Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 59
Í skjóli raunveruleikans: Karl Steinar Valsson bls. 59 Afbrotamenn í sakamálasögum Persónusköpun í sakamálasögum hlýtur auðvitað að taka mið af því að sumar þeirra fjalla um vel undirbúin og skipulögð afbrot. Myndin af brota- mönnunum verður að vera sannfærandi, lesendur verða að trúa því að þeir gætu framið slík brot. Sjálfum finnst mér þetta atriði einna mest spennandi við lestur sakamálasagna og mælikvarði á hæfni höfunda og innsæi. Raunveruleikinn er hins vegar þannig að flestir þeirra brotamanna sem lögreglumenn fá til yfirheyrslu myndu seint flokkast sem greindir, yfirvegaðir og vel skipulagðir afbrotamenn. Miklu heldur eru það einstaklingar sem byrjað hafa sinn brotaferil á unga aldri og jafnvel alist upp við brotastarfsemi, enda þekkist hér á landi að þrjár kynslóðir sitji saman í afplánun. Afbrot þeirra eru því frekar eins og stundar- ákvörðun, ekki vel ígrunduð, og oftar en ekki skilja þeir eftir sig skýrar vísbendingar á vettvangi sem auðvelt er að tengja þeim. Þessi lýsing á við mikinn meirihluta afbrotamanna, en undantekningarnar eru til og almennt telja fræðimenn það hættulegustu afbrotamennina sem komast jafnvel oft upp með afbrot vegna skipulagðra vinnubragða. Sem aftur getur skýrt hvers vegna þeir eru ekki tíðir gestir í yfirheyrslum lögreglu. Lögreglumennirnir Persónusköpun lögreglumanna er síðan annað áhugavert skoðunarefni. Yfirleitt hafa lögreglumenn verið sýndir sem fremur illa gefnir en áhugasamir einstaklingar, oftast einfarar sem glíma við margvísleg félagsleg vandamál, eins og ofdrykkju og bágborið heimilislíf. Þessar fyrirmyndir hafa breyst nokkuð í erlendum sakamálasögum, og meira sést nú af lögreglumönnum sem eru vel menntaðir og hæfir og geta leyst flóknar ráðgátur tengdar skipulögðum afbrotum. Þess vegna kemur ekki á óvart að sumir íslensku rithöfundanna hafa leitað á svipaðar slóðir með sínar persónur, eins og t.d. má sjá í bók Arnalds Indriðasonar, Mýrinni. Þar tekur Arnaldur þann kost að láta eina af höfuðpersónum sínum tilheyra nýrri kynslóð lögreglumanna með háskólanám að baki sem andstæðu við eldri kynslóðina sem byggir fyrst og fremst á mikilli reynslu. Slíkar breytingar í persónusköpun lögreglumanna eru í raun nauðsyn- legar, ef höfundar sem skrifa um vel skipulögð afbrot vilja láta þau upplýsast í lok sögunnar. Annars verður það ótrúverðugt. Ef þetta er skoðað áfram sérstaklega, þá er það umhverfi lögreglurannsóknar sem Arnaldur lýsir vel þekkt meðal lögregluliða og hefur á allra síðustu árum einnig fundist hér á landi. Sú staðreynd gefur höfundum einnig tækifæri til að búa til ákveðnar flétt- ur milli samstarfsaðila sem getur haft veruleg áhrif á framhald og veg rannsóknar hverju sinni, eins og Arnaldur gerir reyndar skemmtilega í fyrrnefndri sögu. Þessu tengd er síðan sú nálgun sem höfundur- inn Stella Blómkvist notar. Hjá „henni“ er rannsak- andinn ekki lögreglumaður heldur lögfræðingur sem byggir starf sitt á sambandi eða samkomulagi við lögreglumann sem stundar rannsóknir. Lögfræð- ingurinn vinnur ákveðna rannsóknarvinnu sem er í raun mjög áþekk því sem gerist hjá lögreglu- mönnum og reyndar vel þekkt meðal lögfræðinga erlendis þótt hún eigi sér ekki sterka hefð hér á landi enn sem komið er. Sjálfum finnst mér þessi nálgun sannfærandi og vel fram sett í sögum Stellu. Önnur sambærileg nálgun er síðan sú aðferð sem Árni Þórarinsson notar í sínum bókum, að láta blaðamann rannsaka sakamál og flókið samspil sem spinnst af því. Reyndar gerist nýjasta bók Árna, Hvíta kanínan, að mestu erlendis. Mér finnst Árna takast vel þar að byggja upp trúverðuga og spennandi frásögn sem gerist við nokkuð aðrar aðstæður en við þekkjum best hér á landi. Sviðsetning atburða er síðan sérstakt vandamál, því þar búa íslenskir sakamálahöfundar við miklu meiri erfiðleika en erlendir eða þegar sögur er látnar gerast á erlendri grund. Trúverðugleiki bókar og G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:55 PM Page 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.