Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 20
Sögur úr samtímanum Íslenskar kvikmyndir á nýrri öld Björn Þór Vilhjálmsson Enda þótt kvikmyndagerð á Íslandi reki sögu sína allt aftur til fyrsta áratugar tuttugustu aldar hefur hefð skapast fyrir því að líta á árið 1978 sem upphaf „kvikmyndavorsins íslenska“. Það ár var Kvik- myndasjóður Íslands stofnaður og úthlutað úr honum ári síðar. Gjarnan er litið á kvikmynd Ágústs Guðmundssonar, Land og syni (1980), byggða á samnefndri skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, sem fyrsta boðbera þessa kvikmyndavors, myndina sem braut ísinn. Hún er „alíslensk kvikmynd í fullri lengd, fjármögnuð og gerð af Íslendingum, byggð á íslenskri sögu og með íslenskum leikurum í öllum helstu hlutverkum“, eins og Kristján B. Jónasson orðar það. (1) Að þessu leyti skilur hún sig frá myndum á borð við 79 af stöðinni (1962), sem var samstarfsverkefni íslenskra og danskra aðila, og Sölku Völku (1954) sem var að mestu gerð af Svíum. Kenningin um „kvikmyndavorið“ er þó afmörkuð söguskoðun sem lítur fram hjá frumkvöðlum í kvik- myndagerð á Íslandi, mönnum eins og Guðmundi Kamban, Lofti Guðmundssyni og Óskari Gíslasyni sem framleiddu og leikstýrðu heimildarmyndum og leiknum myndum löngu fyrr, svo og stofnun íslensks kvikmyndavers árið 1957 (sem Óskar Gíslason stofnaði í Múla í Reykjavík). Engu að síður er það óumdeilanlegt að árið 1978 er tímamótaár í íslenskri kvikmyndasögu. Segja má að samfelldur kvikmyndaiðnaður verði til á Íslandi eftir fyrstu kvikmyndahátíðina hérlendis en heiðursgestur hennar, þýski leikstjórinn Wim Wenders, sendi ís- lenskum þingmönnum bréf þar sem hann útlistaði mikilvægi þess að stofnaður yrði kvikmyndasjóður. Heimkoma íslenskra leikstjóra úr kvikmyndanámi erlendis skipti einnig miklu máli svo og aukin fagþekking fjölmargra einstaklinga sem störfuðu hjá hinu nýstofnaða Ríkissjónvarpi. Varasamt er þó að taka of sterkt til orða í þessu samhengi. Þótt Ágústi Guðmundssyni, Hrafni Gunnlaugssyni, Þráni Bertelssyni og fleiri leik- stjórum sem fram komu á öndverðum níunda áratugnum hafi farist ýmislegt vel úr hendi höfðu aðeins fyrstu skrefin verið stigin í átt að kvikmynda- gerð á alþjóðlegum mælikvarða. Myndirnar báru þess margar merki að vera gerðar bæði af vanefnum og þekkingarleysi á miðlinum. Brotalamir voru á tæknivinnslu, hljóð var án undantekninga slæmt og viðvaningsbragur gjarnan á handritum. Þá var frammistaða sviðslærðu leikaranna á köflum stirð, sem ef til vill orsakaðist af því að engin hefð var til í kvikmyndaleik hérlendis. Viðtökur áhorfenda voru þó góðar, fólk hafði áhuga á og vildi styðja við bakið á íslenskum kvikmyndum. En marki árið 1978 upphaf íslensks kvikmynda- vors verður vorið að teljast fremur hráslagalegt og óhætt er að segja að sumarið hafi látið bíða eftir sér. Nú um mundir sjást þessi merki að íslensk kvikmyndagerð hafi tekið út sitt þroskaskeið og sé að ná faglegum jöfnuði. Ef haldið er í áðurnefnda líkingu mætti jafnvel tala um árþúsundamótin sem upphaf hins íslenska kvikmyndasumars. Undanfarna fimmtán mánuði hafa sjö íslenskar myndir verið frumsýndar, fjórar þeirra eftir unga leikstjóra sem eru að stíga sín fyrstu spor í kvikmyndagerð. Meðal þeirra er að finna nokkrar frambærilegustu kvikmyndir sem framleiddar hafa verið hér á landi. I. Englar og undirmálsfólk Fyrsta janúar árið 2000 var kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Englar alheimsins, frumsýnd en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Einars Más Guðmundssonar. Harmræn lífssaga Páls (Ingvar E. Sigurðsson), sem ungur að árum greinist með alvarlegan geðsjúkdóm, er rakin fram að sviplegum endalokum. Brugðið er upp mynd af reynsluheimi hinna geðsjúku, ráðaleysi aðstandenda og skilnings- leysi í heilbrigðiskerfinu. Páll fjarlægist hið daglega líf utan geðdeildarinnar en eignast vini á spítalanum sem einnig eru fórnarlömb illvígra geðsjúkdóma. Þar á meðal er Óli (Baltasar Kormákur) sem lætur hendur standa fram úr ermum og semur hvert bítla- G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:48 PM Page 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.