Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 47
Margrét Tryggvadóttir: Hvítar hetjur og svartur skratti bls. 47 ánægja sem þar virðist ríkja. Lífið gengur sinn vanagang og allir vinna störf sín með bros á vör. Einnig er athyglisvert að leikheimar forskóla- barna eru fyrir bæði kynin og staða kynjanna innan hvers heims er nokkuð jöfn. Reyndar ber meira á karlfígúrum í hinu opinbera lífi, t.d. á lestarstöðvum og í lögreglunni og þær eru oftar gerendur. (Hafa ber í huga að þessar staðhæfingar byggjast á athugun- um á auglýsingaefni og umbúðum, en ekki leik barnanna sjálfra). Karlarnir keyra bíla, fljúga flugvélum og stýra krönum, en kvenfígúrurnar eru oftar farþegar. Þó má einnig sjá karlmenn inni á heimilum og í LEGO var til skamms tíma hægt að kaupa ryksjúgandi pabba. Í evrópskum leikfangaheimum fyrir yngstu börnin eru fígúrurnar yfirleitt ljósar á hörund. (1) Í bandarísk- um leikheimum er þessu á annan veg farið. Ef nokkrar fígúrur eru seldar saman frá fyrirtæki eins og Fisher-Price má næstum ganga að því vísu að hver þeirra sé fulltrúi ákveðins þjóðarbrots eða minnihlutahóps. Skólabíl í vörulínunni Little People frá Fisher-Price fylgja fimm fígúrur. Bílstjórinn er af spænskum ættum, annar strákurinn af afrískum uppruna, önnur stelpan af asísku bergi brotin og svo eru tvö hvít börn, en annað þeirra er í hjólastól. Þannig er öllum haldið ánægðum í anda pólitískrar rétthugsunar. Frá markaðslegum forsendum er þetta einnig sniðugt. Fyrir foreldra af öðrum kynþætti en þessum næpuhvíta, hlýtur valið á milli leikfanga frá Fisher-Price og evrópsku framleiðendunum að vera auðvelt. Almennt má segja að hugmyndafræði leikheima yngstu barnanna sé ásættanleg (út frá hefðbundn- um vestrænum gildum, þótt vitanlega telji ekki allir þau gildi ásættanleg) og reyndar er hún hreinasta hátíð miðað við það sem eldri börnunum er boðið upp á. Vert er að hafa í huga að yngstu börnin velja sér sjaldnast leikföng sjálf. Því eldri sem börnin eru, því meira hafa þau um það að segja hvaða leikföng þau eignast. Nýbakaðir foreldrar eru vakandi yfir uppeldislegum skyldum sínum og ætla má að þeir velji leikföng á ábyrgan hátt. Hins vegar slaka þeir á þegar barnið vex úr grasi. Framleiðendur virðast höfða fremur til skynseminnar og viðurkenndra uppeldislegra gilda þegar foreldrarnir einir sjá um valið. Leikföng fyrir yngstu börnin svara því kröfum um öryggi og eiga að efla þroska barnanna. Þegar börnin eldast er frekar lögð áhersla á skemmti- og afþreyingargildi leikfanga. Börnin sjálf kæra sig kollótt um hvort leikföng séu þroskandi eða ekki. Ofbeldisfullir hasarheimar Eftir því sem börnin eldast verða leikheimar þeirra margslungnari, en jafnframt heildstæðari. Þá eru sérstakir stráka- og stelpuheimar áberandi. Heimur Barbie er þekktasti stelpuheimurinn, en fyrir drengi eru til ýktir hasarhetjuheimar. Þeir svæsnustu eru oft á tíðum verulega ofbeldisfullir og vart við hæfi barna. Með þeim skástu er karlmannleg hliðstæða Barbie, Action-maðurinn. Venjulega fylgir honum að vísu vopnabúr en látið er líta út fyrir að hann berjist fyrir góðan málstað. Helstu andstæðingar Action-mannsins eru Dr. X og Prófessor Gangrene. Vondu karlarnir bera báðir titla menntamanna og þó að þeir líkist ekki hefðbundnum menntamönnum á nokkurn hátt er verið að gera menntað fólk tor- tryggilegt. Skilaboðin eru skýr; of mikil þekking er hættuleg og óæskileg. Miklu svæsnari karlar eru á markaðinum, fígúrur sem eru ómennskar í útliti og eru jafnvel sjálfar banvænt vopn. Sumar eru eitraðar eða með vopn í stað útlima. Óhugnaðurinn sem fylgir slíkum leikföngum er öðru fremur byggður á samruna ólíkra tegunda, einkum samruna manna og dýra, en einnig samruna manna og véla. Vörulínan Beast Wars byggir á (1) Hér eru vörulínurnar Duplo frá LEGO og Playmobil 1.2.3 einkum til hliðsjónar. Á fyrstu árum tíunda áratugarins var til í Duplo askja sem innihélt fjölskyldur af ýmsum kynþáttum, en hún hvarf af markaði fyrir um átta árum. Síðan þá hafa allar Duplo-fígúrur verið ljósar á hörund og það sama á við um fígúrur fyrir yngstu börnin frá Playmobil. hetja G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:54 PM Page 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.