Rammaáætlun sögð námu
vinnsla, sem er ósjálfbær, af því að hún
er óendurnýjanleg, en þar að auki hefur
hún mengun í för með sér, þar sem er t .
d . koltvíildi og brennisteinsvetni út í and
rúmsloftið og þungmálmar í jarðvökv anum,
sem upp kemur, og farið er að dæla niður
aftur . Samkvæmt Rammaáætlun er þessi forði
áætlaður geta gefið af sér 30 681 GWh/a af
raforku í aðeins 50 ár.
Þó að þessi orkuforði kunni að verða
meiri, ef djúpboranir á 5 km dýpi takast,
er hitt alvarlegt, að varanleikinn er aðeins
áætlaður hálf öld . Það gerir að verkum,
að nýting einvörðungu til raforkuvinnslu
er óábyrg og kemur siðferðislega ekki til
greina, nema í takmörkuðum mæli, t . d .
10% . Við raforkuvinnslu úr jarðgufu fæst
aðeins rúmlega 10% orkunýtni, en með því
að nýta afgangsvarmann, t . d . til húshitunar
eða í efnaferla, fimmfaldast orkunýtnin
hið minnsta . Þess ber að geta, að ESB
(Evrópusambandið) skilgreinir jarðvarma
sem endurnýjanlega auðlind, en forsendur
Ramma áætlunar og ESB í þessu sambandi
eru ólíkar . Hér er svo mikið í húfi, að beita
ber varfærnislegri skilgreiningunni, enda er
henni haldið á lofti í Rammaáætluninni .
Hvert er verðmæti innlendrar orku? Svarið
er háð því í hvaða mæli og til hvers hún er
nýtt . Með því að reikna verðmæti olíu jafn
gilda, sem fólgin eru í orkulindum landsins,
má þó fara nærri um þetta verðmæti og
verður þá niðurstaða Rammaáætlunar um
orku forðann lögð til grundvallar . Vatnsorku
nýtinguna mætti þá auka 1,8falt, upp í 51
PJ, og jarðvarmanýtinguna 6,7falt, upp í
827 PJ, eða alls upp í 878 PJ.
Andvirði þessarar orku er 1890 milljarðar kr.
á verðlagi 2011. Þetta er 5,7földun verð mætis
núverandi orkunýtingar innlendra orku gjafa.