Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 54
Í krafti orðsins Halla Sverrisdóttir „Ég var vanur að segja að mér þættu Booker verð- launin dálítið yfirborðsleg, en undanfarnar 15 mínútur hef ég skipt um skoðun. Núna þykja mér þau stór- kostleg viðurkenning á afreki á bókmenntasviðinu.“ Þetta sagði breski rithöfundurinn Kingsley Amis rétt eftir að hann frétti að hann hefði hlotið Booker verðlaunin árið 1986. Þessi verðlaun, sem hugsan- lega mætti kalla Óskarsverðlaun bókmennta- heimsins, hafa verið veitt árlega frá árinu 1968 og eru allt í senn, gæðastimpill á verðlaunabókina, viðurkenning á hæfileikum höfundarins og trygging fyrir metsölu viðkomandi bókar. Þó er Booker plc., fyrirtækið sem stofnaði til verðlaunanna og er enn framkvæmdaaðili þeirra, hvorki menningarstofnun né bókaforlag heldur heildsala með matvöru, ein stærsta sinnar tegundar í Bretlandi. Árið 1968 hafði fyrirtækið reyndar bókaútgáfu sem hliðarbúgrein, með höfunda á borð við Agöthu Christie og Georgette Heyer á sínum snærum, en sá rekstur var aflagður nokkru síðar. Eftir standa Booker-verðlaunin sem eru veitt árlega fyrir framúrskarandi skáldverk á enskri tungu og eru fyrir löngu orðin ein eftirsóttustu verðlaun sem rit- höfundi geta hlotnast. Hvert útgáfufyrirtæki í Bretlandi má tilnefna tvö skáldverk sem eru svo lesin af dómnefnd skipaðri gagnrýnendum, rithöf- undum, bókaútgefendum og fulltrúum Booker- fyrirtækisins. Flestir virtustu höfundar sem skrifa á ensku hafa einhvern tímann verið tilnefndir eða fengið verðlaunin, og reyndar líka nokkrir minna þekktir; skemmst er að minnast strætóbílstjórans Magnúsar Mills, sem var tilnefndur 1999 fyrir skáldsöguna The Restraint of Beasts og olli með því nokkrum meltingartruflunum hjá hinni stéttameð- vituðu bresku menningarelítu. Eins og alsiða er um þá sem komast á blað hjá Booker er Mills nú orðinn metsöluhöfundur og gaf nýlega út aðra skáldsögu sína. Hann mun vera alveg hættur að keyra strætó. Blindi launmorðinginn fær verðlaun Booker verðlaunin árið 2000 hlaut svo kanadíska skáldkonan Margaret Atwood fyrir skáldsöguna The Blind Assassin. Atwood, sem er 57 ára, hefur þrisvar áður verið tilnefnd til verðlaunanna en ekki hlotið þau fyrr en nú. Höfundarverk hennar er þegar orðið allverulegt; 10 skáldsögur í fullri lengd, 24 ljóðabækur, 5 smásagnasöfn og 4 barnabækur. Þá hefur Atwood verið mjög virk í stjórnmála- og menningarumræðu, bæði í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi. The Handmaid´s Tale (1985), sem á íslensku nefnist Saga þernunnar, er líklega sú skáldsagna hennar sem flestir kannast við og var reyndar þar til mjög nýlega eina Atwoodbókin sem undirrituð hafði lesið til enda. Í bókaskápnum mínum leynast hins vegar nokkrar þeirra, lesnar til hálfs, en öðrum hefur verið skilað á bókasöfn í sama ástandi. Þetta stafar, að ég held, ekki af því að mér þyki Margaret Atwood vondur stílisti eða bækur hennar leiðinlegar. Hvort tveggja væri fjarri lagi; Atwood er óumdeilanlega frábær rithöfundur, stíll hennar meitlaður og fágaður og fléttur hennar listilegar. Ég held að vanhæfni mín til að ljúka bókum hennar stafi fyrst og fremst af þeirri analýtísku nálgun sem hún beitir viðfangsefni sín, og sem á stundum kemur í veg fyrir að persónur hennar snerti mann; hún heldur þeim í fjarlægð frá lesandanum og þær verða fyrir vikið myndir á sýningu fremur en persónur af holdi og blóði. Sem rithöfundur er Atwood skoðandi fremur en miðill, hún segir sögur sínar á einfaldan en ísmeygilegan hátt, tekur ógjarnan afstöðu með eða á móti persónunum og lætur lesandanum eftir að túlka það sem sagt er frá. Og hún krefst þess af lesandanum að hann gefi sér tíma, lesi hægt og skoði vandlega hvert smáatriði frásagnarinnar. Ég hef aldrei verið sérlega flínk við að lesa hægt. Hvað sem því líður er ljóst að Margaret Atwood hefur geysilegt vald á listformi sínu og þó að ég hafi fundið fallegri texta í fyrri bókum hennar ber Bookerverðlaunabókin árið 2000 færni höfundar síns fagurt vitni. The Blind Assassin er saga sem fer fram á mörgum sviðum. Hér eru í raun sagðar þrjár samstiga sögur í einni bók, auk þess sem Atwood notar þrjú ólík form, þar sem er fyrst saga Irisar í formi endurminninga, þá skáldsaga Lauru, „Blindi launmorðinginn“, og loks sagan sem sögð er í þeirri skáldsögu og er fantasía. Allar vísa þessar frásagnir hver í aðra, þar til þær renna nánast saman í eina heild, uppfullar af vísbendingum og lyklum sem að endingu mynda snilldarlega samsetta fléttu. Á ég að gæta systur minnar? „Ten days after the war ended, my sister Laura drove a car off a bridge.“ Þannig hefur Iris, önnur aðalpersónan í The Blind Assassin, mál sitt og kynnir um leið til sögunnar hina aðalsögupersónuna – systurina Lauru. Samband þeirra systranna og það hvernig þær móta örlög hvor annarrar er vissulega eitt umfjöllunarefni bókarinnar, en sjálf þarf Iris að gera upp við sig hver ábyrgð hennar er. Átti ég að gæta systur minnar? spyr hún lesandann aftur og aftur, og að lestri loknum er ekki laust við að manni þyki hún hafa svarað spurningunni sjálf: Já, það átti hún að gera! Um leið finnst manni Iris gera of miklar kröfur til sjálfrar sín, að það hefði í raun verið óvinnandi verk og að þeir atburðir sem leiða til þess að Laura ekur fram af brúnni hafi ekki verið nema að mjög takmörkuðu leyti á valdi Irisar. Rammann utan um frásagnirnar þrjár mynda endurminningar Irisar sem í ytri tíma bókarinnar er orðin öldruð og veil á hjarta. Henni er mikið í mun að koma sögu sinni og fjölskyldu sinnar á blað áður en hún deyr, í þeirri von að dótturdóttir hennar, sem hún hefur misst tengsl við, muni lesa söguna að henni látinni og komast að sannleikanum um upp- runa sinn. Iris er af góðum ættum, dóttir iðjuhölds sem lendir í fjárhagserfiðleikum og fjölskyldan missir aleiguna. Eina von þeirra er fólgin í að Iris giftist til fjár, sem hún og gerir möglunarlaust, og nánast viljalaust, til að tryggja framtíð sína og systur sinnar. Hjónabandið er ástlaust og Iris sætir andlegu og líkamlegu ofbeldi, bæði frá manni sínum og mágkonu, en allt þetta umber hún líkt og um annað sé ekki að ræða. Systir hennar er að vísu mörkuð örlögum sínum í augum lesandans frá upphafi en er þó augljóslega allt önnur manngerð en Iris; hún er sjálfstæð þar sem Iris er undirgefin og gerandi þar sem Iris er þolandi. Þó er það hún sem ferst, og það er Iris sem óbeint verður völd að dauða hennar. Inn á milli endurminninga Irisar koma svo kaflar úr skáldsögu systur hennar, Lauru, útgefinni að henni látinni. Sagan heitir „Blindi launmorðinginn“ og segir frá leynilegu ástarsambandi vel stæðrar konu við mann sem einhverra hluta vegna er á flótta undan réttvísinni. Atburðir sögunnar eiga sér hliðstæður í minningum Irisar og endurspegla þætti úr lífi systranna beggja á snilldarlegan hátt. Rauði þráðurinn í sambandi elskendanna er svo þriðja frásögnin í bókinni, sagan um blinda launmorðingjann sem elskhuginn segir konunni milli atlota eða jafnvel í stað þeirra. Þessi saga er fantasía, sem gerist í borginni Sakiel-Norn á plánetunni Zycron, um leið og hún er þriðji „spegill“ Um „The Blind Assassin“ eftir Margaret Atwood G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:55 PM Page 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.