Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 29
Áslaug Snorradóttir: matur úr bókum bls. 29
Hér kemur texti um höfund og fleiraHér kemur texti um höfund og
fleiraHér kemur texti um höfund og fleiraHér kemur texti um höfund og
fleira. Hér kemur texti um höfund og fleira.
The Taste of a Man
Slavenka Drakulic
Útgefandi Mál og Menning
hún tók sér stóran bita af volgum vörum hans
Blóðið sprautaðist ekki úr fingurgómum Jose, það draup, eins og hann væri enn á lífi. Hvern fingurgóm sem
ég skar af setti ég upp í mig, lokaði augunum, beið andartak og kyngdi honum svo, án þess að tyggja. Ég
væri að ljúga ef ég segðist ekki hafa verið forvitin um hvernig mannakjöt bragðaðist. Sérstaklega þar sem
sagt er að bragðið sé einstakt og ólíkt öllu öðru. Það má vera en ég tók ekkert eftir því. Í hreinskilni sagt þá
fann ég engan sérstakan mun á hráu nautakjötsbitunum og fingurgómum Jose, fyrir utan blóðbragðið. Það
var líka ágætt því fyrst í stað var ég hrædd um að ég myndi kasta upp. Ég hélt að mér fyndist kannski
auðveldara að sjóða eða steikja kjötið fyrst. Mér fannst næstum sorglegt að þrátt fyrir allar þessar mat-
reiðslubækur um allt, þá voru engar uppskriftir að mannakjöti.
Mig langaði að innbyrða eins mikið af Jose og hægt var. Þegar ég var búin að gleypa alla fingurgómana tíu
gat ég ekki hætt. Rakvélarblaðið var of lítið til að skera stærri stykki, svo ég fór inn í eldhús og sótti beittasta
hnífinn sem ég fann. Fyrst skar ég safaríku bitana undir þumalfingrunum. Svo skar ég tvo langa strimla af
mjúka hlutanum á framhandleggnum. Ég fór með kjötið fram í eldhús og skar það í litla bita, eins og
gúllasbita. Ég held að ég hafi verið að vonast til að geta gleypt þá án þess að tyggja en stykkin voru of stór
og ég svo óþolinmóð að á endanum var ég farin að tyggja frekar seigt kjötið af José. Meira að segja þá fann
ég ekkert sérstakt bragð. Ég held að það hafi verið vegna þess að einhver óþægileg hitavella virtist hafa
tekið sér bólfestu í mér og ég gat ekki einbeitt mér að bragðinu. Kannski fann ég ekkert bragð vegna þess
að ég tók gúlsopa af vodka milli munnbita.
Slavena Drakulic, The Taste of a Man, bls. 185. Brynhildur Björnsdóttir þýddi. Útgefandi: Abacus, 1998.
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:52 PM Page 29