Tímarit Máls og menningar - 30.03.2001, Blaðsíða 36
„Voru ekki bara einhverjar þjóðir sem byrjuðu á
þessari heimskeppni, Skotland, Ísland, Færeyjar og
Finnland eða því um líkt?“ fussar Sigurður. „Þetta
er náttúrlega grín.“
Þorramaturinn enn ein dellan
Guðmundur minnir á það sem gerðist í kringum
leiðtogafundinn ´86. „Erlendu blaðamennirnir höfðu
lítið að gera og einhverjir tóku sig saman og ætluðu
að kynna þeim íslenska menningu og sögu í
Norræna húsinu. Ríkið hafði engan áhuga á að taka
þátt í því, það eina sem stjórnvöld vildu kynna var
Jón Páll og Hófí. Blaðamennirnir fengu algert
hláturskast enda allir hámenntaðir stjórnmála-
skýrendur sem höfðu engan áhuga á þessu.“
Þorgerður segir að ímynd landsins um jafnrétti
kynjanna sé af sama meiði og hugmyndin um sterku
karlana. Hún sé frekar hjáróma, sérstaklega meðan
íslenskar konur séu settar á stall og dýrkaðar fyrir
hvað þær eru sætar.
„Svo fara þær á vinnumarkaðinn og fá miklu
lægri laun,“ botnar Guðmundur.
„Þetta er líka sú hugmynd að gangi okkur ein-
hvers staðar vel, hvort sem það er í fegurð eða krafta-
keppni, stangarstökki eða bridds þá er okkur svo
mikið í mun að eiga þjóðhetjur,“ segir Þorgerður.
Tölum meira um þjóðhetjurnar. Hvers vegna
þurfum við að leita að þeim, eigum við engar nógu
góðar. Hvað með sjálfstæðisbaráttuna?
Guðmundur telur að það hafi reynst mjög erfitt að
halda við þjóðhetjuímynd Jóns Sigurðssonar vegna
þess að hann þyki svo leiðinlegur, já og sjálfstæðis-
baráttan líka.
„Það er líka erfitt að líta á Dani sem andstæðinga
og því ekki auðvelt að búa til hetjur úr sjálfstæðis-
baráttunni,“ segir Þorgerður.
Sigurður segir að það sé bara Laxness sem geti
kallast þjóðhetja í dag. Hetjur séu þeir sem móti
hugsunarháttinn. Þorgerður nefnir Björk og spyr um
leið af hverju við séum alltaf að búa til þjóðhetjur úr
gömlum dauðum körlum í stað þess að finna þær í
nútímanum.
„Ef hetja er fyrirmynd sem hvetur fólk til að gera
betur eða standa sig betur þá er Björk fyrirmyndar-
þjóðhetja,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að
hetjur flestra þjóða séu stríðshetjur. Það höfum við
að sjálfsögðu ekki.
„Er ekki þorskastríðið okkar stríð,“ spyr Sigurður.
„Hefði ekki átt að gera Lúðvík Jósepsson að manni
aldarinnar?“
„Þessi hetjuleit er enn ein mynd af því sem
Sigurður nefndi áðan með minnimáttarkenndina,“
segir Guðmundur. „Einn kunningi minn hefur bent á
að þjóðarmottó Íslendinga ætti að vera: „Allir saman
nú, einn, tveir, þrír"! Hugsið ykkur allar þessar dellur
sem ganga yfir þjóðina og eru svo allt í einu
búnar…“
„Fótanuddtæki, aðventuljós, þorramatur…“
telur Sigurður upp.
„Ég var einmitt að velta fyrir mér þorramat á
leiðinni hingað,“ segir Guðmundur og fær sér meira
eplapæ. „Það ætti nú helst að halda upp á það að
hætta að þurfa að éta þennan óþverra.“
„Ég held að fólk haldi að það sé að borða mjög
„orginal“ mat,“ segir Þorgerður.
„Mér finnst eins og það hafi verið miklu meira
um þorrablót í ár en fyrir tíu árum,“ segir Guð-
mundur. „Ég held reyndar að þetta sé ekki spurning
um þjóðarímynd, fólk er frekar að styrkja minni
ímyndir, sveitasamfélög eða vinnustaði. Í skamm-
deginu vantar bara tilefni til að drekka.“
Sigurður fitjar upp á nefið og segist hafa talið átta
heilsíður með matarauglýsingum í Morgunblaðinu
þegar þorrinn var að byrja. „Blóðugur innmatur og
kjöt,“ segir hann. „Hvergi annars staðar í heiminum
sæi maður svona. Þetta er afar skrítin þjóð.“
Markaðssetjum okkur sem skrítin
Guðmundur bendir á að þetta sé líka spurning um
það til hvers við erum að sýna þjóðmenninguna.
Hvort það er til þess að muna eða til þess að skilja.
„Og hverjum við erum að sýna,“ bætir
Þorgerður við. „Er sýningin fyrir okkur sjálf eða
erlenda túrista?“
„Þess vegna finnst mér margar af þessum
sýningum úti á landi betri,“ heldur Guðmundur
áfram. „Þær eru smærri í sniðum og ætla ekkert að
sameina alla Íslendinga undir einn hatt.“
Þorgerður segir menn vera að átta sig á því
hversu mikilvægt það er að skapa sér sérstöðu í
þessu nýja túristaumhverfi. Hún tekur galdrasafnið
á Ströndum og Vesturfarasetrið á Hofsósi sem
dæmi.
„Á þessum póstmódernísku tímum verður fólk
að búa sér til eitthvað til að festa sig niður í
tilverunni", segir Guðmundur.
„Í sumum tilfellum er verið að búa eitthvað til
sem hefur ekki endilega stoð í raunveruleikanum,“
segir Þorgerður. „Vesturfarasetrið hefði ekki
endilega átt að vera á Hofsósi.“
„Það hefði miklu frekar átt að vera í Vopnafirði til
dæmis,“ segir Guðmundur.
Þorgerður heldur áfram: „Fólk er að skapa sér
sjálfsmynd, segja: „Svona erum við og svona ætlum
við að byggja okkur upp.“ Sjáið Hafnarfjörð, þar er
allt í einu búið að kortleggja einhverja álfabyggð.“
„Og svo fá bæirnir einkarétt á að nota þetta,
Hafnarfjörður hreinlega Á víkinga og álfa í dag,“
segir Guðmundur.
Við erum sem sagt að markaðssetja okkur sem
skrítin?
Sigurður kinkar kolli. „En við erum samt voðalega
feimin við álfatrúna,“ segir hann. „Það var ekki fyrr
en rithöfundar fóru að skrifa um þetta skáldskap að
fólk fór að gangast við þessu. Þetta hefur verið
algert leyndarmál.“
Guðmundur segir að það sé vegna þess við
höfum alltaf viljað vera „rasjonal.“ „ÍslendingurINN
er rasjonal karlmaður,“ segir hann.
„Sjálfsmynd okkar er mjög broguð,“ fullyrðir
Sigurður. „Við reynum að gleyma svo mörgu af því
sem við höfum gert. Við erum að farast úr minni-
máttarkennd sem kemur fram í brjálæðislegu oflæti
og grobbi og vitleysu. Við kennum Dönum um allt
sem aflaga fór fyrr á öldum en það var ekki bara
þeim að kenna, það var allt eins okkur að kenna. Við
erum ótrúlega föst í þeirri ímynd að hér sé fullkomið
fólk sem er náttúrlega fullkomin afneitun. Ég held
að þjóðin sé bara geðklofin.“
„Hvergi annars staðar í heiminum sæi
maður svona. Þetta er afar skrítin þjóð.“
Sigurður A. Magnússon
G8126 tmm mars 22x27 Q.4.1 3/30/01 11:52 PM Page 36