Þjóðmál - 01.03.2012, Side 11

Þjóðmál - 01.03.2012, Side 11
10 Þjóðmál VOR 2012 Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Jóhanna ræður ekki við meginmálin þrjú I . Stuðningsmenn Jóhönnu Sigurðardótt­ur innan Samfylkingarinnar segja að ekki megi hrófla við henni eða ríkisstjórn hennar fyrr en þremur meginmarkmiðum stjórnarsamstarfsins sé náð: 1 . Samþykkt hafi verið ný lög um stjórn fiskveiða . 2 . Samin hafi verið ný stjórnarskrá . 3 . Samið hafi verið um aðild að Evrópusambandinu . Stundum er einnig minnst á nauðsyn þess að ljúka rammaáætlun um nýtingu orkugjafa sem árum saman hefur valdið togstreitu . Hér verður ekki vikið að vandræðum vegna áætlunarinnar . Þegar ríkisstjórnin settist að völdum 1 . febrúar 2009 einsetti hún sér að slá skjald­ borg um heimilin og sjá til þess að hin sanngjarnasta leið yrði fundin til að bjarga þeim sem best út úr rústum fjármálakerfisins eftir hrun þess haustið 2008 . Sett hafa verið lög með þetta markmið að leiðarljósi en þau hafa verið því marki brennd að vekja meiri deilur en þau áttu að leysa . Síðasta skjól þingmanna ríkisstjórnarinnar, sem staðið hafa lagasetningunni, er að vísa til þess að leita þurfi til dómara til að fá úr efni laganna skorið . Ummæli af þessu tagi af hálfu ráðherra og þingmanna staðfesta úrræðaleysi . Stjórn­ mála mennirnir setja sig í stellingar þeirra sem þvo hendur sínar og vísa á niðurstöður annarra, skorast með öðrum orðum undan ábyrgð sinni . Aðferðirnar sem beitt er til að skella skuldinni á aðra eru margar . Jóhanna Sigurðardóttir velur sjálf þann kost að láta helst ekki ná tali af sér eða neita að verða við óskum um að hún láti ljós sitt skína á mannamótum . Óánægju einstaklinga og samtaka yfir þessu skeytingarleysi hennar leyfir hún sér síðan að túlka á þann hátt að um sé að ræða óskilgreinda þrá eftir að heyra hana og sjá, fyrir það sé hún óumræðilega þakklát . Hér skal sú skoðun áréttuð að lélegri for­ sætisráðherra gátu Íslendingar ekki valið til að takast á við vandann eftir hrunið en Jó­ hönnu Sigurðardóttur . Er þakkarvert að hún

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.