Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 49
Margrét Tryggvadóttir: Hvítar hetjur og svartur skratti bls. 49
þessi hluti bæjarlífsins fremur til stráka en stelpna. Í
LEGO-bænum eru líka aðeins fimm konur sem
verður þó að teljast framför því að árið 1998 voru
þær bara þrjár. Ein þeirra vinnur á bílaverkstæði,
önnur er bátakona og sú þriðja er lögga. Hún er að
vísu ekki að gera neitt merkilegt, en hún er
reglulega flott í búningnum. Þar að auki er hægt að
kaupa öskju með sex almennum vegfarendum. Þar
eru tvær konur til viðbótar; önnur bakar pítsur ofan í
svanga LEGO-karla, en hin er á reiðhjóli. Þar sem
bílar og önnur farartæki eru meginuppistaða í
þessum skrítna bæ, skýtur það skökku við að ekki
einni einustu kvenfígúru er treyst til að stýra öðru en
reiðhjóli. Bátakonan er farþegi, pítsukonan fótgang-
andi og löggukonan hættir sér ekki út fyrir lögreglu-
stöðina.
Auðveldara LEGO handa stelpum
Á árunum 1994–1997 var á markaðnum bleikur
heimur sem nefndist Paradisa og var greinilega
hugsaður fyrir stelpur. Hann endurspeglaði yfir-
stéttarsamfélag þar sem konur voru í meirihluta og
karlarnir voru flestir þjónar. Konurnar lágu löngum í
sólbaði eða stunduðu hestamennsku. Flestar voru
þær fremur ósjálfbjarga og stæði þjónninn sig ekki
sem skyldi var illt í efni. Þessi stelpuheimur er ansi
ólíkur strákaheiminum, þótt kvenfígúrurnar séu enn
aðgerðalitlar og jafnvel útafliggjandi og ósjálfbjarga.
Það er einnig athyglisvert að samsetning þessara
LEGO-leikfanga er mun auðveldari en sambærilegra
leikfanga fyrir drengi.
Eitt skilur LEGO-heimana frá raunveruleikanum
svo um munar. Þeir eru með öllu barnlausir. Allar
LEGO-fígúrurnar tákna fullorðna einstaklinga, nánar
tiltekið fullorðna karlmenn sem eru störfum hlaðnir
og örfáar, nánast aðgerðalausar konur. Börn í
þessum heimi væru væntanlega svo lítil að þau
týndust jafnóðum. Sú spurning vaknar hvort tilvera
kvenna án barna sé einskis verð og með öllu
óspennandi og hvort virkilega sé ekki hægt að finna
neitt áhugavert fyrir þær að gera.
Benda má á, LEGO-fyrirtækinu til afsökunar, að
það þjónar strákum að vissu leyti ágætlega.
Tæknilega séð eru þetta vel hönnuð leikföng og
flestir strákar ættu að geta fundið vörulínur sem
þeim finnast spennandi. Þar að auki eru sum
leikföngin, t.d. björgunarsveitin frækna, vel til þess
fallin, að auka ábyrgðartilfinningu og samkennd með
náunganum. (Svo vita þau okkar sem hafa stigið á
LEGO-kubba að þeir eru verulega sterkir). Hins
vegar er drengjum ekki hollt að sjá aldrei konu í
hlutverki gerandans. Það er auðvelt að álykta að
fyrst leikurinn gangi upp án kvenna, þá hljóti lífið að
gera það líka. Hér er stelpum, af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum, ekki boðið til leiks.
Tveir heimar stúlknaleikfanga frá LEGO eru á
markaði núna. Þeir byggjast á dúkkum sem eru
stærri en litlu karlarnir og tákna bæði börn og
fullorðna. Önnur vörulínan heitir Belville og byggir á
LEGO-kubbum, þótt stelpunum sé ekki treyst til
flókinna byggingaframkvæmda frekar en fyrri
daginn. Til að byrja með var Belville yfirstéttar-
heimur og aðalpersónurnar stálpaðar stelpur sem
eyddu tíma sínum í reiðskóla, við ballettæfingar eða
í huggulegum fríum þar sem þær sigldu um sundin
blá á fallegum skútum og léku sér við höfrunga. Nú
hefur framleiðslu þessarar línu verið hætt, en í
staðinn er kominn ævintýraheimur þar sem
aðalpersónan er hin móðurlausa prinsessa Rosaline
sem býr með föður sínum í höll og dreymir um prins
og konunglegt brúðkaup.
Hinn stelpuheimurinn nefnist Scala og sýnir
hefðbundið fjölskyldulíf efri millistéttar. Þessar
dúkkur eru ósköp svipaðar Barbie-dúkkum, en
heldur lægri í loftinu. Þar að auki eru þær í sniðugum
skóm sem hægt er að smella við gólffletina svo að
þær geta staðið uppréttar. Barbie hefur hins vegar
aldrei getað staðið á eigin fótum. Í Scala er
fjölskyldan í fyrirrúmi og dúkkurnar eru látnar taka
sér ýmislegt fyrir hendur. Á póstkortum sem dreift
var í auglýsingaskyni sjást Scala brúðurnar meðal
pítsukonan
fótgangandi
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:54 PM Page 49