Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 52
verkunum en hann birtist á ólíkan hátt. „Öndvegis-
konurnar eru ofsalega aggressívt leikrit, mjög nær-
göngult á óhugnanlegan máta,“ segir hún. „Það
hreinlega slær mann utan undir. Píkusögur er allt
öðruvísi. Það er miklu jákvæðara og léttara.
Við höfum fengið margt fólk baksviðs til okkar
eftir sýningu á Öndvegiskonunum sem veit
hreinlega ekki hvað það á að segja. Leikhúsið hefur
hreyft við því á einhvern hátt, það getur bara ekki
skilgreint á hvaða hátt. Verkið tætir upp einhverjar
tilfinningar og hugsanir, fólk situr úti í sal og
uppgötvar að það er að hlæja að tabúum. Það er
verið að vekja dýrið, – eða púkann, sem blundar í
okkur. Það er kannski ekki svo djúpt á því hjá hinni
siðmenntuðu manneskju. En ég held að um leið og
við viðurkennum það hættulega í okkur sjálfum
verðum við sterkari manneskjur“.
Sigrún Edda segist hafa fengið handritið að
Öndvegiskonunum í hendur dag einn þegar hún sat
við morgunverðarborðið. „Ég hætti mjög fljótt að
borða,“ segir hún „en ég gat ekki hætt að lesa.
Þetta heltók mig algerlega. Sumir ná þessu ekki
strax en það þarf að kafa ofan í verkið því það eru
margir fletir á því. Maður þarf að hafa húmor fyrir
veikleikum manneskjunnar. En það er líka rosalegur
sársauki í verkinu.“
Margir hafa spurt hvað höfundurinn, Werner
Schwab, sé að fara með Öndvegiskonunum. Sigrún
Edda bendir á að hann sé sjálfur fæddur á botni
samfélagsins og skrifi um fólk sem hann þekkir,
mömmu sína og vinkonur hennar. „Hann veltir upp
ýmsum flötum á mennskunni gagnvart hinu
siðmenntaða samfélagi og þeim gildum sem við
erum vön að miða við,“ segir hún.
Sigrún Edda hefur ekki áður leikstýrt verki í
Borgarleikhúsinu en kann skýringu á því hvers vegna
henni var falin stjórnin á Píkusögum. „Ætli það sé
ekki vegna þess að ég er svo mikill dóni,“ svarar
hún glottandi. Hún segist hafa lýst áhuga á að
spreyta sig í leikstjórn og leikhússtjórinn tekið hana
á orðinu og boðið henni þetta verk. „Ég sagði strax
já takk. Það er gaman að höfundum sem eru að taka
á óvenjulegum viðfangsefnum“.
Átti von á meira dónatali
Upphaflega sýndi Eve Ensler, höfundur verksins,
það sjálf en hér hefur því verið breytt úr einleik í
sýningu sem fimm leikkonur koma að. Verkið er
byggt á viðtölum við 200 konur og Sigrún Edda segir
að það spanni reynslu kvenna, þar sé að finna allt frá
einræðu gamallar konu sem hefur gaman af því að
fara á hundasýningar en hefur aldrei verið með
karlmanni og yfir í umfjöllun um nauðgunarbúðirnar
í Bosníu. „Verkið er fullt af húmor en líka mikilli
alvöru,“ segir hún. „Það byggist á skemmtilegum
pælingum um sjálfsvitund kvenna, sérstaklega á
kynferðislega sviðinu. Ég átti samt von á meira
dónatali út frá nafninu! Hún skrifar þetta í fullri
alvöru og gerir það eins skemmtilega og einlæglega
og hægt er. Þetta byggist ekki á kaldhæðni eins og
við erum vön að nota í sambandi við kynferðistal
heldur miklu frekar hlýju. Þetta er ekki klám, langt
því frá.“
Umræður um kynferðismál – eða öllu heldur
vandamál hafa verið miklar á síðustu misserum.
Sigrún Edda er á því að leikritið tengist vel
umræðunum í samfélaginu. Hún bendir á að Eve
Ensler hafi staðið fyrir svokölluðum „V-Day“ í
Bandaríkjunum þar sem stórstjörnur á borð við
Glenn Close og Susan Sarandon hafi lagt henni lið
við að vinna á móti ofbeldi gegn konum. „Leikritið
kemur til að mynda inn á kynlífsþrælkun í Evrópu,“
bætir hún við. „Eve Ensler talaði við vændiskonur
þegar hún skrifaði það þótt það sé ekkert eintal sem
tengist þeim beinlínis“.
Sigrún Edda er fljót að samsinna því að verkið
hafi pólitískan tilgang. „Vissulega hefur það tilgang
fyrst það beinist gegn ofbeldi,“ segir hún. „Það er
auðvitað líka pólitík fólgin í því að konur hafi
sjálfsvirðingu og skynji sig sem kynverur án þess að
skammast sín fyrir það. Kynferðismálin hafa verið
tabú sem hafa staðið í vegi fyrir konum um allan
heim“.
Gamla matsalnum í Borgarleikhúsinu hefur verið
breytt í leikhús þar sem fólk getur setið við borð og
fengið sér kaffibolla eða vínglas. Leikstjórinn kallar
þetta frásagnarleikhús og segist vilja skapa svolitla
uppistandsstemningu. En heldur hann að verkið
veki viðbrögð?
„Ég er alveg sannfærð um það,“ svarar Sigrún
Edda. „Ég held að fólk sé tilbúið að líta á leikrit sem
uppsprettu umræðu. Annars væri ég ekki að þessu,
þá væri leikhúsið ósköp máttlaust“.
Ef þú getur ekki sagt það, þá áttu
ekki að sjá það!
Nafn verksins eitt og sér hefur nægt til að vekja
viðbrögð. „Úti stuðar þetta sumt fólk svo mikið að
þegar það er að panta miða biður það um two
tickets for the monologues,“ segir Sigrún Edda.
„Ein skvísa í miðasölunni svaraði alltaf: „If you can´t
say it, you can´t see it“. Hún játar að það hafi verið
mikill höfuðverkur að finna íslenskt nafn á verkið og
ýmsar misgáfulegar hugmyndir komið fram, eins og
tussutal, píkuskrækir og píkupískur svo eitthvað sé
nefnt.
Það var þó ekki erfitt að færa verkið í íslenskan
búning, að sögn Sigrúnar Eddu, þar sem um sam-
eiginlegan reynsluheim kvenna er að ræða.
„Vangavelturnar eru mjög skemmtilegar,“ segir Sig-
rún Edda. „Höfundurinn spurði konurnar til dæmis í
hvað píkan þeirra myndi klæða sig og svörin eru
mjög misjöfn, leðurjakka, silkisokka, langan bleikan
fjaðrakraga. Hún spurði einnig hvað hún myndi
segja ef hún gæti talað og fékk jafnfjölbreytt svör.“
Sigrún Edda játar því að íslensku leikkonurnar
hafi ósjálfrátt velt þessu spurningum fyrir sér
meðan æfingar stóðu yfir á leikritinu. „– Heldur
betur,“ segir hún en lætur ekki leiða sig lengra. Hún
segir að undirbúningur sýningarinnar hafi kallað á
ýmsar vangaveltur og athuganir. Leikkonurnar hafi
til dæmis fengið sent myndband frá Bandaríkjunum
sem tekið var á kynlífsnámskeiði fyrir konur. Þar sitji
þær allsberar í hring og ræði saman. „Þetta þótti
okkur í fyrstu alveg ofboðslega fyndið en upp-
götvuðum síðan að það var ýmislegt til í því sem
þær voru að segja,“ segir Sigrún Edda en neitar því
þó að þær hafi tekið mið af námskeiðinu við æfingar
á leikritinu. „En við pældum mikið í kynferðislegri
vitund og styrk kvenna,” segir hún, “og erum
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:54 PM Page 52